Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2025 17:16 Nicolas Jackson var ánægður með að komast til Bayern. Getty/M. Donato Aðeins sextán dögum eftir að hafa loks fengið það í gegn að komast að láni frá Chelsea til Bayern München gæti Nicolas Jackson gert félaginu sem á hann grikk í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Framherjinn virtist reyndar hafa verið sviptur tækifærinu til að komast til Bayern þegar Liam Delap meiddist, en á lokadegi félagaskiptagluggans komst skriður á málið að nýju og Jackson fékk ósk sína uppfyllta. BBC segir í grein sinni að Jackson hafi á þessum tíma sagst hlakka til að mæta og vonandi skora gegn Chelsea, í Meistaradeildinni. Það tækifæri gefst í München í kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma, í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay. Fylgst er með öllum leikjum í Meistaradeildarmessunni með Gumma Ben á Sýn Sport. Just 16 days after leaving on loan, Nicolas Jackson could play against Chelsea with Bayern Munich in the Champions League.Unlike Premier League rules, on-loan players are eligible to face their parent clubs in UEFA competitions.We will be there 🍿 pic.twitter.com/gkbaludruw— ESPN UK (@ESPNUK) September 17, 2025 Hinn 24 ára Jackson náði aldrei að slá almennilega í gegn hjá Chelsea og stuðningsmenn liðsins bauluðu til að mynda á hann þegar liðið var undir stjórn Mauricio Pochettino. Hann virtist svo farinn að missa traust Enzo Maresca eftir rauðu spjöldin gegn Newcastle í lok síðustu leiktíðar og Flamengo á HM félagsliða í sumar. Eftir komu Delap og Joao Pedro var minna pláss fyrir Jackson og hann endaði að lokum hjá þýska stórveldinu Bayern en þó aðeins að láni. Lánsupphæðin var reyndar mjög há, eða 14,3 milljónir punda, en vistaskiptin verða ekki varanleg nema að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. Samkvæmt þýskum miðlum þyrfti Jackson að spila minnst 40 leiki, í að lágmarki 45 mínútur hvern, til að Bayern verði að kaupa hann fyrir 56,2 milljónir punda. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Sjá meira
Framherjinn virtist reyndar hafa verið sviptur tækifærinu til að komast til Bayern þegar Liam Delap meiddist, en á lokadegi félagaskiptagluggans komst skriður á málið að nýju og Jackson fékk ósk sína uppfyllta. BBC segir í grein sinni að Jackson hafi á þessum tíma sagst hlakka til að mæta og vonandi skora gegn Chelsea, í Meistaradeildinni. Það tækifæri gefst í München í kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma, í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay. Fylgst er með öllum leikjum í Meistaradeildarmessunni með Gumma Ben á Sýn Sport. Just 16 days after leaving on loan, Nicolas Jackson could play against Chelsea with Bayern Munich in the Champions League.Unlike Premier League rules, on-loan players are eligible to face their parent clubs in UEFA competitions.We will be there 🍿 pic.twitter.com/gkbaludruw— ESPN UK (@ESPNUK) September 17, 2025 Hinn 24 ára Jackson náði aldrei að slá almennilega í gegn hjá Chelsea og stuðningsmenn liðsins bauluðu til að mynda á hann þegar liðið var undir stjórn Mauricio Pochettino. Hann virtist svo farinn að missa traust Enzo Maresca eftir rauðu spjöldin gegn Newcastle í lok síðustu leiktíðar og Flamengo á HM félagsliða í sumar. Eftir komu Delap og Joao Pedro var minna pláss fyrir Jackson og hann endaði að lokum hjá þýska stórveldinu Bayern en þó aðeins að láni. Lánsupphæðin var reyndar mjög há, eða 14,3 milljónir punda, en vistaskiptin verða ekki varanleg nema að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. Samkvæmt þýskum miðlum þyrfti Jackson að spila minnst 40 leiki, í að lágmarki 45 mínútur hvern, til að Bayern verði að kaupa hann fyrir 56,2 milljónir punda.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Sjá meira