Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2025 15:00 ÍA hefur fengið sextán stig í ellefu leikjum síðan Lárus Orri Sigurðsson tók við liðinu fyrir þremur mánuðum. vísir/diego Eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð er ÍA komið upp úr fallsæti í Bestu deild karla. Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari Skagamanna, hefur notað sama byrjunarliðið í öllum þessum þremur leikjum. ÍA vann 0-4 útisigur á Vestra á laugardaginn í fyrsta leik sínum eftir tvískiptinguna. Með sigrinum komust Skagamenn upp úr fallsæti í fyrsta sinn síðan í 6. umferð. Skagamenn töpuðu fyrir Eyjamönnum, 2-0, 31. ágúst. Það var þriðja tap ÍA í röð og liðið var þá átta stigum frá öruggu sæti. Eftir landsleikjahléið átti ÍA frestaðan leik gegn Breiðabliki á heimavelli 11. september. Lárus Orri gerði fjórar breytingar á byrjunarliði Skagamanna og hitti á réttu blönduna því hans menn unnu Íslandsmeistarana, 3-0. Í lokaumferðinni fyrir tvískiptinguna tefldi Lárus Orri fram sama byrjunarliði og ÍA sigraði Aftureldingu, 3-1, þrátt fyrir að hafa lent undir. Skagamenn komust fyrir vikið upp úr botnsæti deildarinnar þar sem þeir höfðu verið samfleytt frá 16. umferð. Á laugardaginn fóru Skagamenn svo á Ísafjörð og tóku bikarmeistarana í karphúsið, 0-4, og lyftu sér upp úr fallsæti. KR-ingar töpuðu fyrir KA-mönnum í gær, 4-2, og mistókst að endurheimta 10. sætið. ÍA er því með örlögin í sínum höndum fyrir síðustu fjóra leikina, eitthvað sem var nánast óhugsandi fyrir rúmri viku. KR er einmitt næsti andstæðingur ÍA en liðin eigast við á Akranesi á sunnudaginn. Skagamenn sigruðu KR-inga á heimavelli 14. júlí, 1-0, en unnu síðan ekki í fimm leikjum í röð. Síðan Lárus Orri tók við ÍA 21. júní hefur hann stýrt liðinu í ellefu leikjum. Fimm þeirra hafa unnist, einn endað með jafntefli og fimm tapast. ÍA hefur aðeins fengið á sig tólf mörk í þessum ellefu leikjum (1,1 að meðaltali í leik) en fékk á sig 31 mark í fyrstu tólf leikjunum í Bestu deildinni (2,6 að meðaltali í leik). Rúnar Már Sigurjónsson hefur átt góða innkomu í vörn ÍA.vísir/diego Í síðustu þremur leikjum hefur ÍA spilað 4-3-3. Rúnar Már Sigurjónsson var færður í stöðu miðvarðar, við hlið Baldvins Þór Berndsen sem skoraði gegn Vestra. Jón Gísli Eyland Gíslason og Johannes Vall hafa verið bakverðir, Ísak Máni Guðjónsson, Marko Vardic og Haukur Andri Haraldsson á miðjunni, Gísli Laxdal Unnarsson á hægri kantinum, Ómar Björn Stefánsson á þeim vinstri og Viktor Jónsson fremstur. ÍA á eftir að mæta KR og Aftureldingu á heimavelli og ÍBV og KA á útivelli. Skagamenn eru nú með 25 stig, einu stigi meira en KR-ingar sem eru í 11. sætinu. Mosfellingar eru á botninum með 22 stig en Vestramenn í 9. sætinu með 27 stig. Þeir hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum og fengið á sig samtals þrettán mörk í þeim. Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ ÍA sigraði Vestra 0-4 á Ísafirði í dag og heldur áfram markaveislu síðustu tveggja leikja liðsins. Þrjú mikilvæg stig fyrir ÍA í farteskið og hafa þeir náð að lyfta sér upp úr fallsæti í bili allavega. 20. september 2025 19:00 Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti ÍA tryggði sér þrjú mikilvæg stig í Bestu deild karla þegar liðið lyfti sér upp úr fallsæti með 0-4 útisigri á Vestra á Ísafirði í dag. Mistök í vörn heimamanna urðu til þess að gestirnir gátu ekki hætt að skora. 20. september 2025 15:15 Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira
