Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. september 2025 07:35 Leikmenn Bólivíu ætluðu ekki að trúa eigin augum og eyrum þegar leikurinn var flautaður af og sigur gegn Brasilíu var í höfn. Buda Mendes/Getty Images Bólivía lagði Brasilíu að velli og tryggði sig áfram í umspil milli liða frá öðrum heimsálfum þar sem spilað verður upp á sæti á HM á næsta ári. Mikil dramatík var í lokaumferð suðamerísku undankeppninnar í nótt, Brasilía var búin að tryggja sér sæti á HM og hafði að engu að keppa, en stillti samt upp ágætis liði. Bólivía þurfti hins vegar að vinna Brasilíu og treysta á að Venesúela myndi tapa á sama tíma, sem varð raunin. Bólivía vann Brasilíu, með einu marki gegn engu, og Venesúela tapaði 3-6 fyrir Kólumbíu, þrátt fyrir að hafa komist tvisvar yfir á uppseldum heimavelli. Luis Suárez eyðilagði HM-drauma Venesúela með fjórum mörkum í seinni hálfleik. Mark Bólivíu var skorað úr vítaspyrnu sem VAR dómarinn gaf og hinn 21 árs gamli Migel Terceros renndi boltanum framhjá Alisson í markinu. Rondón var niðurlútur eftir leik. Brasilía þurfti bara að vinna Bolivíu og þá hefði þetta ekki verið vandamál fyrir Venesúela. uan Manuel Finol/LatinContent via Getty Images Þegar lokaflautið gall grétu leikmenn Bólivíu úr gleði, eftir sinn fyrsta sigur gegn Brasilíu í sextán ár og með möguleikann á því að komast á HM í fyrsta sinn síðan 1994. Á sama tíma sat fyrirliðinn Salomón Rondón á vellinum í Venesúela og starði út í tómið meðan James Rodriguez, fyrirliði Kólumbíu, reyndi að hugga hann. Bólivía er annað liðið til að tryggja sig í umspil heimsálfanna, en þar munu sex lið keppa um tvö laus sæti á HM. Umspilskeppnin mun fara fram í mars á næsta ári og hinar fimm heimsálfurnar fyrir utan Evrópu munu eiga þátttökuþjóðir. Ein þjóð frá Asíu, önnur frá Afríku, tvær þjóðir frá Norður- og Mið-Ameríku, ásamt Bolivíu frá Suður-Ameríku og Nýju Kaledóníu frá Eyjaálfu. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Mikil dramatík var í lokaumferð suðamerísku undankeppninnar í nótt, Brasilía var búin að tryggja sér sæti á HM og hafði að engu að keppa, en stillti samt upp ágætis liði. Bólivía þurfti hins vegar að vinna Brasilíu og treysta á að Venesúela myndi tapa á sama tíma, sem varð raunin. Bólivía vann Brasilíu, með einu marki gegn engu, og Venesúela tapaði 3-6 fyrir Kólumbíu, þrátt fyrir að hafa komist tvisvar yfir á uppseldum heimavelli. Luis Suárez eyðilagði HM-drauma Venesúela með fjórum mörkum í seinni hálfleik. Mark Bólivíu var skorað úr vítaspyrnu sem VAR dómarinn gaf og hinn 21 árs gamli Migel Terceros renndi boltanum framhjá Alisson í markinu. Rondón var niðurlútur eftir leik. Brasilía þurfti bara að vinna Bolivíu og þá hefði þetta ekki verið vandamál fyrir Venesúela. uan Manuel Finol/LatinContent via Getty Images Þegar lokaflautið gall grétu leikmenn Bólivíu úr gleði, eftir sinn fyrsta sigur gegn Brasilíu í sextán ár og með möguleikann á því að komast á HM í fyrsta sinn síðan 1994. Á sama tíma sat fyrirliðinn Salomón Rondón á vellinum í Venesúela og starði út í tómið meðan James Rodriguez, fyrirliði Kólumbíu, reyndi að hugga hann. Bólivía er annað liðið til að tryggja sig í umspil heimsálfanna, en þar munu sex lið keppa um tvö laus sæti á HM. Umspilskeppnin mun fara fram í mars á næsta ári og hinar fimm heimsálfurnar fyrir utan Evrópu munu eiga þátttökuþjóðir. Ein þjóð frá Asíu, önnur frá Afríku, tvær þjóðir frá Norður- og Mið-Ameríku, ásamt Bolivíu frá Suður-Ameríku og Nýju Kaledóníu frá Eyjaálfu.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira