BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Lovísa Arnardóttir skrifar 18. september 2025 15:46 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. Vísir/Ívar Fannar Stjórn BSRB fordæmir áform ríkisstjórnarinnar um að skerða réttindi starfsfólks í almannaþjónustu með afnámi áminningarskyldu. Í ályktun stjórnar BSRB segir að ríkisstjórnin ætli sér að gera þetta án samráðs við heildarsamtök launafólks og án þess að meta áhrifin með nokkrum hætti. Í ályktun frá stjórn BSRB segir að auk þessara áforma ætli ríkisstjórnin að skerða rétt launafólks til atvinnuleysistrygginga og afnema jöfnunarframlag til lífeyrissjóða vegna mismunandi örorkubyrði. Stjórnin krefst þess að ríkisstjórnin dragi öll þessi áform til baka og stuðli þannig að áframhaldandi friði á vinnumarkaði. „Stjórn BSRB ítrekar að um klárt brot á samráðsskyldu samkvæmt starfsmannalögum sé að ræða, og þeim leikreglum sem gilda samkvæmt íslenska vinnumarkaðsmódelinu,“ segir í ályktuninni. Þar kemur fram að starfsfólk almannaþjónustunnar starfi undir miklu álagi í bæði líkamlega og andlega krefjandi störfum, flest í heilbrigðis- og félagsþjónustu, menntakerfinu og á sviði öryggismála. Viðvarandi mannekla sé ein helsta áskorun í þeirra starfi og að brýnasta verkefni stjórnvalda í starfsmannamálum felist í aðgerðum til að vinna gegn manneklu, atgervisflótta, starfsmannaveltu og að draga úr veikindum vegna álags í starfi. „Í staðinn fyrir að takast á við það, ætlar ríkisstjórnin að skerða réttindi þessa hóps með fordæmalausum hætti,“ segir í ályktuninni. Þar segir að umræðu um að ekki sé hægt að segja upp starfsfólki sem ekki standi sig í starfi standist ekki skoðun. Af þeim málum sem komi á borð BSRB og dómaframkvæmd sé ljóst að núgildandi reglur séu ekki fyrirstaða við að tryggja gæði, fagmennsku og gott starfsumhverfi hjá hinu opinbera. „Markmið ákvæða um áminningu sem undanfara uppsagnar er að koma í veg fyrir að stjórnendur taki óupplýstar ákvarðanir af eigin geðþótta eða misbeiti valdi sínu, s.s. með því að hrekja gott fólk úr starfi, búa til klíkur eða með því að beita ógnarstjórnun. Það er sjálfsögð og eðlileg regla sem ætti að gilda á öllum vinnumarkaði,“ segir í ályktuninni. Kjaramál Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Í ályktun frá stjórn BSRB segir að auk þessara áforma ætli ríkisstjórnin að skerða rétt launafólks til atvinnuleysistrygginga og afnema jöfnunarframlag til lífeyrissjóða vegna mismunandi örorkubyrði. Stjórnin krefst þess að ríkisstjórnin dragi öll þessi áform til baka og stuðli þannig að áframhaldandi friði á vinnumarkaði. „Stjórn BSRB ítrekar að um klárt brot á samráðsskyldu samkvæmt starfsmannalögum sé að ræða, og þeim leikreglum sem gilda samkvæmt íslenska vinnumarkaðsmódelinu,“ segir í ályktuninni. Þar kemur fram að starfsfólk almannaþjónustunnar starfi undir miklu álagi í bæði líkamlega og andlega krefjandi störfum, flest í heilbrigðis- og félagsþjónustu, menntakerfinu og á sviði öryggismála. Viðvarandi mannekla sé ein helsta áskorun í þeirra starfi og að brýnasta verkefni stjórnvalda í starfsmannamálum felist í aðgerðum til að vinna gegn manneklu, atgervisflótta, starfsmannaveltu og að draga úr veikindum vegna álags í starfi. „Í staðinn fyrir að takast á við það, ætlar ríkisstjórnin að skerða réttindi þessa hóps með fordæmalausum hætti,“ segir í ályktuninni. Þar segir að umræðu um að ekki sé hægt að segja upp starfsfólki sem ekki standi sig í starfi standist ekki skoðun. Af þeim málum sem komi á borð BSRB og dómaframkvæmd sé ljóst að núgildandi reglur séu ekki fyrirstaða við að tryggja gæði, fagmennsku og gott starfsumhverfi hjá hinu opinbera. „Markmið ákvæða um áminningu sem undanfara uppsagnar er að koma í veg fyrir að stjórnendur taki óupplýstar ákvarðanir af eigin geðþótta eða misbeiti valdi sínu, s.s. með því að hrekja gott fólk úr starfi, búa til klíkur eða með því að beita ógnarstjórnun. Það er sjálfsögð og eðlileg regla sem ætti að gilda á öllum vinnumarkaði,“ segir í ályktuninni.
Kjaramál Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira