Lífið

Lit­rík og ljúffeng búddaskál

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Hér er á ferðinni ljúffeng og litrík búddaskál.
Hér er á ferðinni ljúffeng og litrík búddaskál. Gottogeinfalt.is

Það jafnast fátt á við næringaríkar og bragðgóðar máltíðir sem gleðja bæði augað og bragðlaukana. Hér er á ferðinni uppskrift að Tempeh búddaskál sem samanstandur af fjölbreyttu grænmeti, próteini og korni.

Uppskriftin er fengin af uppskriftarsíðunni Gott og einfalt, en þar má nálgast fleiri fjölbreyttar og skemmtilegar uppskriftir fyrir alla fjölskylduna.

Tempeh Búddaskál

Innihald- fyrir fjóra

  • 4 stk hvítlauksrif
  • 120 ml tamarisósa (eða sojasósa)
  • 60 ml hrísgrjónaedik
  • 2 msk hlynsíróp
  • 1 tsk srirachasósa (eða önnur chillísósa - má sleppa)
  • 460 g tempeh eða tofu
  • 4 dl hrísgrjón-  brún hrísgrjón eða kínóa
  • 0.5 stk rauðkál
  • 1 stk agúrka
  • 4 stk gulrætur
  • 4 stk tadísur
  • 2 stk avókadó
  • 280 g edamame baunir
  • 2 msk olía t.d. sesam- eða ólífuolía
  • 4 tsk maíssterkja
  • 2 msk vatn
  • 4 tsk sesamfræ, hvít eða svört

Aðferð

Marinering

Takið utan af hvítlauk og saxið eða pressið. Blandið hvítlauk, tamarisósu, hrísgrjónaediki, hlynsírópi og srirachasósu saman í stóra skál og hrærið vel saman.

Skerið tempeh í miðlungsstóra teninga eða þríhyrninga og setjið í skál með marineringunni. Látið marinerast í fimmtán til þrjátíu mínútur og snúið bitunum einu sinni á meðan.

Hrísgrjón

Sjóðið hrísgrjón samkvæmt leiðbeiningum á pakkningum, oft í um 10-30 mínútur. Sjá nánari eldunarleiðbeiningar á hrísgrjónum hér.

Grænmetið

Skolið og skerið rauðkál, gúrkur, gulrætur og radísur í strimla eða sneiðar. Skerið avókadó til helminga.

Sjóðið edamame baunir í litlum potti með vatni í um 5 mínútur. Hellið vatninu frá og látið baunirnar kólna.

Steiking

Hitið olíu á pönnu við meðalhita og steikið tempeh-bitana á öllum hliðum í um 7 til 8 mínútur eða þar til þeir eru orðnir gullinbrúnir. Geymið marineringuna í skálinni.

Bætið marineringunni út á pönnuna ásamt maíssterkju og smá vatni (um 1 msk fyrir 2 skammta, ef þarf) og hrærið vel saman. Látið sjóða við meðalhita í eina til tvær mínútur eða þar til sósan hefur þykknað lítillega.

Samsetning

Setjið soðin hrísgrjón, niðurskorið rauðkál, gúrku, gulrætur, radísur, hálft avókadó og edamame-baunir í skálar. Bætið tempeh-bitum og smá sósu í skálina og stráið að lokum sesamfræjum yfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.