Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. september 2025 23:30 Franco Mastantuono þykir mjög efnilegur. Franklin Jacome/Getty Images Franco Mastantuono er nafnið á allra vörum í Argentínu. Ungstirnið efnilega sem Real Madrid keypti í sumar spilaði landsleik í gærkvöldi, fékk treyju númer 10 lánaða frá Lionel Messi og sló í leiðinni met Diego Maradona. Mastantuono kom inn á fyrir Argentínu um miðjan seinni hálfleik í gærkvöldi og gerðist þar með yngsti leikmaður Argentínu til að klæðast treyju númer 10. Mastantuono er 18 ára og 23 daga gamall og tók metið af Maradona, sem var 18 ára og rúmlega 9 mánaða gamall þegar hann klæddist treyju númer 10 í fyrsta sinn árið 1979. What a week for Franco Mastantuono 🤩💎Last week, he saw his dream come true - making his first start for Argentina and playing alongside his idol Lionel Messi: ‘It was incredible to play with him. Honestly, it was the dream of my life.’ 💭Today, he had the honour of wearing… pic.twitter.com/tFG1sFl5a1— 433 (@433) September 10, 2025 Spilamennska Mastantuono heillaði líka mikið, hann þótti árásargjarn og öruggur með sig, en tókst ekki að jafna leikinn og Argentína tapaði nokkuð óvænt 1-0 gegn Ekvador. Leikurinn skipti þó ekki öllu máli þar sem Argentína hafði nú þegar tryggt sér sæti á HM. Lionel Messi klæðist alla jafnan treyju númer 10 hjá Argentínu, en var hvíldur í gær. Þá átti Thiago Almada að taka tíuna en landsliðsþjálfarinn Lionel Scaloni ákvað að hvíla hann einnig og leyfa stráknum að spreyta sig. „Franco stóð sig vel, hann er með mikinn persónuleika. Er öruggur á boltanum og biður um hann. Vandamálið er að hann kom inn á þegar Ekvador var að verja forystuna og hann hafði lítið pláss til að vinna með. Mikilvægast er þó að hann reynir alltaf að sækja“ sagði Scaloni um frammistöðu Mastantuono. Landsleikjahlénu er nú lokið og Mastantuono mun halda aftur til Spánar að undirbúa sig fyrir næsta leik með Real Madrid, sem keypti hann í sumar frá uppeldisfélaginu River Plate fyrir tæpar fimmtíu milljónir evra. HM 2026 í fótbolta Argentína Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Sjá meira
Mastantuono kom inn á fyrir Argentínu um miðjan seinni hálfleik í gærkvöldi og gerðist þar með yngsti leikmaður Argentínu til að klæðast treyju númer 10. Mastantuono er 18 ára og 23 daga gamall og tók metið af Maradona, sem var 18 ára og rúmlega 9 mánaða gamall þegar hann klæddist treyju númer 10 í fyrsta sinn árið 1979. What a week for Franco Mastantuono 🤩💎Last week, he saw his dream come true - making his first start for Argentina and playing alongside his idol Lionel Messi: ‘It was incredible to play with him. Honestly, it was the dream of my life.’ 💭Today, he had the honour of wearing… pic.twitter.com/tFG1sFl5a1— 433 (@433) September 10, 2025 Spilamennska Mastantuono heillaði líka mikið, hann þótti árásargjarn og öruggur með sig, en tókst ekki að jafna leikinn og Argentína tapaði nokkuð óvænt 1-0 gegn Ekvador. Leikurinn skipti þó ekki öllu máli þar sem Argentína hafði nú þegar tryggt sér sæti á HM. Lionel Messi klæðist alla jafnan treyju númer 10 hjá Argentínu, en var hvíldur í gær. Þá átti Thiago Almada að taka tíuna en landsliðsþjálfarinn Lionel Scaloni ákvað að hvíla hann einnig og leyfa stráknum að spreyta sig. „Franco stóð sig vel, hann er með mikinn persónuleika. Er öruggur á boltanum og biður um hann. Vandamálið er að hann kom inn á þegar Ekvador var að verja forystuna og hann hafði lítið pláss til að vinna með. Mikilvægast er þó að hann reynir alltaf að sækja“ sagði Scaloni um frammistöðu Mastantuono. Landsleikjahlénu er nú lokið og Mastantuono mun halda aftur til Spánar að undirbúa sig fyrir næsta leik með Real Madrid, sem keypti hann í sumar frá uppeldisfélaginu River Plate fyrir tæpar fimmtíu milljónir evra.
HM 2026 í fótbolta Argentína Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Sjá meira