Enski boltinn

Chelsea búið að kaupa Garnacho

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alejandro Garnacho er á förum frá Manchester United.
Alejandro Garnacho er á förum frá Manchester United. Getty/Sebastian Frej

Alejandro Garnacho er á leiðinni til Chelsea því Manchester United er loksins að ná að selja einn af útilegumönnunum sínum.

Chelsea borgar fjörutíu milljónir punda fyrir þennan 21 árs gamla Argentínumann. United mun einnig tryggja sér tíu prósent af næstu sölu á leikmanninum.

Garnacho er sagður fara í læknisskoðun í London á morgun og skrifar síðan undir samning til ársins 2032.

Chelsea bauð fyrst 25 milljónir punda en þurfti að hækka sig um fimmtán milljónir punda til að landa leikmanninum.

Ruben Amorim henti Garnacho út úr aðalliði United í sumar og það var ljóst að strákurinn væri á förum frá félaginu.

Hann gagnrýndi portúgalska þjálfarann þegar hann var látinn byrja á bekknum í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Tottenham.

Garnacho kom upp um unglingastarfið hjá Manchester United og skoraði 26 mörk í 144 leikjum fyrir félagið. Hann var lengi vonarstjarna félagsins þangað til að hann lenti upp á kant við þjálfarann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×