Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2025 10:32 Enska liðið hefur ekki enn sýnt sparihliðarnar undir stjórn Thomas Tuchel. epa/ADAM VAUGHAN Fótboltaritstjóri BBC, Phil McNulty, segir að enska karlalandsliðið í fótbolta hafi tekið skref aftur á bak síðan Thomas Tuchel tók við því. England vann 2-0 sigur á Andorra á Villa Park í undankeppni HM 2026 í gær. Frammistaða enska liðsins þótti þó ekki vera upp á marga fiska gegn liði sem er í 174. sæti heimslistans. McNulty var ekki hrifinn af því sem enska liðið bauð upp á í leiknum í gær og hefur ekki þótt mikið til spilamennsku Englands undir stjórn Tuchels koma. Hann segir að stórslys þurfi til að Englendingar komist ekki á HM en enn séu engin merki um góðu tímana sem margir bjuggust við að færu í hönd þegar Tuchel tók við af Sir Gareth Southgate í fyrra. „Þvert á móti hefur Tuchel ekki tekist að setja neitt mark á enska liðið sem hefur hugsanlega farið aftur frekar en bætt sig síðan Southgate hætti eftir tapið fyrir Spáni í úrslitaleik EM 2024,“ skrifaði McNulty í umfjöllun sinni um leikinn og sagði að áhorfendur hefðu látið óánægju sína í ljós með því að yfirgefa völlinn áður en lokaflautið gall. McNulty segir að þótt England hafi enn ekki fengið á sig mark í undankeppni HM hafi ekkert reynt á liðið. Áhyggjurnar beinist svo að skorti á hugmyndaauðgi, innblæstri og skilvirkni í spili enskra. McNulty sagði þó að Elliot Anderson, miðjumaður Nottingham Forest, hefði spilað vel í sínum fyrsta landsleik. England sækir Serbíu heim á þriðjudaginn og McNulty segir að það verði stærsta próf enska liðsins undir stjórn Tuchels og það verði að gera betur en það hefur gert hingað til eftir að sá þýski tók við. Tuchel hefur stýrt enska liðinu í fimm leikjum. Fjórir þeirra hafa unnist og einn tapast, gegn Senegal, 1-3, í júní. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
England vann 2-0 sigur á Andorra á Villa Park í undankeppni HM 2026 í gær. Frammistaða enska liðsins þótti þó ekki vera upp á marga fiska gegn liði sem er í 174. sæti heimslistans. McNulty var ekki hrifinn af því sem enska liðið bauð upp á í leiknum í gær og hefur ekki þótt mikið til spilamennsku Englands undir stjórn Tuchels koma. Hann segir að stórslys þurfi til að Englendingar komist ekki á HM en enn séu engin merki um góðu tímana sem margir bjuggust við að færu í hönd þegar Tuchel tók við af Sir Gareth Southgate í fyrra. „Þvert á móti hefur Tuchel ekki tekist að setja neitt mark á enska liðið sem hefur hugsanlega farið aftur frekar en bætt sig síðan Southgate hætti eftir tapið fyrir Spáni í úrslitaleik EM 2024,“ skrifaði McNulty í umfjöllun sinni um leikinn og sagði að áhorfendur hefðu látið óánægju sína í ljós með því að yfirgefa völlinn áður en lokaflautið gall. McNulty segir að þótt England hafi enn ekki fengið á sig mark í undankeppni HM hafi ekkert reynt á liðið. Áhyggjurnar beinist svo að skorti á hugmyndaauðgi, innblæstri og skilvirkni í spili enskra. McNulty sagði þó að Elliot Anderson, miðjumaður Nottingham Forest, hefði spilað vel í sínum fyrsta landsleik. England sækir Serbíu heim á þriðjudaginn og McNulty segir að það verði stærsta próf enska liðsins undir stjórn Tuchels og það verði að gera betur en það hefur gert hingað til eftir að sá þýski tók við. Tuchel hefur stýrt enska liðinu í fimm leikjum. Fjórir þeirra hafa unnist og einn tapast, gegn Senegal, 1-3, í júní.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira