Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. september 2025 11:01 KR-ingar eru í erfiðri stöðu í Bestu deild karla. vísir/diego Sérfræðingar Stúkunnar eiga erfitt með að sjá KR koma sér upp úr fallsæti og finnst líklegt að liðið falli í næstefstu deild í fyrsta sinn síðan 1977. KR tapaði fyrir KA, 4-2, í fyrsta leik sínum eftir tvískiptinguna í Bestu deild karla. Þegar fjórar umferðir eru eftir eru KR-ingar með 24 stig, einu stigi frá öruggu sæti. Í Stúkunni í gær spurði Guðmundur Benediktsson sérfræðinga sína, þá Baldur Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, hvort eitthvað benti til þess að KR væri á leið upp úr fallsæti. „Nei, alls ekki. Þeir eru bara komnir á þann stað að það er alveg sama þótt hann hefði farið í 5-4-1 í þessum leik á móti KA, það hefði samt alltaf verið erfiður leikur því sjálfstraustið er ekkert. Eins og Albert fór yfir; góður fyrri hálfleikur, vondur seinni hálfleikur. Það er líka búið að vera þannig í allt sumar. Eftir fyrstu 4-5 leikina hafa þeir aldrei náð að tengja saman heilar níutíu mínútur. Það kemur alltaf slæmur kafli og þá fá þeir á sig mark. Þeir eru jafnvel frábærir á köflum en núna er staðan orðin þannig að þetta er orðið verra og verra og verra,“ sagði Baldur. Klippa: Stúkan - umræða um stöðu KR „Það þarf svo lítið til, þeir eru svo brothættir, þannig ég sé það ekki gerast að þeir komist upp úr fallsæti. Það gæti endað þannig að þeir fari í úrslitaleik á móti Vestra í lokin og þá er þetta bara spurning um taugar. En eins og þetta lítur út núna eru þeir á mjög slæmum stað og mjög ólíklegt að þeir fari upp úr fallsæti.“ Sér þetta ekki enda vel Sóknarsinnað upplegg Óskars Hrafns hefur verið mikið til umræðu í sumar en Albert benti á að KR hefði náð í síðustu stigin sín í leikjum þar sem liðið var aðeins varfærnara í sinni nálgun. „Þegar maður horfir á hvaðan þessi síðustu stig hafa komið hjá þeim, þessi síðustu sjö stig, er það þegar liðið vék aðeins frá hugmyndafræðinni. Óskar var mjög ósáttur eftir sigurinn á móti Fram en þetta eru þessi sjö stig. Jafntefli á móti Vestra. Það var allt annað KR-lið en við höfum séð í flestöllum leikjum í sumar,“ sagði Albert. „Sigurinn á móti Aftureldingu, ef maður notar tískuorðið þjást, þeir gerðu það síðustu tíu mínúturnar. Og svo þessi þrjú stig á móti Fram. Ef þeir ekki allavega aðeins til baka í það sér maður þetta ekkert enda vel hjá þeim.“ Næsti leikur KR er gegn ÍA á Akranesi á sunnudaginn. Skagamenn hafa unnið þrjá leiki í röð. Umræðuna úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Afdrifarík mistök dómara í stórleik Vals og Breiðabliks í Bestu deild karla í gærkvöld voru til umræðu í Stúkunni strax eftir leik. Menn voru sammála um að vítaspyrnudómurinn í lokin hefði verið réttur en voru furðu lostnir yfir aðdragandanum. 23. september 2025 08:32 Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur. 21. september 2025 20:00 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Sjá meira
KR tapaði fyrir KA, 4-2, í fyrsta leik sínum eftir tvískiptinguna í Bestu deild karla. Þegar fjórar umferðir eru eftir eru KR-ingar með 24 stig, einu stigi frá öruggu sæti. Í Stúkunni í gær spurði Guðmundur Benediktsson sérfræðinga sína, þá Baldur Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, hvort eitthvað benti til þess að KR væri á leið upp úr fallsæti. „Nei, alls ekki. Þeir eru bara komnir á þann stað að það er alveg sama þótt hann hefði farið í 5-4-1 í þessum leik á móti KA, það hefði samt alltaf verið erfiður leikur því sjálfstraustið er ekkert. Eins og Albert fór yfir; góður fyrri hálfleikur, vondur seinni hálfleikur. Það er líka búið að vera þannig í allt sumar. Eftir fyrstu 4-5 leikina hafa þeir aldrei náð að tengja saman heilar níutíu mínútur. Það kemur alltaf slæmur kafli og þá fá þeir á sig mark. Þeir eru jafnvel frábærir á köflum en núna er staðan orðin þannig að þetta er orðið verra og verra og verra,“ sagði Baldur. Klippa: Stúkan - umræða um stöðu KR „Það þarf svo lítið til, þeir eru svo brothættir, þannig ég sé það ekki gerast að þeir komist upp úr fallsæti. Það gæti endað þannig að þeir fari í úrslitaleik á móti Vestra í lokin og þá er þetta bara spurning um taugar. En eins og þetta lítur út núna eru þeir á mjög slæmum stað og mjög ólíklegt að þeir fari upp úr fallsæti.“ Sér þetta ekki enda vel Sóknarsinnað upplegg Óskars Hrafns hefur verið mikið til umræðu í sumar en Albert benti á að KR hefði náð í síðustu stigin sín í leikjum þar sem liðið var aðeins varfærnara í sinni nálgun. „Þegar maður horfir á hvaðan þessi síðustu stig hafa komið hjá þeim, þessi síðustu sjö stig, er það þegar liðið vék aðeins frá hugmyndafræðinni. Óskar var mjög ósáttur eftir sigurinn á móti Fram en þetta eru þessi sjö stig. Jafntefli á móti Vestra. Það var allt annað KR-lið en við höfum séð í flestöllum leikjum í sumar,“ sagði Albert. „Sigurinn á móti Aftureldingu, ef maður notar tískuorðið þjást, þeir gerðu það síðustu tíu mínúturnar. Og svo þessi þrjú stig á móti Fram. Ef þeir ekki allavega aðeins til baka í það sér maður þetta ekkert enda vel hjá þeim.“ Næsti leikur KR er gegn ÍA á Akranesi á sunnudaginn. Skagamenn hafa unnið þrjá leiki í röð. Umræðuna úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Afdrifarík mistök dómara í stórleik Vals og Breiðabliks í Bestu deild karla í gærkvöld voru til umræðu í Stúkunni strax eftir leik. Menn voru sammála um að vítaspyrnudómurinn í lokin hefði verið réttur en voru furðu lostnir yfir aðdragandanum. 23. september 2025 08:32 Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur. 21. september 2025 20:00 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Sjá meira
Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Afdrifarík mistök dómara í stórleik Vals og Breiðabliks í Bestu deild karla í gærkvöld voru til umræðu í Stúkunni strax eftir leik. Menn voru sammála um að vítaspyrnudómurinn í lokin hefði verið réttur en voru furðu lostnir yfir aðdragandanum. 23. september 2025 08:32
Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur. 21. september 2025 20:00