Enski boltinn

Linsan datt út en varði samt tvö víti

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Hákon Rafn reyndist hetja Brentford þrátt fyrir að sjá illa.
Hákon Rafn reyndist hetja Brentford þrátt fyrir að sjá illa. Eddie Keogh/Getty Images

Hákon Rafn Valdimarsson var slaður og áhyggjufullur þegar vítaspyrnukeppni Brentford gegn Aston Villa hófst en þrátt fyrir að sjá illa út um annað augað stóð hann uppi sem hetjan.

Hákon átti slæman fyrri hálfleik og gaf Aston Villa mark þegar hann missti boltann milli fóta eftir skot Harvey Elliot. Hann endurheimti hins vegar álit stuðningsmanna í seinni hálfleik með frábærri frammistöðu.

Hákon varði virkilega vel í fjögur skipti í seinni hálfleik. Þar af voru tvö dauðafæri hjá Matty Cash og Morgan Rogers. Hann varð þó fyrir hnjaski og fór ekki heill inn í vítaspyrnukeppnina, linsa hafði dottið úr öðru auganu.

„Ég var frekar hræddur því linsan datt úr en þetta blessaðist allt“ sagði Hákon í viðtali við Sky Sports eftir leik.

Hákon varði tvö víti frá John McGinn og Matty Cash, sem tryggði Brentford sigurinn.

„Frábær sigur og ég er svo ánægður… Seinni hálfleikurinn var mjög góður og mér fyrri hálfleikurinn fínn eftir fyrstu fimmtán mínúturnar en við fengum óheppilegt mark á okkur, sem ég hefði kannski átt að verja en það er bara eins og það er. En ég er mjög ánægður með frammistöðuna.“

„Þegar ég varði fyrsta vítið vissi ég að við myndum komast áfram,“ sagði Hákon að lokum við Sky Sports.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×