Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2025 14:37 Félagsheimilið á Flateyri færist í hendur sérstakra hollvinasamtaka þess ef bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar leggur blessun sína yfir afsal og samkomulag þess efnis á morgun. Facebook-síðan Samkomuhúsið á Flateyri Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að bærinn afsali sér félagsheimilinu á Flatey til hollvinasamtaka. Samtökin eiga jafnframt að fá styrk frá sveitarfélaginu til þess að lappa upp á húsið. Samkomulag bæjarins við Hollvinasamtök samkomuhússins felur í sér að Ísafjarðarbær afsali sér félagsheimilinu endurgjaldslaust. Í staðinn sjái samtökin um allan rekstur fasteignarinnar, stjórnun og utanumhald viðburða, útleigu og viðhald með þeim tilgangi að efla og auka félags- og menningarlíf í Önundarfirði. Ísafjarðarbær skuldbindur sig til þess að styrkja hollvinasamtökin til þess að reka húsið, meðal annars til þess að mæta kaupum á orku og trygginga auk ýmissa gjalda, fyrir utan fasteignagjöld. Rekstur hússins kostaði Ísafjarðarbæ rúmar 1,2 milljónir króna í fyrra. Þá styrkir bærinn samtökin um sjö milljónir króna á næsta ári til þess að standa straum af kostnaði við viðhald og endurbætur á félagsheimilinu. Samkomulagið veitir sveitarfélaginu rétt til þess að rifta því ef hollvinasamtökin vanrækja skyldur sínar og þá heldur það forkaupsrétti á húsinu. Allur hugsanlegur rekstrarafgangur á að renna óskiptur til viðhalds og endurbóta. Núllast út í bókhaldi bæjarins Bæjarráð leggur einnig til viðauka við fjárhagsáætlun þessa árs vegna sölunnar á félagsheimilinu. Sölutap vegna þess er talið nema 2,1 milljón króna sem sé bókfært virði hússins. Á móti lækki gjöld eignasjóðs sveitarfélagsins og því núllist salan út í bókhaldslegum skilningi. Ekki er þannig reiknað með því að afsalið hafi nein áhrif á rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins á þessu ári. Afsalið og samkomulagið við hollvinasamtökin verður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á morgun. Ísafjarðarbær Félagsmál Sveitarstjórnarmál Menning Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Samkomulag bæjarins við Hollvinasamtök samkomuhússins felur í sér að Ísafjarðarbær afsali sér félagsheimilinu endurgjaldslaust. Í staðinn sjái samtökin um allan rekstur fasteignarinnar, stjórnun og utanumhald viðburða, útleigu og viðhald með þeim tilgangi að efla og auka félags- og menningarlíf í Önundarfirði. Ísafjarðarbær skuldbindur sig til þess að styrkja hollvinasamtökin til þess að reka húsið, meðal annars til þess að mæta kaupum á orku og trygginga auk ýmissa gjalda, fyrir utan fasteignagjöld. Rekstur hússins kostaði Ísafjarðarbæ rúmar 1,2 milljónir króna í fyrra. Þá styrkir bærinn samtökin um sjö milljónir króna á næsta ári til þess að standa straum af kostnaði við viðhald og endurbætur á félagsheimilinu. Samkomulagið veitir sveitarfélaginu rétt til þess að rifta því ef hollvinasamtökin vanrækja skyldur sínar og þá heldur það forkaupsrétti á húsinu. Allur hugsanlegur rekstrarafgangur á að renna óskiptur til viðhalds og endurbóta. Núllast út í bókhaldi bæjarins Bæjarráð leggur einnig til viðauka við fjárhagsáætlun þessa árs vegna sölunnar á félagsheimilinu. Sölutap vegna þess er talið nema 2,1 milljón króna sem sé bókfært virði hússins. Á móti lækki gjöld eignasjóðs sveitarfélagsins og því núllist salan út í bókhaldslegum skilningi. Ekki er þannig reiknað með því að afsalið hafi nein áhrif á rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins á þessu ári. Afsalið og samkomulagið við hollvinasamtökin verður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á morgun.
Ísafjarðarbær Félagsmál Sveitarstjórnarmál Menning Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira