Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. október 2025 09:02 Landsliðskonan Thelma Aðalsteinsdóttir, fjórfaldur Norður-Evrópumeistari á síðasta ári. vísir / ívar Landslið Íslands í áhaldafimleikum eru á leiðinni á heimsmeistaramót í Indónesíu. Stífar æfingar hafa farið fram í allt sumar og lokahönd var lögð á undirbúninginn hérlendis í gær með því að keppa í fimleikakeppni á netinu. „Þeir eru búnir að hanna forrit, þannig að við getum bara verið hér á þessari eyju og gert okkar æfingar. Við tökum upp og svo eru dómarar einhvers staðar úti í heimi sem dæma þetta hjá okkur“ segir landsliðsþjálfarinn Róbert Kristmannsson. Karlalandslið Íslands á HM 2025.Fimleikasamband Íslands „Best væri náttúrulega að ferðast á öll mót, en það getur reynst kostnaðarsamt þannig að við erum að nýta þetta eins mikið og við mögulega getum. Þetta er nýtt af nálinni, búið að vera í kannski eitt og hálft eða tvö ár og við höfum tekið þátt í nokkrum svona mótum.“ Markmiðið að njóta Þrír landsliðsmenn og þrjár landsliðskonur mínu svo ferðast til Malasíu í næstu viku áður en leiðin liggur til Indónesíu þar sem heimsmeistaramótið mun fara fram, í höfuðborginni Jakarta, dagana 19. - 25. október. „Það eru allir frekar spenntir, að fara á stað sem maður myndi annars ekki ferðast til“ segir landsliðskonan Thelma Aðalsteinsdóttir. Kvennalandslið Íslands á HM 2025. Fimleikasamband Íslands „[Markmiðið] er að njóta þess að vera þarna. Það er ekkert undir þannig að við förum bara út og gerum okkar æfingar, það er alveg hægt að komast í úrslit en það eru rosalega margir að keppa þarna. Þannig að við bara gerum okkar og sjáum hvað gerist.“ Brjálað að gera en Balí bíður Samhliða fimleikaferlinum er Thelma í lyfjafræðinámi. Hún fer því beint úr verkefnaviku í háskólanum á heimsmeistaramótið í Indónesíu, en ætlar að slaka vel á eftir það. „Þetta er alveg frekar mikið og reynir mikið á hausinn, að vilja gera bæði hundrað prósent er erfitt og tekur dálítið á… Ég ætla að vera í viku á Balí eftir mótið og er mjög spennt fyrir því.“ Lilja frumsýndi í París Landsliðið keppti á heimsbikarmóti í París í Frakklandi í síðasta mánuði en þar framkvæmdi Ágúst Ingi Davíðsson stórglæsilega hringjaseríu, Atli Snær Valgeirsson var hársbreidd frá úrslitum, Hildur Maja Guðmundsdóttir framkvæmdi flotta æfingu á slá, Thelma Aðalsteinsdóttir tryllti höllina með frábærum gólfæfingum og erfiðri sláaræfingu, Lilja Katrín Gunnarsdóttir lokaði svo deginum með frumsýningu á nýrri gólfæfingu. Lilja Katrín segir betur frá nýju gólfæfingunni og markmiðum sínum á heimsmeistaramótinu í viðtalinu hér fyrir neðan. Klippa: Lilja Katrín frumsýndi nýja gólfæfingu í París Fimleikar Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
„Þeir eru búnir að hanna forrit, þannig að við getum bara verið hér á þessari eyju og gert okkar æfingar. Við tökum upp og svo eru dómarar einhvers staðar úti í heimi sem dæma þetta hjá okkur“ segir landsliðsþjálfarinn Róbert Kristmannsson. Karlalandslið Íslands á HM 2025.Fimleikasamband Íslands „Best væri náttúrulega að ferðast á öll mót, en það getur reynst kostnaðarsamt þannig að við erum að nýta þetta eins mikið og við mögulega getum. Þetta er nýtt af nálinni, búið að vera í kannski eitt og hálft eða tvö ár og við höfum tekið þátt í nokkrum svona mótum.“ Markmiðið að njóta Þrír landsliðsmenn og þrjár landsliðskonur mínu svo ferðast til Malasíu í næstu viku áður en leiðin liggur til Indónesíu þar sem heimsmeistaramótið mun fara fram, í höfuðborginni Jakarta, dagana 19. - 25. október. „Það eru allir frekar spenntir, að fara á stað sem maður myndi annars ekki ferðast til“ segir landsliðskonan Thelma Aðalsteinsdóttir. Kvennalandslið Íslands á HM 2025. Fimleikasamband Íslands „[Markmiðið] er að njóta þess að vera þarna. Það er ekkert undir þannig að við förum bara út og gerum okkar æfingar, það er alveg hægt að komast í úrslit en það eru rosalega margir að keppa þarna. Þannig að við bara gerum okkar og sjáum hvað gerist.“ Brjálað að gera en Balí bíður Samhliða fimleikaferlinum er Thelma í lyfjafræðinámi. Hún fer því beint úr verkefnaviku í háskólanum á heimsmeistaramótið í Indónesíu, en ætlar að slaka vel á eftir það. „Þetta er alveg frekar mikið og reynir mikið á hausinn, að vilja gera bæði hundrað prósent er erfitt og tekur dálítið á… Ég ætla að vera í viku á Balí eftir mótið og er mjög spennt fyrir því.“ Lilja frumsýndi í París Landsliðið keppti á heimsbikarmóti í París í Frakklandi í síðasta mánuði en þar framkvæmdi Ágúst Ingi Davíðsson stórglæsilega hringjaseríu, Atli Snær Valgeirsson var hársbreidd frá úrslitum, Hildur Maja Guðmundsdóttir framkvæmdi flotta æfingu á slá, Thelma Aðalsteinsdóttir tryllti höllina með frábærum gólfæfingum og erfiðri sláaræfingu, Lilja Katrín Gunnarsdóttir lokaði svo deginum með frumsýningu á nýrri gólfæfingu. Lilja Katrín segir betur frá nýju gólfæfingunni og markmiðum sínum á heimsmeistaramótinu í viðtalinu hér fyrir neðan. Klippa: Lilja Katrín frumsýndi nýja gólfæfingu í París
Fimleikar Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira