Golf

„Heimsku­legt og asna­legt hjá mér“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var ekki auðvelt að vera Rory McIlroy á Ryderbikarnum en hér er hann með liðsfélaga sínum Tommy Fleetwood. Til hliðar má sjá grínistann Heather McMahan.
Það var ekki auðvelt að vera Rory McIlroy á Ryderbikarnum en hér er hann með liðsfélaga sínum Tommy Fleetwood. Til hliðar má sjá grínistann Heather McMahan. EPA/ERIK S. LESSER/@heatherkmcmahan

Þulurinn á Ryderbikarnum hefur beðist afsökunar á því að hafa tekið þátt í dónalegum og klúrum söng um Rory McIlroy á meðan keppninni stóð um síðustu helgi.

Uppátæki hennar vakti hörð viðbrögð og hún sagði af sér áður en keppni hófst daginn eftir.

Þulurinn heitir Heather McMahan og hefur nú líka beðist afsökunar opinberlega. Hún starfar sem grínisti og leikari.

Á laugardeginum, næstsíðasta degi Ryder-bikarsins, þá kallaði hún „Fuck you, Rory“ í hátalarakerfið. Bandarísku áhorfendurnir þóttu fara langt yfir öll velsæmismörk til að reyna að hafa áhrif á kylfinga Evrópuliðsins sem voru lengst af að pakka bandaríska liðinu saman.

„Ég tek fulla ábyrgð á þessu sjálf. Ég vil biðja Rory afsökunar og eins allt Evrópuliðið fyrir að segja þetta. Þetta var kjánalegt hjá mér,“ sagði Heather McMahan.

„Ég byrjaði ekki sönginn og ég vil bara að það sé á hreinu. Ég byrjaði ekki á þessu en hvernig sem ég kom að þessum söng og þótt að ég hafi aðeins sagt þetta einu sinni þá var heimskulegt og asnalegt hjá mér,“ sagði McMahan.

McIlroy sjálfur þurfti að biðja áhorfendur um að hætta þessu áður en hann sló högg sitt á fimmtándu holunni.

Evrópuliðið náði upp mikilli forystu en var næstum því búið að missa það frá sér á lokadeginum. Evrópubúarnir héldu út og unnu Ryderbikarnum annað árið í röð og í fyrsta sinn á bandarískri grundu siðan 2012.


Tengdar fréttir

Sagði áhorfanda að nagl­halda kjafti

Rory McIlroy fékk sig fullsaddan af frammíköllum bandarískra áhorfenda á Ryder-bikarnum í dag þegar hann svaraði þeim fullum hálsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×