Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2025 13:30 Pep Guardiola, knattspyrnstjóri Manchester City, ræðir við Tijjani Reijnders. epa/VINCE MIGNOTT Farið var yfir breytta og varfærnari nálgun Peps Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, í Sunnudagsmessunni. City gerði 1-1 jafntefli við Arsenal á Emirates í gær. City-menn komust yfir með marki Erlings Haaland snemma leiks og vörðust af miklum móð eftir það. City var aðeins 32,8 prósent með boltann sem er það minnsta sem lið undir stjórn Guardiolas hefur verið með á stjóraferli hans. Ólafur Kristjánsson og Adda Baldursdóttir fóru í saumana á þessari breyttu nálgun Guardiolas. „Þetta var 7-3-0 á tímabili. Þeir féllu niður í tvær línur varnarlega. Þarna eru kantmennirnir, Bernardo og Doku, komnir utan á varnarlínuna raunverulegu. Það eru þrír fyrir framan sem eru með aðra línu. Þeir þurfa að dekka breiddina, þessi hlaup sem koma en gefa eftir þessi svæði sem Arsenal er í núna. Þetta höfum við ekki séð City gera undir Guardiola,“ sagði Ólafur. „Við höfum séð City vera mikið með boltann og jafnvel verjast með boltann. Þetta hefur breyst. Hann var með mikla pressu en eftir tímabilið í fyrra, þar sem flest fór í skrúfuna, er hann að reyna að stíga til baka úr því.“ Klippa: Sunnudagsmessan - umræða um upplegg City Ólafur sagði City hefði færst aftar í seinni hálfleiknum en jöfnunarmarkið sem Gabriel Martinelli skoraði hafi ekki komið vegna þess hversu aftarlega vörn gestanna var. „Markið kemur ekki því þeir eru að liggja svona. Þar eru þeir komnir framar og það kemur gott hlaup frá Martinelli milli Aké og Gvardiol,“ sagði Ólafur sem sagði að það hefði raskað jafnvæginu í liði City hversu marga varnarmenn Guardiola var með inni á vellinum undir lokin. „Þeir treysta ekki hvor öðrum og frábært hlaup og frábær sending. Donnarumma er líka fangaður í einkis manns landi þar sem það sem Guardiola var að reyna; þeim var svolítið refsað fyrir það fannst mér.“ City er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stig eftir fyrstu fimm leikina. Innslagið úr Sunnudagsmessunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Markið sem Erling Haaland skoraði gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær var sögulegt. Ekki gátu þó allir samglaðst þessum 25 ára Norðmanni sem birti skjáskot af morðhótun sem honum barst. 22. september 2025 10:02 Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Svíinn ungi Lucas Bergvall braut reglu sem sjaldan er notuð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina og sérfræðingar Sunnudagsmessunnar á Sýn Sport höfðu gaman af. 22. september 2025 09:00 Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Liverpool er með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að eins fimm umferðir. Allt það helsta úr fimmtu umferð, þar sem stórleikur Arsenal og Manchester City stóð upp úr, má sjá á Vísi. 22. september 2025 07:29 Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Mikel Arteta er fyrsti þjálfari sögunnar til að spila fimm deildarleiki í röð gegn liði Pep Guardiola án þess að tapa. Skytturnar hans Arteta gerðu 1-1 jafntefli við Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 21. september 2025 23:17 Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, sagði 1-1 jafntefli sinna manna gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni sanngjarnt. Skytturnar voru að hans mati betri aðilinn í leik þar sem hans menn voru þreyttir eftir erfiða viku. 21. september 2025 22:32 Vildi vinna sem og byrja leikinn Gabriel Martinelli, hetja Arsenal í 1-1 jafnteflinu gegn Manchester City, sagði sína menn að sjálfsögðu hafa viljað vinna leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag. 21. september 2025 19:03 Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Það virtist lengi sem mark Erling Haaland snemma leiks ætlaði að vera munurinn í leik Arsenal og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Gabriel Martinelli jafnaði hins vegar á ögurstundu og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. 21. september 2025 17:45 Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira
City gerði 1-1 jafntefli við Arsenal á Emirates í gær. City-menn komust yfir með marki Erlings Haaland snemma leiks og vörðust af miklum móð eftir það. City var aðeins 32,8 prósent með boltann sem er það minnsta sem lið undir stjórn Guardiolas hefur verið með á stjóraferli hans. Ólafur Kristjánsson og Adda Baldursdóttir fóru í saumana á þessari breyttu nálgun Guardiolas. „Þetta var 7-3-0 á tímabili. Þeir féllu niður í tvær línur varnarlega. Þarna eru kantmennirnir, Bernardo og Doku, komnir utan á varnarlínuna raunverulegu. Það eru þrír fyrir framan sem eru með aðra línu. Þeir þurfa að dekka breiddina, þessi hlaup sem koma en gefa eftir þessi svæði sem Arsenal er í núna. Þetta höfum við ekki séð City gera undir Guardiola,“ sagði Ólafur. „Við höfum séð City vera mikið með boltann og jafnvel verjast með boltann. Þetta hefur breyst. Hann var með mikla pressu en eftir tímabilið í fyrra, þar sem flest fór í skrúfuna, er hann að reyna að stíga til baka úr því.