Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. september 2025 14:21 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir Sonju Ýr og félaga í verkalýðshreyfingunni hafa verið hafða með í ráðum. Vísir Fjármálaráðherra segir áform um afnám á áminningarskyldu sem undanfara uppsagna starfsmanna ríkisins ekki fela í sér þá skerðingu sem leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar hafa fullyrt í opinberri umræðu. Hann hafnar því að hafa ekki átt í samráði við verkalýðshreyfinguna áður en áformin voru kynnt. Greint var frá því í vikunni að fjármálaráðherra hafi birt frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda þar sem áformað er að afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Áformin hafa verið harðlega gagnrýnd af verkalýðsleiðtogum sem hafa sagt áformin fela í sér einhliða skerðingu á réttindum launafólks. Þá sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB það fordæmalaust að slík skerðing væri lögð til án samráðs. Verði áfram stjórnsýsluákvörðun Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra blæs á þá gagnrýni. „Ég tek nú ekki fyllilega undir þetta. Þessar hugmyndir hafa verið kynntar fyrir verkalýðshreyfingunni. Samráð felst í því að hlusta á sjónarmið og síðan þarf að meta á hverjum tíma hvort farið er eftir þeim sjónarmiðum eða ekki en á þeirra sjónarmið hefur verið hlustað.“ Sonja hefur sagt að áminningarskylda opinberra starfsmanna tíðkist á almennum og opinberum vinnumarkaði á hinum Norðurlöndunum þar sem enginn fetti fingur út í slíkt fyrirkomulag. Daði segir það sérstaka framsetningu. „Þetta fyrirkomulag sem er á Íslandi er séríslenskt. Það er ekki í þessu sú skerðing sem verið er að gefa til kynna vegna þess að það verður áfram stjórnsýsluákvörðun að segja fólki upp, þannig það þarf að rökstyðja hana og allt það.“ Telur nýtt fyrirkomulag manneskjulegra Núverandi fyrirkomulag hafi verið við lýði í þrjátíu ár og hafi verið þeim annmörkum háð að ekki hafi verið hægt að beita því. Breytingunum sé ekki miðað gegn neinum heldur sé markmiðið að bæta kjör almennra starfsmanna ríkisins eins og kostur sé. „Þetta hefur verið svo þröngt skilyrði að fáir hafa treyst sér til að nýta það og í þeim fáu tilvikum sem það er nýtt er það raunverulega svo hart vegna þess að því er svo sjaldan beitt að þetta verður blettur á ferli viðkomandi, það er engin ástæða til þess. Fólk getur ekki hentað til ákveðinna starfa af ýmsum ástæðum, þannig ég held þvert á móti að þetta geti orðið manneskjulegra, svo vil ég minna á það að þessi breyting nær líka til stjórnenda þannig þeir eru þá líka að missa þá vörn sem felst í að þessi áminningarskylda sé nauðsynleg gagnvart þeirra störfum.“ Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Ríkisstjórnin hyggst afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Einnig stendur til að breyta ákvæðum laga um setningu í embætti, auglýsingaskyldu og greiðsludag launa. 12. september 2025 14:29 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Greint var frá því í vikunni að fjármálaráðherra hafi birt frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda þar sem áformað er að afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Áformin hafa verið harðlega gagnrýnd af verkalýðsleiðtogum sem hafa sagt áformin fela í sér einhliða skerðingu á réttindum launafólks. Þá sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB það fordæmalaust að slík skerðing væri lögð til án samráðs. Verði áfram stjórnsýsluákvörðun Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra blæs á þá gagnrýni. „Ég tek nú ekki fyllilega undir þetta. Þessar hugmyndir hafa verið kynntar fyrir verkalýðshreyfingunni. Samráð felst í því að hlusta á sjónarmið og síðan þarf að meta á hverjum tíma hvort farið er eftir þeim sjónarmiðum eða ekki en á þeirra sjónarmið hefur verið hlustað.“ Sonja hefur sagt að áminningarskylda opinberra starfsmanna tíðkist á almennum og opinberum vinnumarkaði á hinum Norðurlöndunum þar sem enginn fetti fingur út í slíkt fyrirkomulag. Daði segir það sérstaka framsetningu. „Þetta fyrirkomulag sem er á Íslandi er séríslenskt. Það er ekki í þessu sú skerðing sem verið er að gefa til kynna vegna þess að það verður áfram stjórnsýsluákvörðun að segja fólki upp, þannig það þarf að rökstyðja hana og allt það.“ Telur nýtt fyrirkomulag manneskjulegra Núverandi fyrirkomulag hafi verið við lýði í þrjátíu ár og hafi verið þeim annmörkum háð að ekki hafi verið hægt að beita því. Breytingunum sé ekki miðað gegn neinum heldur sé markmiðið að bæta kjör almennra starfsmanna ríkisins eins og kostur sé. „Þetta hefur verið svo þröngt skilyrði að fáir hafa treyst sér til að nýta það og í þeim fáu tilvikum sem það er nýtt er það raunverulega svo hart vegna þess að því er svo sjaldan beitt að þetta verður blettur á ferli viðkomandi, það er engin ástæða til þess. Fólk getur ekki hentað til ákveðinna starfa af ýmsum ástæðum, þannig ég held þvert á móti að þetta geti orðið manneskjulegra, svo vil ég minna á það að þessi breyting nær líka til stjórnenda þannig þeir eru þá líka að missa þá vörn sem felst í að þessi áminningarskylda sé nauðsynleg gagnvart þeirra störfum.“
Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Ríkisstjórnin hyggst afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Einnig stendur til að breyta ákvæðum laga um setningu í embætti, auglýsingaskyldu og greiðsludag launa. 12. september 2025 14:29 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Ríkisstjórnin hyggst afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Einnig stendur til að breyta ákvæðum laga um setningu í embætti, auglýsingaskyldu og greiðsludag launa. 12. september 2025 14:29