Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton, Kristín Helga Sigurðardóttir, Adelina Antal, Hanna Halldórsdóttir, Sigrún Elfa Kristinsdóttir og Lowana Veal skrifa 19. september 2025 20:30 Fyrir stuttu birtist umfjöllun í Kastljósi sem hafði það að leiðarljósi að fara yfir stöðu veganisma á Íslandi í dag. Umfjöllunin var að mestu leyti byggð á reynslusögu eins einstaklings, með innslagi frá aðila úr veitingageira sem leggur mesta áherslu á kjöt- og fiskmeti. Sá eini af þrem viðmælendum sem var vegan, var varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi. Þrátt fyrir að vera heilbrigðisstarfsmaður með langa reynslu af veganisma voru svör hennar stytt til muna. Tilfinningin var sú að orð hennar hefðu verið valin til þess að passa við þá sögu sem hinir viðmælendur höfðu að segja. Ef ætlunin var að raunverulega rannsaka stöðu veganisma á Íslandi í dag, hefði verið handhægt að ræða við þá aðila sem reka vegan fyrirtæki. Elín Kristín Guðmundsdóttir, konan á bak við íslenska vörumerkið Ella Stína, hefði verið frábær viðmælandi. Hún hóf framleiðslu á vegan matvælum árið 2021 og hefur síðan þá bætt við nýju vöruúrvali á hverju ári. Stofnendur og rekstraraðilar Plöntunnar hefðu einnig verið vel við hæfi. Nýlega bættu þau við sig annarri staðsetningu í Norræna húsinu, auk þess að halda áfram blómstrandi rekstri í miðbænum. Rekstraraðilar vegan ostagerðarinnar Livefood, sem einnig er í örum vexti, hefðu líka geta haft ýmislegt til málanna að leggja. Þá er vegan veitingastaðurinn Mama yfirleitt í topp fimm yfir bestu veitingastaðina í Reykjavík á Tripadvisor. Þessir aðilar kannast ekki við samdrátt. Og þar sem minnst var á lokun Vegan búðarinnar, stærstu vegan búð Evrópu, hefði undirrituðum þótt sjálfsagt að þeirra upplifun væri tekin inn í reikninginn, en eftir að þættinum lauk lét fyrrum eigandi í sér heyra og undirstrikaði að samdráttur olli ekki lokun. Þess má til gamans geta að 31. ágúst síðastliðinn stóðu Samtök grænkera á Íslandi fyrir vegan hátíð í miðbæ Hafnarfjarðar, níunda árið í röð. Líkt og fram kom í fréttatíma RÚV það kvöldið, var hátíðin vel sótt. Vegan matur og vegan vörur ruku út, og í sumum tilfellum þurftu aðilar að loka fyrir sölu snemma vegna þess að allt hafði selst upp. Það var þó ekki lélegt val á viðmælendum sem truflaði undirritaðar mest við umfjöllun Kastljóss, heldur var það vanþekkingin sem hún einkenndist af. Veganismi er siðferðisleg afstaða sem leiðir af sér lífstíl þar sem plöntumiðað mataræði (e. plant based diet) er ekki það eina sem aðskilur grænkera frá öðrum.Veganismi snýst um skaðaminnkandi hegðun, þá sérstaklega í garð annarra lífvera. Á meðan að vísindin sýna fram á að dýr vilja almennt ekki lifa í þjáningu og/eða deyja um aldur fram í svívirðilegum aðstæðum, er veganismi leið til að takmarka þátttöku í þessum þjáningum. Hann snýst ekki um fullkomnun heldur þá hugmyndafræði að dýr eru lifandi verur sem upplifa tilfinningar, skilja aðstæður og eiga rétt á lifa án ánauðar, rétt eins og mannveran. Fyrir þann sem hefur ekki kynnt sér undirstöðu veganisma er auðvelt að falla í þá gryfju að halda að hver sá sem borðar ekki dýraafurðir sé vegan. Í þeim flokki má finna fólk sem t.d. prófar mataræðið vegna heilsunnar, umhverfissjónarmiða eða í forvitni. Það fólk er jafn líklegt til að prófa önnur mataræði og jafnvel fylgja tískustraumum í þeim efnum. Mörg þekkja eflaust einhvern sem var á plöntumiðuðu mataræði en er í dag á ketó til dæmis. Að einhverju leyti hefur dregist saman í vegan vöruúrvali í matvöruverslunum og á veitingastöðum hér á landi, eftir því sem tískustraumar í mataræði breytast. Á sama tíma hafa aldrei verið til fleiri kaffihús og veitingastaðir sem bjóða einungis, eða að mestu leyti, upp á vegan rétti. Slíkir staðir hafa því ef til vill dregið til sín viðskiptavini frá stöðum sem leggja minni metnað í slíka rétti, en halda verðlagi á þeim mjög háu. Einnig hafa margir grænkerar bent á að þeir hafa lítinn áhuga á að sækja staði sem markaðssetja sig sérstaklega fyrir kjötætur, t.d. með vali á nafni. Kjarni vegan hugmyndafræði er velferð og frelsi dýra. Daglega upplifa þau gríðarlega þjáningu í verksmiðjubúskap. Það er ekki eðlilegt að skyni borin vera dragi aldrei andann utandyra, sjái aldrei sólina, fái aldrei hvíld eða finni fyrir hlýju móður sinnar og blíðri snertingu. Svo ekki sé talað um ofbeldið af höndum manna sem þrífst á bak við luktar dyr. Barsmíðum og aðrar eins pyntingaum hafa ótal sinnum náðst á mynd. Það er vel hægt að lifa lífi þar sem þessi þjáning er ekki hluti af hverri máltíð. Við sem samfélag kennum börnunum okkar að vera góð við dýrin og vernda þau sem ekki geta varið sig sjálf. Í stað umfjöllunar um það hvort veganismi sé á undanhaldi eða ekki, gætum við spurt hvort ekki sé tímabært að fjalla um „hvers vegna er grimmd mannfólks ekki á undanhaldi?“. Höfundar eru meðlimir Samtaka grænkera á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegan Mest lesið Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu birtist umfjöllun í Kastljósi sem hafði það að leiðarljósi að fara yfir stöðu veganisma á Íslandi í dag. Umfjöllunin var að mestu leyti byggð á reynslusögu eins einstaklings, með innslagi frá aðila úr veitingageira sem leggur mesta áherslu á kjöt- og fiskmeti. Sá eini af þrem viðmælendum sem var vegan, var varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi. Þrátt fyrir að vera heilbrigðisstarfsmaður með langa reynslu af veganisma voru svör hennar stytt til muna. Tilfinningin var sú að orð hennar hefðu verið valin til þess að passa við þá sögu sem hinir viðmælendur höfðu að segja. Ef ætlunin var að raunverulega rannsaka stöðu veganisma á Íslandi í dag, hefði verið handhægt að ræða við þá aðila sem reka vegan fyrirtæki. Elín Kristín Guðmundsdóttir, konan á bak við íslenska vörumerkið Ella Stína, hefði verið frábær viðmælandi. Hún hóf framleiðslu á vegan matvælum árið 2021 og hefur síðan þá bætt við nýju vöruúrvali á hverju ári. Stofnendur og rekstraraðilar Plöntunnar hefðu einnig verið vel við hæfi. Nýlega bættu þau við sig annarri staðsetningu í Norræna húsinu, auk þess að halda áfram blómstrandi rekstri í miðbænum. Rekstraraðilar vegan ostagerðarinnar Livefood, sem einnig er í örum vexti, hefðu líka geta haft ýmislegt til málanna að leggja. Þá er vegan veitingastaðurinn Mama yfirleitt í topp fimm yfir bestu veitingastaðina í Reykjavík á Tripadvisor. Þessir aðilar kannast ekki við samdrátt. Og þar sem minnst var á lokun Vegan búðarinnar, stærstu