Fótbolti

Luis Enrique þarf að fara í að­gerð eftir hjólaslys

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Luis Enrique hefur stýrt bæði Barcelona og Paris Saint-Germain til sigurs í Meistaradeild Evrópu.
Luis Enrique hefur stýrt bæði Barcelona og Paris Saint-Germain til sigurs í Meistaradeild Evrópu. epa/YOAN VALAT

Knattspyrnustjóri Evrópumeistara Paris Saint-Germain, Luis Enrique, þarf að gangast undir aðgerð eftir að hafa lent í hjólaslysi.

Hinn 55 ára Enrique viðbeinsbrotnaði í slysinu í gær samkvæmt upplýsingum frá PSG.

Fyrsti leikur PSG eftir landsleikjahléið er gegn Lens í frönsku úrvalsdeildinni 14. september. Þremur dögum síðar mætir PSG Atalanta í Meistaradeild Evrópu.

Enrique tók við PSG fyrir tveimur árum. Undir hans stjórn hefur liðið orðið Frakklandsmeistari í tvígang, unnið frönsku bikarkeppnina tvisvar og Meistaradeildina á síðasta tímabili.

PSG hefur unnið alla þrjá leiki sína í frönsku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×