Enski boltinn

Fram­lengir við City: „Ég elska Manchester“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúben Dias í leik Wolves og Manchester City um síðustu helgi. City vann þá 0-4 sigur.
Rúben Dias í leik Wolves og Manchester City um síðustu helgi. City vann þá 0-4 sigur. epa/ADAM VAUGHAN

Portúgalski miðvörðurinn Rúben Dias hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester City. Hann er nú samningsbundinn félaginu til 2029.

Dias kom til City frá Benfica fyrir fimm árum. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna með City, meðal annars ensku úrvalsdeildina í fjórgang og Meistaradeild Evrópu 2023.

„Ég er ótrúlega ánægður í dag. Ég elska Manchester. Það er heimili mitt núna og ég elska stuðningsmenn Manchester City,“ sagði Dias. 

„Þegar ég hugsa um titlana sem við höfum unnið og hvernig við höfum spilað síðan ég kom hingað gat ég ekki hugsað mér að spila annars staðar.“

Portúgalinn var valinn leikmaður ársins af fótboltablaðamönnum á Englandi tímabilið 2020-21, sem var hans fyrsta hjá City. Þá hefur hann tvisvar sinnum verið í liði ársins í ensku úrvalsdeildinni.

City vann 0-4 sigur á Wolves í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Dias lék allan leikinn í vörn Manchester-liðsins.

City tekur á móti Tottenham klukkan 11:30 á morgun. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport.


Tengdar fréttir

Rodri og Foden klárir í slaginn

Pep Guardiola þjálfari Manchester City staðfesti á blaðamannafundi í morgun að Rodri og Phil Foden væru klárir í slaginn gegn Tottenham á morgun en þeir misstu báðir af fyrsta leik tímabilsins um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×