Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Eiður Þór Árnason skrifar 12. september 2025 14:29 Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst leggja fram umrætt frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Vísir/Ívar Fannar Ríkisstjórnin hyggst afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Einnig stendur til að breyta ákvæðum laga um setningu í embætti, auglýsingaskyldu og greiðsludag launa. Áform þess efnis hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en þau kalla á breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu eru breytingarnar sagðar liður í að stofnanir ríkisins geti „skapað starfsfólki öruggt og heilsusamlegt umhverfi.“ Ákvörðun um uppsögn og lausn um stundarsakir verði áfram stjórnvaldsákvarðanir. „Þannig er tryggt að ákvarðanir munu áfram þurfa að byggja á málefnalegum sjónarmiðum sem samræmist réttmætisreglu stjórnsýslulaga og að meðalhófs verði gætt. Starfsfólk ríkisins er í lykilhlutverki við að veita góða opinbera þjónustu og mikilvægt að stofnanir ríkisins laði að og búi yfir hæfu starfsfólki til þess að sinna opinberri þjónustu. Þannig næst fram hagkvæmni í ríkisrekstri og bætt þjónusta samfélaginu til heilla,“ segir í tilkynningunni. Í yfirlýsingu frá ASÍ, BHM, BSRB, Fíh og KÍ eru áform ríkisstjórnarinnar gagnrýnd harðlega og stjórnvöld sögð „þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins.“ Fyrirhugaðar breytingar feli í sér einhliða skerðingu á réttindum launafólks og fordæmalaust sé að stjórnvöld taki einhliða ákvörðun um breytingar á grundvallarréttindum vinnandi fólks án samráðs við verkalýðshreyfinguna. Mikið rætt um réttindi opinberra starfsmanna Nokkur umræða hefur farið fram um réttindi opinberra starfsmanna undanfarin misseri. Hafa fulltrúar Viðskiptaráðs til að mynda vakið máls á því hversu erfitt það getur verið fyrir stjórnendur opinberra stofnanna að segja upp starfsfólki vegna uppsagnarverndar og viðbótarverndar í stjórnsýslulögum. Í vor skilaði hagræðingarhópur sextíu tillögum til ríkisstjórnarinnar en meðal þeirra var ein sem snýr að því að aðlaga lög um opinbera starfsmenn að almennum vinnumarkaði. Var til að mynda lagt til að ákvæði um áminningar í starfi sem undanfara brottreksturs yrði fellt á brott í ákveðnum tilfellum. Þannig myndi myndast meiri sveigjanleiki fyrir ríkisstofnanir til að mæta breyttum aðstæðum, að mati hagræðingarhópsins. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, sagði að hagræðingartillagan kæmi greinilega frá hagsmunahópum í atvinnulífinu. Umræða um afnám áminningarskyldunnar væri ekki ný af nálinni. „En það sem er alvarlegt er auðvitað að það liggja engir útreikningar eða greiningar á bak við þessa tilteknu tillögu um þessa áminningarskyldu, og ekkert sagt um það hvað muni sparast í ríkiskerfinu ef þessi áminningarskylda verður afnumin,“ sagði Kolbrún í tengslum við tillögur hagræðingahópsins í mars. Núgildandi ráðningarvernd samræmist ekki markmiðum laga Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir að sú ráðningarvernd sem núverandi starfsmannalög mæli fyrir um samræmist hvorki upphaflegu markmiðum laganna um bætta þjónustu við almenning og að tryggt sé að hæft starfsfólk sinni almannaþjónustu. Jafnframt samræmist það ekki núverandi markmiðum stjórnvalda um bætt starfsumhverfi til handa starfsfólki ríkisins. „Vísast í þessu samhengi einkum til þess að upphaflega var áminningunni ekki ætlað að vera undanfari uppsagnar eða lausnar um stundarsakir en það breyttist í meðförum þingsins. Má því segja að löggjöfin sé að þessu leyti í þversögn við upphaflegt markmið sem snéri m.a. að því að auka hagkvæmni í ríkisrekstrinum og stuðla að bættri þjónustu hins opinbera,“ segir ráðuneytið um breytingaáformin. Falli áminningarskylda á brott muni starfsmenn áfram njóta málsmeðferðarreglna stjórnsýslulaga vegna uppsagna eða lausnar um stundarsakir sem rekja megi til starfsmannsins. Þá muni nefnd sem starfar á grundvelli starfsmannalaga áfram hafa skilgreint hlutverk í tilviki embættismanna vegna sérstöðu þeirra. Þannig verði embættismenn ekki leystir frá störfum að fullu nema að undangengnu áliti þeirra nefndar. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnumarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Verkalýðsleiðtogar segja áform um afnám áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna og tímabundinnar lausnar þeirra fela í sér einhliða skerðingu á réttindum launafólks. Með þessu þverbrjóti ríkisstjórnin leikreglur vinnumarkaðarins. Verkalýðshreyfingin muni verjast skerðingum á réttindum launafólks af hörku. 12. september 2025 15:11 Skildi ekki hvers vegna kennarinn var ekki rekinn „Það kostar 30-50 milljarða á ári að eiga í erfiðleikum með að reka opinbera starfsmenn,“ segir Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði. En hvað er til ráða? 25. júní 2025 07:01 Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Forsvarsfólk BSRB, BHM og Kennarasambands Íslands, KÍ, gagnrýna í sameiginlegri yfirlýsingu að í tillögum hagræðingarhóps stjórnvalda sé fjallað um að leggja af áminningarskyldu í lögum um starfsmenn hins opinbera. Þau segja tillöguna vanvirðingu í garð opinberra starfsmanna. 5. mars 2025 15:04 Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Viðskiptaráð birtir kolsvarta skýrslu um áhrif sem rík uppsagnarvernd opinberra starfsmanna hefur. Rík uppsagnarvernd komi meðal annars í veg fyrir að stjórnendur hjá hinu opinbera geti brugðist við slakri frammistöðu starfsmanna sem séu jafnvel verndaðir gerist þeir brotlegir í starfi. Þessir svörtu sauðir haldast í störfum sínum á kostnað skattgreiðenda og samstarfsfólks. 22. maí 2025 06:02 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Sjá meira
Áform þess efnis hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en þau kalla á breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu eru breytingarnar sagðar liður í að stofnanir ríkisins geti „skapað starfsfólki öruggt og heilsusamlegt umhverfi.“ Ákvörðun um uppsögn og lausn um stundarsakir verði áfram stjórnvaldsákvarðanir. „Þannig er tryggt að ákvarðanir munu áfram þurfa að byggja á málefnalegum sjónarmiðum sem samræmist réttmætisreglu stjórnsýslulaga og að meðalhófs verði gætt. Starfsfólk ríkisins er í lykilhlutverki við að veita góða opinbera þjónustu og mikilvægt að stofnanir ríkisins laði að og búi yfir hæfu starfsfólki til þess að sinna opinberri þjónustu. Þannig næst fram hagkvæmni í ríkisrekstri og bætt þjónusta samfélaginu til heilla,“ segir í tilkynningunni. Í yfirlýsingu frá ASÍ, BHM, BSRB, Fíh og KÍ eru áform ríkisstjórnarinnar gagnrýnd harðlega og stjórnvöld sögð „þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins.“ Fyrirhugaðar breytingar feli í sér einhliða skerðingu á réttindum launafólks og fordæmalaust sé að stjórnvöld taki einhliða ákvörðun um breytingar á grundvallarréttindum vinnandi fólks án samráðs við verkalýðshreyfinguna. Mikið rætt um réttindi opinberra starfsmanna Nokkur umræða hefur farið fram um réttindi opinberra starfsmanna undanfarin misseri. Hafa fulltrúar Viðskiptaráðs til að mynda vakið máls á því hversu erfitt það getur verið fyrir stjórnendur opinberra stofnanna að segja upp starfsfólki vegna uppsagnarverndar og viðbótarverndar í stjórnsýslulögum. Í vor skilaði hagræðingarhópur sextíu tillögum til ríkisstjórnarinnar en meðal þeirra var ein sem snýr að því að aðlaga lög um opinbera starfsmenn að almennum vinnumarkaði. Var til að mynda lagt til að ákvæði um áminningar í starfi sem undanfara brottreksturs yrði fellt á brott í ákveðnum tilfellum. Þannig myndi myndast meiri sveigjanleiki fyrir ríkisstofnanir til að mæta breyttum aðstæðum, að mati hagræðingarhópsins. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, sagði að hagræðingartillagan kæmi greinilega frá hagsmunahópum í atvinnulífinu. Umræða um afnám áminningarskyldunnar væri ekki ný af nálinni. „En það sem er alvarlegt er auðvitað að það liggja engir útreikningar eða greiningar á bak við þessa tilteknu tillögu um þessa áminningarskyldu, og ekkert sagt um það hvað muni sparast í ríkiskerfinu ef þessi áminningarskylda verður afnumin,“ sagði Kolbrún í tengslum við tillögur hagræðingahópsins í mars. Núgildandi ráðningarvernd samræmist ekki markmiðum laga Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir að sú ráðningarvernd sem núverandi starfsmannalög mæli fyrir um samræmist hvorki upphaflegu markmiðum laganna um bætta þjónustu við almenning og að tryggt sé að hæft starfsfólk sinni almannaþjónustu. Jafnframt samræmist það ekki núverandi markmiðum stjórnvalda um bætt starfsumhverfi til handa starfsfólki ríkisins. „Vísast í þessu samhengi einkum til þess að upphaflega var áminningunni ekki ætlað að vera undanfari uppsagnar eða lausnar um stundarsakir en það breyttist í meðförum þingsins. Má því segja að löggjöfin sé að þessu leyti í þversögn við upphaflegt markmið sem snéri m.a. að því að auka hagkvæmni í ríkisrekstrinum og stuðla að bættri þjónustu hins opinbera,“ segir ráðuneytið um breytingaáformin. Falli áminningarskylda á brott muni starfsmenn áfram njóta málsmeðferðarreglna stjórnsýslulaga vegna uppsagna eða lausnar um stundarsakir sem rekja megi til starfsmannsins. Þá muni nefnd sem starfar á grundvelli starfsmannalaga áfram hafa skilgreint hlutverk í tilviki embættismanna vegna sérstöðu þeirra. Þannig verði embættismenn ekki leystir frá störfum að fullu nema að undangengnu áliti þeirra nefndar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinnumarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Verkalýðsleiðtogar segja áform um afnám áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna og tímabundinnar lausnar þeirra fela í sér einhliða skerðingu á réttindum launafólks. Með þessu þverbrjóti ríkisstjórnin leikreglur vinnumarkaðarins. Verkalýðshreyfingin muni verjast skerðingum á réttindum launafólks af hörku. 12. september 2025 15:11 Skildi ekki hvers vegna kennarinn var ekki rekinn „Það kostar 30-50 milljarða á ári að eiga í erfiðleikum með að reka opinbera starfsmenn,“ segir Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði. En hvað er til ráða? 25. júní 2025 07:01 Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Forsvarsfólk BSRB, BHM og Kennarasambands Íslands, KÍ, gagnrýna í sameiginlegri yfirlýsingu að í tillögum hagræðingarhóps stjórnvalda sé fjallað um að leggja af áminningarskyldu í lögum um starfsmenn hins opinbera. Þau segja tillöguna vanvirðingu í garð opinberra starfsmanna. 5. mars 2025 15:04 Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Viðskiptaráð birtir kolsvarta skýrslu um áhrif sem rík uppsagnarvernd opinberra starfsmanna hefur. Rík uppsagnarvernd komi meðal annars í veg fyrir að stjórnendur hjá hinu opinbera geti brugðist við slakri frammistöðu starfsmanna sem séu jafnvel verndaðir gerist þeir brotlegir í starfi. Þessir svörtu sauðir haldast í störfum sínum á kostnað skattgreiðenda og samstarfsfólks. 22. maí 2025 06:02 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Sjá meira
Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Verkalýðsleiðtogar segja áform um afnám áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna og tímabundinnar lausnar þeirra fela í sér einhliða skerðingu á réttindum launafólks. Með þessu þverbrjóti ríkisstjórnin leikreglur vinnumarkaðarins. Verkalýðshreyfingin muni verjast skerðingum á réttindum launafólks af hörku. 12. september 2025 15:11
Skildi ekki hvers vegna kennarinn var ekki rekinn „Það kostar 30-50 milljarða á ári að eiga í erfiðleikum með að reka opinbera starfsmenn,“ segir Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði. En hvað er til ráða? 25. júní 2025 07:01
Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Forsvarsfólk BSRB, BHM og Kennarasambands Íslands, KÍ, gagnrýna í sameiginlegri yfirlýsingu að í tillögum hagræðingarhóps stjórnvalda sé fjallað um að leggja af áminningarskyldu í lögum um starfsmenn hins opinbera. Þau segja tillöguna vanvirðingu í garð opinberra starfsmanna. 5. mars 2025 15:04
Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Viðskiptaráð birtir kolsvarta skýrslu um áhrif sem rík uppsagnarvernd opinberra starfsmanna hefur. Rík uppsagnarvernd komi meðal annars í veg fyrir að stjórnendur hjá hinu opinbera geti brugðist við slakri frammistöðu starfsmanna sem séu jafnvel verndaðir gerist þeir brotlegir í starfi. Þessir svörtu sauðir haldast í störfum sínum á kostnað skattgreiðenda og samstarfsfólks. 22. maí 2025 06:02