Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. september 2025 23:31 Félagarnir McGinn og Villi. Skotinn stóð víst á tám þegar myndin var tekin. VARsjáin Vilhjálmur Hallsson, oft kenndur við hlaðvarpið Steve dagskrá, var gestur síðasta þáttar af VARsjánni. Þar deildi hann sögu af sér og John McGinn, fyrirliða Aston Villa – uppáhaldslið Villa – á Villa Park. Vilhjálmur hefur alla tíð verið mikill stuðningsmaður Aston Villa og því ákvað hann að skella sér á Villa Park með góðvini sínum Árna Guðna – bróðir Atla Guðna – þegar tækifæri gafst. Klippa: VARsjáin: Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund á Villa Park „Ef þú reddar miða þá kem ég, ekki spurning. Og hann deliveraði deginum eftir. Við förum út og það kemur í ljós að Marc McAusland, sem var þá fyrirliðinn hans hjá ÍR, er mikill vinur John McGinn. McAusland var fyrirliði St. Mirren þegar McGinn var þar.“ „Svo erum við komnir út, ætluðum að horfa á leikinn í venjulegum sætum en þá hendir McGinn okkur í boxið sitt. Hann er meiddur og við horfum saman á leikinn, erum þarna saman fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Hann var mjög mikið að spyrja mig út í af hverju ég held með Villa og allt það. Ég segi honum að ég eigi tvo stráka sem fagna mörkunum sínum svona (eins og McGinn fagnar alltaf) á öllum mótum.“ Fagnið umrædda.EPA/TIM KEETON Í kjölfarið segir Villi að annar af sonum hans hafi byrjað að hringja Facetime í sig, hann hafi vitað að eitthvað væri í gangi. Þegar sonurinn hafði hringt þrívegis án þess að Villi hafi svarað tók McGinn til sinna ráða. „Hann horfir á mig, þarna er hann búinn að spyrja mig út í strákana og allt, og segir give me the phone. Svo svarar hann. Strákurinn talaði við hann Facetime, sjö aðrir vinir hans bakvið að segja „shit hann er að tala við John McGinn.“ Ég fæ gæsahúð.“ „Ótrúleg týpa, geggjaður leikmaður og ég lít á hann sem vin,“ sagði Villi kíminn að endingu. Í VARsjánni eru helstu mál helgarinnar í enska boltanum gerð upp af þeim Stefáni Árna Pálssyni og Alberti Brynjari Ingasyni. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Enski boltinn VARsjáin Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira
Vilhjálmur hefur alla tíð verið mikill stuðningsmaður Aston Villa og því ákvað hann að skella sér á Villa Park með góðvini sínum Árna Guðna – bróðir Atla Guðna – þegar tækifæri gafst. Klippa: VARsjáin: Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund á Villa Park „Ef þú reddar miða þá kem ég, ekki spurning. Og hann deliveraði deginum eftir. Við förum út og það kemur í ljós að Marc McAusland, sem var þá fyrirliðinn hans hjá ÍR, er mikill vinur John McGinn. McAusland var fyrirliði St. Mirren þegar McGinn var þar.“ „Svo erum við komnir út, ætluðum að horfa á leikinn í venjulegum sætum en þá hendir McGinn okkur í boxið sitt. Hann er meiddur og við horfum saman á leikinn, erum þarna saman fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Hann var mjög mikið að spyrja mig út í af hverju ég held með Villa og allt það. Ég segi honum að ég eigi tvo stráka sem fagna mörkunum sínum svona (eins og McGinn fagnar alltaf) á öllum mótum.“ Fagnið umrædda.EPA/TIM KEETON Í kjölfarið segir Villi að annar af sonum hans hafi byrjað að hringja Facetime í sig, hann hafi vitað að eitthvað væri í gangi. Þegar sonurinn hafði hringt þrívegis án þess að Villi hafi svarað tók McGinn til sinna ráða. „Hann horfir á mig, þarna er hann búinn að spyrja mig út í strákana og allt, og segir give me the phone. Svo svarar hann. Strákurinn talaði við hann Facetime, sjö aðrir vinir hans bakvið að segja „shit hann er að tala við John McGinn.“ Ég fæ gæsahúð.“ „Ótrúleg týpa, geggjaður leikmaður og ég lít á hann sem vin,“ sagði Villi kíminn að endingu. Í VARsjánni eru helstu mál helgarinnar í enska boltanum gerð upp af þeim Stefáni Árna Pálssyni og Alberti Brynjari Ingasyni. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Enski boltinn VARsjáin Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira