Enski boltinn

Chelsea á­kært fyrir 74 brot í eigu Abramovich

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Roman Abramovich var eigandi Chelsea í tæpa tvo áratugi en seldi félagið tilneyddur árið 2022.
Roman Abramovich var eigandi Chelsea í tæpa tvo áratugi en seldi félagið tilneyddur árið 2022. Alexander Hassenstein - UEFA/UEFA via Getty Images

Chelsea stendur nú frammi fyrir 74 ákærum frá enska knattspyrnusambandinu, fyrir brot á fjármálareglum í eigendatíð Romans Abramovich.

Ákærurnar snúa að brotum sem áttu sér stað frá 2009 til 2022, þá aðallega frá 2011 til 2016, eftir því sem kemur fram í tilkynningu enska knattspyrnusambandsins.

Roman Abramovich var þá eigandi Chelsea og hann er talinn hafa styrkt félagið fjárhagslega með ólögmætum leiðum.

Talið er að tugir milljónir punda hafi streymt inn í félagið án þess að greint hafi verið frá því. Fjármunirnir hafi meðal annars verið nýttir til að greiða umboðsmanni Eden Hazard og samstarfsaðila Antonio Conte.

Chelsea brást snöggt við og svaraði með eigin yfirlýsingu þar sem segir að þegar félagið var keypt af Todd Boehly vorið 2022 hafi viss frávik í fjármálum félagsins fundist og ýmislegt bent til þess að reglur hafi verið brotnar.

Chelsea hafi þá sjálft tilkynnt það til enska knattspyrnusambandsins og muni halda áfram að aðstoða við rannsókn málsins.

Að lokum í yfirlýsingu Chelsea er enska knattspyrnusambandinu þakkað fyrir samvinnuvilja í málinu, sem snýr að brotum sem áttu sér stað fyrir um áratug eða meira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×