Sport

Hita­bylgja hjá ís­lensku kepp­endunum í Tókýó

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Erna Sóley Gunnarsdóttir vandist hitanum vel á Ólympíuleikunum í París í fyrra og gerir vonandi slíkt hið sama á HM í Tókýó. 
Erna Sóley Gunnarsdóttir vandist hitanum vel á Ólympíuleikunum í París í fyrra og gerir vonandi slíkt hið sama á HM í Tókýó.  Vísir/Getty

Japanska sumarið hefur við verið hið hlýjasta frá því mælingar hófust og enn ein hitabylgjan ríður nú yfir, rétt áður en heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum á að hefjast. Íslensku keppendurnir þrír munu því þurfa að leita leiða til að kæla sig niður.

Níu daga langt mótið hefst á laugardag, með 35 kílómetra kraftgöngu. Þar er spáð 32 stiga hita sem lækkar ekki þegar líða fer á vikuna og helst nokkuð stöðugur yfir mótið.

Svipaðar aðstæður komu upp á Ólympíuleikunum í Japan árið 2021, en þá var kraftgangan og maraþonhlaupið fært norðar í land til að verjast hitanum, sá möguleiki er ekki til staðar í ár þar sem mótið allt mun fara í Tókýó.

„Ég held að það sé ekkert leyndarmál, að við erum að glíma við vandamál með hitann“ segir forseti alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, Sebastian Coe.

Þrír íslenskir keppendur leggja leið sína á mótið en þau keppa öll í kastíþróttum, kúluvarpi, sleggjukasti og spjótkasti, og geta vonandi leitað í loftkælingu milli kasta.

https://www.visir.is/g/20252767536d/thrir-islenskir-kastarar-keppa-a-hm-i-tokyo




Fleiri fréttir

Sjá meira


×