Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 07:34 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur komið af krafti inn í lið Angel City. Getty/Ronald Martinez Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var í fyrsta sinn í sigurliði með bandaríska liðinu Angel City í nótt og það gegn sjálfum meisturum Orlando Pride. Langri leit liðsins að sigri er þar með lokið. Angel City hafði ekki unnið leik síðan 10. maí, eða löngu áður en Sveindís bættist í leikmannahópinn því hún byrjaði að spila með liðinu í byrjun þessa mánaðar. Með Sveindísi í liðinu hefur Angel City aðeins tapað einum leik af fjórum en liðið hafði samt alls spilað átta leiki í röð án sigurs þegar það vann 1-0 gegn Orlando Pride í nótt, með marki í lok leiks. Sveindís hafði einnig sjálf beðið lengi eftir sigri, eftir þrjú töp með Íslandi á Evrópumótinu í Sviss áður en hún fór til Bandaríkjanna. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) Hin tvítuga bandaríska landsliðskona Alyssa Thompson skoraði sigurmarkið í nótt með laglegum hætti, eftir að hafa farið illa með goðsögnina Mörtu sem er 39 ára fyrirliði Orlando Pride. Sveindís var þarna farin af velli en hún lék fyrstu 72 mínútur leiksins þar til Christen Press kom inn á í hennar stað. Sveindís hafði hins vegar verið áberandi í leiknum og skapað hættu. The footwork from Sveindís Jónsdóttir 🤌 pic.twitter.com/nHwMPj1yKa— National Women’s Soccer League (@NWSL) August 22, 2025 Hannah Seabert var að spila sinn annan leik í marki Angel City og varði stundum frábærlega í leiknum en hún hefur haldið hreinu í báðum leikjum sínum eftir komuna frá Sporting Lissabon. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) Angel City er nú með 20 stig eftir 17 leiki, í 10. sæti af 14 liðum. Liðið er með jafnmörg stig og Gotham í 8. sæti en átta efstu liðin fara í úrslitakeppnina að loknum 26 umferðum og Sveindís og stöllur hennar hafa því níu leiki til að koma sér þangað. Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Angel City hafði ekki unnið leik síðan 10. maí, eða löngu áður en Sveindís bættist í leikmannahópinn því hún byrjaði að spila með liðinu í byrjun þessa mánaðar. Með Sveindísi í liðinu hefur Angel City aðeins tapað einum leik af fjórum en liðið hafði samt alls spilað átta leiki í röð án sigurs þegar það vann 1-0 gegn Orlando Pride í nótt, með marki í lok leiks. Sveindís hafði einnig sjálf beðið lengi eftir sigri, eftir þrjú töp með Íslandi á Evrópumótinu í Sviss áður en hún fór til Bandaríkjanna. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) Hin tvítuga bandaríska landsliðskona Alyssa Thompson skoraði sigurmarkið í nótt með laglegum hætti, eftir að hafa farið illa með goðsögnina Mörtu sem er 39 ára fyrirliði Orlando Pride. Sveindís var þarna farin af velli en hún lék fyrstu 72 mínútur leiksins þar til Christen Press kom inn á í hennar stað. Sveindís hafði hins vegar verið áberandi í leiknum og skapað hættu. The footwork from Sveindís Jónsdóttir 🤌 pic.twitter.com/nHwMPj1yKa— National Women’s Soccer League (@NWSL) August 22, 2025 Hannah Seabert var að spila sinn annan leik í marki Angel City og varði stundum frábærlega í leiknum en hún hefur haldið hreinu í báðum leikjum sínum eftir komuna frá Sporting Lissabon. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) Angel City er nú með 20 stig eftir 17 leiki, í 10. sæti af 14 liðum. Liðið er með jafnmörg stig og Gotham í 8. sæti en átta efstu liðin fara í úrslitakeppnina að loknum 26 umferðum og Sveindís og stöllur hennar hafa því níu leiki til að koma sér þangað.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira