Suárez hrækti á þjálfara Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2025 11:31 Gömlu Barcelona-stjörnurnar Luis Suárez og Sergio Busquets urðu sér báðir til skammar eftir úrslitaleikinn í Bandaríkjunum í gær. Samsett/Skjáskot Hinn 38 ára gamli Luis Suárez bætti skammarstriki á ferilskrá sína þegar hann sást hrækja á þjálfara úr teymi Seattle Sounders eftir 3-0 tap Inter Miami í úrslitaleik bandaríska deildabikarsins í fótbolta. Atvikið má sjá hér að neðan en það átti sér stað skömmu eftir að flautað hafði verið til leiksloka. Luis Suárez appeared to spit on a Seattle staff member after the final whistle in the Leagues Cup Final 👀🎥: @MLS pic.twitter.com/gCMLdbwDlC— FOX Soccer (@FOXSoccer) September 1, 2025 Upp úr sauð eftir lokaflautið þegar Suárez greip um háls Obed Vargas, miðjumanns Seattle-liðsins, og sérstaklega eftir að Sergio Busquets sló til Mexíkóans. Like I said on the broadcast I saw a punch thrown at Vargas and it was Busquets according to this angle. pic.twitter.com/K6c6olAzFP— Taylor Twellman (@TaylorTwellman) September 1, 2025 En Suárez var ekki hættur því skömmu síðar átti hann í útistöðum við þjálfara Sounders. Oscar Ustari, liðsfélagi Suárez, hélt aftur af honum en það dugði þó ekki til að koma í veg fyrir að Úrúgvæinn hrækti á þjálfarann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hinn sigursæli Suárez kemst í fréttirnar fyrir slæma hegðun. Árið 2011, þegar hann var leikmaður Liverpool, var hann dæmdur í átta leikja bann fyrir rasísk ummæli í garð Patrice Evra hjá Manchester United. Þá hefur hann í þrígang verið dæmdur í bann fyrir að bíta mótherja, sem leikmaður Ajax, Liverpool og úrúgvæska landsliðsins. Eins og stjóri Seattle benti á eftir leik þá varpaði hegðun Suárez og félaga skugga á glæsta frammistöðu liðsins, þar sem þeir Osaze De Rosario, Alex Roldan og Paul Rothrock skoruðu mörkin í öruggum sigri. „Leikmennirnir þeirra voru pirraðir og það leiddi til atvika sem ættu ekki að sjást á fótboltavelli. Ég ætla ekki að ræða það meira því það ætti ekki að vera sagan eftir þennan leik. Saga leiksins er ekki um það sem gerðist eftir leik,“ sagði Brian Schmetzer, stjóri Seattle. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Atvikið má sjá hér að neðan en það átti sér stað skömmu eftir að flautað hafði verið til leiksloka. Luis Suárez appeared to spit on a Seattle staff member after the final whistle in the Leagues Cup Final 👀🎥: @MLS pic.twitter.com/gCMLdbwDlC— FOX Soccer (@FOXSoccer) September 1, 2025 Upp úr sauð eftir lokaflautið þegar Suárez greip um háls Obed Vargas, miðjumanns Seattle-liðsins, og sérstaklega eftir að Sergio Busquets sló til Mexíkóans. Like I said on the broadcast I saw a punch thrown at Vargas and it was Busquets according to this angle. pic.twitter.com/K6c6olAzFP— Taylor Twellman (@TaylorTwellman) September 1, 2025 En Suárez var ekki hættur því skömmu síðar átti hann í útistöðum við þjálfara Sounders. Oscar Ustari, liðsfélagi Suárez, hélt aftur af honum en það dugði þó ekki til að koma í veg fyrir að Úrúgvæinn hrækti á þjálfarann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hinn sigursæli Suárez kemst í fréttirnar fyrir slæma hegðun. Árið 2011, þegar hann var leikmaður Liverpool, var hann dæmdur í átta leikja bann fyrir rasísk ummæli í garð Patrice Evra hjá Manchester United. Þá hefur hann í þrígang verið dæmdur í bann fyrir að bíta mótherja, sem leikmaður Ajax, Liverpool og úrúgvæska landsliðsins. Eins og stjóri Seattle benti á eftir leik þá varpaði hegðun Suárez og félaga skugga á glæsta frammistöðu liðsins, þar sem þeir Osaze De Rosario, Alex Roldan og Paul Rothrock skoruðu mörkin í öruggum sigri. „Leikmennirnir þeirra voru pirraðir og það leiddi til atvika sem ættu ekki að sjást á fótboltavelli. Ég ætla ekki að ræða það meira því það ætti ekki að vera sagan eftir þennan leik. Saga leiksins er ekki um það sem gerðist eftir leik,“ sagði Brian Schmetzer, stjóri Seattle.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira