Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2025 13:24 Jóhann Berg Guðmundsson hefur spilað 99 A-landsleiki og var fyrirliði liðsins. Getty/Filip Filipovic Jóhann Berg Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, þarf áfram að bíða eftir því að spila sinn hundraðasta A-landsleik í fótbolta. Aðrir leikmenn standa honum framar í dag, segir Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari. Þetta sagði Arnar á blaðamannafundi í dag þegar hann kynnti landsliðshópinn sem mætir Úkraínu og Frakklandi á troðfullum Laugardalsvelli 10. og 13. október, í undankeppni HM. Fundinn má sjá hér að neðan. Jóhann missti af síðustu landsleikjum, 5-0 sigrinum gegn Aserbaísjan og 2-1 tapinu gegn Frakklandi, en hefur verið að spila með sínu liði í Sameinuðu arabísku furstadæmunum að undanförnu. Meiðsli eru því ekki ástæðan fyrir því að hann var ekki valinn að þessu sinni: „Síðasti gluggi fór mjög vel og hópurinn stóð sína vakt með gríðarlega góðum hætti. Við reyndum að hreyfa sem minnst við hópnum. Tvær breytingar en leikmenn sem eru að spila í hans stöðu eru framar að þessu sinni,“ sagði Arnar. Aðspurður hvernig Jóhann hefði tekið því svaraði Arnar: „Ég tilkynnti honum þetta ekki.“ Arnar valdi hins vegar Aron Einar Gunnarsson í liðið en Aron missti af síðustu landsleikjum vegna meiðsla. Hjörtur Hermannsson, sem var kallaður inn vegna meiðsla í síðustu leikjum, fær hins vegar ekki sæti í hópnum: „Ég vil hrósa honum [Hirti] gríðarlega mikið. Hann kom inn af mikilli fagmennsku og það var súrt að skilja hann eftir núna. Heill Aron er mjög mikilvægur fyrir okkur. Hann er búinn að spila mikið núna og er í góðu standi,“ sagði Arnar. Willum Þór Willumsson er ekki með núna en hann meiddist í síðasta landsliðsverkefni. Andri Fannar Baldursson fær hins vegar sæti á ný í hópnum eftir nokkra bið: „Willum höfum við séð fyrir okkur sem pivot í okkar verkefnum og það er staða sem ég tel hann geta leyst vel með landsliðinu. Við völdum annan pivot í Andra Fannari og það er lógískt. Hann var að spila á San Siro 18 ára og það biðu hans bjartar vonir og væntingar. Svo koma meiðsli og annað en nú er hann kominn á gott ról. Ég fagna því að hann sé kominn aftur til móts við hópinn, aðeins 23 ára,“ sagði Arnar. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira
Þetta sagði Arnar á blaðamannafundi í dag þegar hann kynnti landsliðshópinn sem mætir Úkraínu og Frakklandi á troðfullum Laugardalsvelli 10. og 13. október, í undankeppni HM. Fundinn má sjá hér að neðan. Jóhann missti af síðustu landsleikjum, 5-0 sigrinum gegn Aserbaísjan og 2-1 tapinu gegn Frakklandi, en hefur verið að spila með sínu liði í Sameinuðu arabísku furstadæmunum að undanförnu. Meiðsli eru því ekki ástæðan fyrir því að hann var ekki valinn að þessu sinni: „Síðasti gluggi fór mjög vel og hópurinn stóð sína vakt með gríðarlega góðum hætti. Við reyndum að hreyfa sem minnst við hópnum. Tvær breytingar en leikmenn sem eru að spila í hans stöðu eru framar að þessu sinni,“ sagði Arnar. Aðspurður hvernig Jóhann hefði tekið því svaraði Arnar: „Ég tilkynnti honum þetta ekki.“ Arnar valdi hins vegar Aron Einar Gunnarsson í liðið en Aron missti af síðustu landsleikjum vegna meiðsla. Hjörtur Hermannsson, sem var kallaður inn vegna meiðsla í síðustu leikjum, fær hins vegar ekki sæti í hópnum: „Ég vil hrósa honum [Hirti] gríðarlega mikið. Hann kom inn af mikilli fagmennsku og það var súrt að skilja hann eftir núna. Heill Aron er mjög mikilvægur fyrir okkur. Hann er búinn að spila mikið núna og er í góðu standi,“ sagði Arnar. Willum Þór Willumsson er ekki með núna en hann meiddist í síðasta landsliðsverkefni. Andri Fannar Baldursson fær hins vegar sæti á ný í hópnum eftir nokkra bið: „Willum höfum við séð fyrir okkur sem pivot í okkar verkefnum og það er staða sem ég tel hann geta leyst vel með landsliðinu. Við völdum annan pivot í Andra Fannari og það er lógískt. Hann var að spila á San Siro 18 ára og það biðu hans bjartar vonir og væntingar. Svo koma meiðsli og annað en nú er hann kominn á gott ról. Ég fagna því að hann sé kominn aftur til móts við hópinn, aðeins 23 ára,“ sagði Arnar.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira