Fótbolti

Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV

Sindri Sverrisson skrifar
Brynjólfur Willumsson skoraði fallegt mark gegn PSV.
Brynjólfur Willumsson skoraði fallegt mark gegn PSV. Getty/Marcel van Dorst

Brynjólfur Willumsson hefur byrjað leiktíðina frábærlega með Groningen í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta og skorað þrjú mörk í fyrstu þremur leikjunum.

Brynjólfur bankar þannig fast á landsliðsdyrnar nú þegar styttist í að Arnar Gunnlaugsson velji leikmannahópinn fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM, gegn Aserbaísjan og Frakklandi 5. og 9. september.

Í gær skoraði hann laglegt mark gegn sjálfum meisturum PSV á útivelli, og jafnaði metin í 1-1, en Groningen varð að lokum að sætta sig við 4-2 tap.

Markið má sjá hér að neðan en Brynjólfur skrúfaði boltann framhjá markverðinum Matej Kovar, sem var á mála hjá Manchester United en er nú að láni hjá PSV frá Leverkusen.

Áður hafði Brynjólfur skorað bæði mörk Groningen í 2-1 sigri gegn Heerenveen. 

Groningen er með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leikina en PSV er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×