vegan búð Evrópu, hefði undirrituðum þótt sjálfsagt að þeirra upplifun væri tekin inn í reikninginn, en eftir að þættinum lauk lét fyrrum eigandi í sér heyra og undirstrikaði að samdráttur olli ekki lokun. Þess má til gamans geta að 31. ágúst síðastliðinn stóðu Samtök grænkera á Íslandi fyrir vegan hátíð í miðbæ Hafnarfjarðar, níunda árið í röð. Líkt og fram kom í fréttatíma RÚV það kvöldið, var hátíðin vel sótt. Vegan matur og vegan vörur ruku út, og í sumum tilfellum þurftu aðilar að loka fyrir sölu snemma vegna þess að allt hafði selst upp. Það var þó ekki lélegt val á viðmælendum sem truflaði undirritaðar mest við umfjöllun Kastljóss, heldur var það vanþekkingin sem hún einkenndist af. Veganismi er siðferðisleg afstaða sem leiðir af sér lífstíl þar sem plöntumiðað mataræði (e. plant based diet) er ekki það eina sem aðskilur grænkera frá öðrum.Veganismi snýst um skaðaminnkandi hegðun, þá sérstaklega í garð annarra lífvera. Á meðan að vísindin sýna fram á að dýr vilja almennt ekki lifa í þjáningu og/eða deyja um aldur fram í svívirðilegum aðstæðum, er veganismi leið til að takmarka þátttöku í þessum þjáningum. Hann snýst ekki um fullkomnun heldur þá hugmyndafræði að dýr eru lifandi verur sem upplifa tilfinningar, skilja aðstæður og eiga rétt á lifa án ánauðar, rétt eins og mannveran. Fyrir þann sem hefur ekki kynnt sér undirstöðu veganisma er auðvelt að falla í þá gryfju að halda að hver sá sem borðar ekki dýraafurðir sé vegan. Í þeim flokki má finna fólk sem t.d. prófar mataræðið vegna heilsunnar, umhverfissjónarmiða eða í forvitni. Það fólk er jafn líklegt til að prófa önnur mataræði og jafnvel fylgja tískustraumum í þeim efnum. Mörg þekkja eflaust einhvern sem var á plöntumiðuðu mataræði en er í dag á ketó til dæmis. Að einhverju leyti hefur dregist saman í vegan vöruúrvali í matvöruverslunum og á veitingastöðum hér á landi, eftir því sem tískustraumar í mataræði breytast. Á sama tíma hafa aldrei verið til fleiri kaffihús og veitingastaðir sem bjóða einungis, eða að mestu leyti, upp á vegan rétti. Slíkir staðir hafa því ef til vill dregið til sín viðskiptavini frá stöðum sem leggja minni metnað í slíka rétti, en halda verðlagi á þeim mjög háu. Einnig hafa margir grænkerar bent á að þeir hafa lítinn áhuga á að sækja staði sem markaðssetja sig sérstaklega fyrir kjötætur, t.d. með vali á nafni. Kjarni vegan hugmyndafræði er velferð og frelsi dýra. Daglega upplifa þau gríðarlega þjáningu í verksmiðjubúskap. Það er ekki eðlilegt að skyni borin vera dragi aldrei andann utandyra, sjái aldrei sólina, fái aldrei hvíld eða finni fyrir hlýju móður sinnar og blíðri snertingu. Svo ekki sé talað um ofbeldið af höndum manna sem þrífst á bak við luktar dyr. Barsmíðum og aðrar eins pyntingaum hafa ótal sinnum náðst á mynd. Það er vel hægt að lifa lífi þar sem þessi þjáning er ekki hluti af hverri máltíð. Við sem samfélag kennum börnunum okkar að vera góð við dýrin og vernda þau sem ekki geta varið sig sjálf. Í stað umfjöllunar um það hvort veganismi sé á undanhaldi eða ekki, gætum við spurt hvort ekki sé tímabært að fjalla um „hvers vegna er grimmd mannfólks ekki á undanhaldi?“. Höfundar eru meðlimir Samtaka grænkera á Íslandi.
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun