Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. september 2025 09:58 Þórdís Björk gerði stólpagrín að Birni bróður sínum á TikTok og hefur myndbandið af kaffimáli hans vakið gríðarlega athygli. Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV, lenti í óheppilegu atviki um helgina þegar hann fékk sér þrjá kaffibolla úr „skringilega stórri“ krús. Bollinn reyndist þegar á daginn kom vera fyrir klósettbursta en ekki kaffi. Björn Þorfinnsson greindi frá atvikinu á Facebook og deildi á sama tíma TikTok-myndbandi frá systur sinni, leikkonunni Þórdísi Björk Þorfinssdóttur. „Sunnudaginn 7. september átti sér stað sár hversdagslegur ósigur sem ég verð einhvern tíma að jafna mig á. Ég vaknaði snemma morguns til að undirbúa mig fyrir mikilvæga skák síðar þennan dag og naut mín með rjúkandi kaffibolla í þögninni á meðan annað heimilisfólk svaf. Meira að segja Bangsi minn lá við fætur mínar og þagði,“ skrifar Björn í færslunni. Björn Þorfinnsson er mikill skákmaður. „Það eina sem truflaði þögnina var nautnafullt sötur mitt. Kaffisopinn var óvenju ljúfur þennan morguninn,“ bætir hann við. „Þegar líf færðist í húsið og næðið á enda þá skreið ég aftur upp í rúm í stuttan lúr, þannig finnst mér jú gott að láta skákstúderingarnar síast inn. Nokkru síðar vakna ég síðan upp við öskurhlátur af neðri hæðinni,“ skrifar hann. „Þegar ég kem niður situr mín heittelskaða Kristín Erla Jóhannsdóttir, helsti aðdáandi ósigra minna, í andnauð og hafði ekki undan að svara vinum og ættingjum sem höfðu þegar fengið senda skýrslu í formi myndbands á meðan ég svaf.“ „Ég vona að þið séuð að eiga betri dag en bróðir minn“ Myndbandið hafi orðið „efniviður í Tiktok-myndband hjá ófétinu henni systur minni í hvers augum ég er fyrst og fremst gott content!“ skrifar Björn. Myndbandið sé í mikilli dreifingu og verði ekki stöðvað úr þessu. Hér fyrir neðan má sjá það og hvað Þórdís segir í myndbandinu. „Ég vona að þið séuð að eiga betri dag en bróðir minn. Það var verið að þrífa heima hjá honum og krúsin undan klósettburstanum var semsagt tekin og þrifin, svo var hún skilin eftir uppi á borði og svo var einhver meistarinn sem fer með þessa krús niður í eldhús og hún endar í bollaskápnum,“ segir Þórdís í myndbandinu. „Og hann fékk sér kaffi úr henni í morgun,“ segir hún svo áður en hún orgar af hlátri yfir bróður sínum. @thordisbjork ADHD Bjössi strikes again. Getið keypt svona kaffibolla í IKEA fyi. 🤠 @IKEA #fyp #islenskt #islensktiktok #fyrirþig #foryoupagе ♬ original sound - Dísa „Enn kvarnast úr orðspori mínu. Ég get ekkert sagt mér til varnar annað en að ég er með læknisvottorð fyrir hvatvísi og hugsunarleysi. Vissulega staldraði ég aðeins við hvað þetta var skringilega stór kaffibolli en hvað veit ég um nýjustu strauma og stefnur í þessum geira,“ skrifar Björn. „Það var nóg af öðrum valkostum í bollaskápnum… Ég drakk þrjá bolla…. Ég verð aldrei aftur hreinn….“ Grín og gaman Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Sjá meira
Björn Þorfinnsson greindi frá atvikinu á Facebook og deildi á sama tíma TikTok-myndbandi frá systur sinni, leikkonunni Þórdísi Björk Þorfinssdóttur. „Sunnudaginn 7. september átti sér stað sár hversdagslegur ósigur sem ég verð einhvern tíma að jafna mig á. Ég vaknaði snemma morguns til að undirbúa mig fyrir mikilvæga skák síðar þennan dag og naut mín með rjúkandi kaffibolla í þögninni á meðan annað heimilisfólk svaf. Meira að segja Bangsi minn lá við fætur mínar og þagði,“ skrifar Björn í færslunni. Björn Þorfinnsson er mikill skákmaður. „Það eina sem truflaði þögnina var nautnafullt sötur mitt. Kaffisopinn var óvenju ljúfur þennan morguninn,“ bætir hann við. „Þegar líf færðist í húsið og næðið á enda þá skreið ég aftur upp í rúm í stuttan lúr, þannig finnst mér jú gott að láta skákstúderingarnar síast inn. Nokkru síðar vakna ég síðan upp við öskurhlátur af neðri hæðinni,“ skrifar hann. „Þegar ég kem niður situr mín heittelskaða Kristín Erla Jóhannsdóttir, helsti aðdáandi ósigra minna, í andnauð og hafði ekki undan að svara vinum og ættingjum sem höfðu þegar fengið senda skýrslu í formi myndbands á meðan ég svaf.“ „Ég vona að þið séuð að eiga betri dag en bróðir minn“ Myndbandið hafi orðið „efniviður í Tiktok-myndband hjá ófétinu henni systur minni í hvers augum ég er fyrst og fremst gott content!“ skrifar Björn. Myndbandið sé í mikilli dreifingu og verði ekki stöðvað úr þessu. Hér fyrir neðan má sjá það og hvað Þórdís segir í myndbandinu. „Ég vona að þið séuð að eiga betri dag en bróðir minn. Það var verið að þrífa heima hjá honum og krúsin undan klósettburstanum var semsagt tekin og þrifin, svo var hún skilin eftir uppi á borði og svo var einhver meistarinn sem fer með þessa krús niður í eldhús og hún endar í bollaskápnum,“ segir Þórdís í myndbandinu. „Og hann fékk sér kaffi úr henni í morgun,“ segir hún svo áður en hún orgar af hlátri yfir bróður sínum. @thordisbjork ADHD Bjössi strikes again. Getið keypt svona kaffibolla í IKEA fyi. 🤠 @IKEA #fyp #islenskt #islensktiktok #fyrirþig #foryoupagе ♬ original sound - Dísa „Enn kvarnast úr orðspori mínu. Ég get ekkert sagt mér til varnar annað en að ég er með læknisvottorð fyrir hvatvísi og hugsunarleysi. Vissulega staldraði ég aðeins við hvað þetta var skringilega stór kaffibolli en hvað veit ég um nýjustu strauma og stefnur í þessum geira,“ skrifar Björn. „Það var nóg af öðrum valkostum í bollaskápnum… Ég drakk þrjá bolla…. Ég verð aldrei aftur hreinn….“
Grín og gaman Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Sjá meira