Fótbolti

Ingi­björg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ingibjörg Sigurðardóttir hefur leikið 78 landsleiki.
Ingibjörg Sigurðardóttir hefur leikið 78 landsleiki. vísir/getty

Landsliðskonan í fótbolta, Ingibjörg Sigurðardóttir, var rekin af velli í fyrsta leik sínum fyrir þýska liðið Freiburg.

Í dag sótti Freiburg Werder Bremen heim í 1. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar. Leikar fóru 1-1.

Ingibjörg kom til Freiburg frá Bröndby í sumar og hún þreytti frumraun sína með þýska liðinu í dag.

Freiburg komst yfir með marki Lisu Karl eftir hálftíma. Á 81. mínútu var dæmd vítaspyrna á Ingibjörgu og hún fékk rauða spjaldið. Larissa Muhlaus jafnaði úr vítinu og þar við sat. Lokatölur 1-1.

Freiburg er fimmta liðið sem Ingibjörg leikur með síðan hún fór í atvinnumennsku 2018. Auk Bröndby og Freiburg hefur hún leikið með Djurgården, Vålerenga og Duisburg.

Á síðasta tímabili endaði Freiburg í 5. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×