ÍA vann 0-4 útisigur á Vestra á laugardaginn í fyrsta leik sínum eftir tvískiptinguna. Með sigrinum komust Skagamenn upp úr fallsæti í fyrsta sinn síðan í 6. umferð. Skagamenn töpuðu fyrir Eyjamönnum, 2-0, 31. ágúst. Það var þriðja tap ÍA í röð og liðið var þá átta stigum frá öruggu sæti. Eftir landsleikjahléið átti ÍA frestaðan leik gegn Breiðabliki á heimavelli 11. september. Lárus Orri gerði fjórar breytingar á byrjunarliði Skagamanna og hitti á réttu blönduna því hans menn unnu Íslandsmeistarana, 3-0. Í lokaumferðinni fyrir tvískiptinguna tefldi Lárus Orri fram sama byrjunarliði og ÍA sigraði Aftureldingu, 3-1, þrátt fyrir að hafa lent undir. Skagamenn komust fyrir vikið upp úr botnsæti deildarinnar þar sem þeir höfðu verið samfleytt frá 16. umferð. Á laugardaginn fóru Skagamenn svo á Ísafjörð og tóku bikarmeistarana í karphúsið, 0-4, og lyftu sér upp úr fallsæti. KR-ingar töpuðu fyrir KA-mönnum í gær, 4-2, og mistókst að endurheimta 10. sætið. ÍA er því með örlögin í sínum höndum fyrir síðustu fjóra leikina, eitthvað sem var nánast óhugsandi fyrir rúmri viku. KR er einmitt næsti andstæðingur ÍA en liðin eigast við á Akranesi á sunnudaginn. Skagamenn sigruðu KR-inga á heimavelli 14. júlí, 1-0, en unnu síðan ekki í fimm leikjum í röð. Síðan Lárus Orri tók við ÍA 21. júní hefur hann stýrt liðinu í ellefu leikjum. Fimm þeirra hafa unnist, einn endað með jafntefli og fimm tapast. ÍA hefur aðeins fengið á sig tólf mörk í þessum ellefu leikjum (1,1 að meðaltali í leik) en fékk á sig 31 mark í fyrstu tólf leikjunum í Bestu deildinni (2,6 að meðaltali í leik). Rúnar Már Sigurjónsson hefur átt góða innkomu í vörn ÍA.vísir/diego Í síðustu þremur leikjum hefur ÍA spilað 4-3-3. Rúnar Már Sigurjónsson var færður í stöðu miðvarðar, við hlið Baldvins Þór Berndsen sem skoraði gegn Vestra. Jón Gísli Eyland Gíslason og Johannes Vall hafa verið bakverðir, Ísak Máni Guðjónsson, Marko Vardic og Haukur Andri Haraldsson á miðjunni, Gísli Laxdal Unnarsson á hægri kantinum, Ómar Björn Stefánsson á þeim vinstri og Viktor Jónsson fremstur. ÍA á eftir að mæta KR og Aftureldingu á heimavelli og ÍBV og KA á útivelli. Skagamenn eru nú með 25 stig, einu stigi meira en KR-ingar sem eru í 11. sætinu. Mosfellingar eru á botninum með 22 stig en Vestramenn í 9. sætinu með 27 stig. Þeir hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum og fengið á sig samtals þrettán mörk í þeim.
Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ ÍA sigraði Vestra 0-4 á Ísafirði í dag og heldur áfram markaveislu síðustu tveggja leikja liðsins. Þrjú mikilvæg stig fyrir ÍA í farteskið og hafa þeir náð að lyfta sér upp úr fallsæti í bili allavega. 20. september 2025 19:00 Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti ÍA tryggði sér þrjú mikilvæg stig í Bestu deild karla þegar liðið lyfti sér upp úr fallsæti með 0-4 útisigri á Vestra á Ísafirði í dag. Mistök í vörn heimamanna urðu til þess að gestirnir gátu ekki hætt að skora. 20. september 2025 15:15 Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira
„Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ ÍA sigraði Vestra 0-4 á Ísafirði í dag og heldur áfram markaveislu síðustu tveggja leikja liðsins. Þrjú mikilvæg stig fyrir ÍA í farteskið og hafa þeir náð að lyfta sér upp úr fallsæti í bili allavega. 20. september 2025 19:00
Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti ÍA tryggði sér þrjú mikilvæg stig í Bestu deild karla þegar liðið lyfti sér upp úr fallsæti með 0-4 útisigri á Vestra á Ísafirði í dag. Mistök í vörn heimamanna urðu til þess að gestirnir gátu ekki hætt að skora. 20. september 2025 15:15