Innlent

Deila lyf­seðlum fyrir þyngdar­stjórnunar­lyf og undan­keppni HM hefst

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Læknir, sem hefur sérhæft sig í málefnum offitu segir afleiðingarnar af notkun ólöglegra þyngdarstjórnunarlyfja geta verið gríðarlegar. Borið hefur á því að fólk taki sig saman og deili lyfseðli. Hún segir ekki hægt að réttlæta slíka notkun. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.

Heilbrigðisráðherra hefur til skoðunar að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla þar. Hrundið verður af stað rannsókn á sjálfsvígum á landinu öllu, tuttugu og fimm ár aftur í tímann, og kannað hvort rauðan þráð megi finna.

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu telur Evrópusambandið seilast langt yfir valdsvið sitt með því að krefjast þess að flokkunarleiðbeiningar á plastvörum verði á íslensku. 

Við hittum á ungan mann sem ætlar að slá met þegar hann hleypur 1400 kílómetra leið hringinn í kring um Ísland, og við verðum í beinni útsendingu frá Borgarleikhúsinu en leikhúsvetrinum verður hrundið af stað í kvöld. 

Íslenska karlalandsliðið mætir Aserbaídsjan í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld. Sportið verður í beinni af vellinum. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Vísis og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×