“ Klippa: Sunnudagsmessan - umræða um upplegg City Ólafur sagði City hefði færst aftar í seinni hálfleiknum en jöfnunarmarkið sem Gabriel Martinelli skoraði hafi ekki komið vegna þess hversu aftarlega vörn gestanna var. „Markið kemur ekki því þeir eru að liggja svona. Þar eru þeir komnir framar og það kemur gott hlaup frá Martinelli milli Aké og Gvardiol,“ sagði Ólafur sem sagði að það hefði raskað jafnvæginu í liði City hversu marga varnarmenn Guardiola var með inni á vellinum undir lokin. „Þeir treysta ekki hvor öðrum og frábært hlaup og frábær sending. Donnarumma er líka fangaður í einkis manns landi þar sem það sem Guardiola var að reyna; þeim var svolítið refsað fyrir það fannst mér.“ City er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stig eftir fyrstu fimm leikina. Innslagið úr Sunnudagsmessunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Markið sem Erling Haaland skoraði gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær var sögulegt. Ekki gátu þó allir samglaðst þessum 25 ára Norðmanni sem birti skjáskot af morðhótun sem honum barst. 22. september 2025 10:02 Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Svíinn ungi Lucas Bergvall braut reglu sem sjaldan er notuð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina og sérfræðingar Sunnudagsmessunnar á Sýn Sport höfðu gaman af. 22. september 2025 09:00 Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Liverpool er með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að eins fimm umferðir. Allt það helsta úr fimmtu umferð, þar sem stórleikur Arsenal og Manchester City stóð upp úr, má sjá á Vísi. 22. september 2025 07:29 Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Mikel Arteta er fyrsti þjálfari sögunnar til að spila fimm deildarleiki í röð gegn liði Pep Guardiola án þess að tapa. Skytturnar hans Arteta gerðu 1-1 jafntefli við Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 21. september 2025 23:17 Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, sagði 1-1 jafntefli sinna manna gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni sanngjarnt. Skytturnar voru að hans mati betri aðilinn í leik þar sem hans menn voru þreyttir eftir erfiða viku. 21. september 2025 22:32 Vildi vinna sem og byrja leikinn Gabriel Martinelli, hetja Arsenal í 1-1 jafnteflinu gegn Manchester City, sagði sína menn að sjálfsögðu hafa viljað vinna leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag. 21. september 2025 19:03 Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Það virtist lengi sem mark Erling Haaland snemma leiks ætlaði að vera munurinn í leik Arsenal og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Gabriel Martinelli jafnaði hins vegar á ögurstundu og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. 21. september 2025 17:45 Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira
Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Markið sem Erling Haaland skoraði gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær var sögulegt. Ekki gátu þó allir samglaðst þessum 25 ára Norðmanni sem birti skjáskot af morðhótun sem honum barst. 22. september 2025 10:02
Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Svíinn ungi Lucas Bergvall braut reglu sem sjaldan er notuð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina og sérfræðingar Sunnudagsmessunnar á Sýn Sport höfðu gaman af. 22. september 2025 09:00
Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Liverpool er með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að eins fimm umferðir. Allt það helsta úr fimmtu umferð, þar sem stórleikur Arsenal og Manchester City stóð upp úr, má sjá á Vísi. 22. september 2025 07:29
Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Mikel Arteta er fyrsti þjálfari sögunnar til að spila fimm deildarleiki í röð gegn liði Pep Guardiola án þess að tapa. Skytturnar hans Arteta gerðu 1-1 jafntefli við Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 21. september 2025 23:17
Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, sagði 1-1 jafntefli sinna manna gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni sanngjarnt. Skytturnar voru að hans mati betri aðilinn í leik þar sem hans menn voru þreyttir eftir erfiða viku. 21. september 2025 22:32
Vildi vinna sem og byrja leikinn Gabriel Martinelli, hetja Arsenal í 1-1 jafnteflinu gegn Manchester City, sagði sína menn að sjálfsögðu hafa viljað vinna leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag. 21. september 2025 19:03
Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Það virtist lengi sem mark Erling Haaland snemma leiks ætlaði að vera munurinn í leik Arsenal og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Gabriel Martinelli jafnaði hins vegar á ögurstundu og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. 21. september 2025 17:45