McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2025 22:31 Rory McIlroy tók með sér öll Mastersmótsflöggin úr verslun mótsins. EPA/ERIK S. LESSER Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy tæmdi búðina á Mastersmótinu eftir að hann tryggði sér sigurinn á mótinu í vor. Með þessum sigri á Augusta í apríl fullkomnaði McIlroy risamótaalslemmuna. McIlroy er aðeins einn af sex kylfingum sem hefur tekist að vinna öll fjögur risamótin í golfinu. Hann tók ekki aðeins bikarinn, græna jakkann og verðlaunaféð með sér heim. McIlroy sagði frá því að hann hafði keypt ellefu hundruð Mastersmóts smáfána í verslun mótsins og tekið þau með sér heim frá Augusta National. If you want a 2025 Masters pin flag, go ask Rory McIlroy 😂 pic.twitter.com/fnBHld8wze— GolfMagic (@GolfMagic) August 20, 2025 „Við tókum með okkur alla ellefu hundruð smáfánana sem voru eftir,“ sagði Rory McIlroy sem tryggði sér sigurinn á Mastersmótinu 11. apríl síðastliðinn. McIlroy hefur haft nóg að gera í að árita alla þessa litlu Mastersfána. „Það hefur verið nóg að gera í því en ég verð aldrei leiður á því að árita þá. Ég beið í sautján ár eftir því að skrifa í miðjuna á svona fána og ég ætla því aldrei að kvarta þegar ég er beðin um slíkt,“ sagði McIlroy. Smáfánarnir eru notaðir á stangirnar á flötunum en á þeim er merki Mastersmótsins. Kylfingar eru alltaf að árita þessa smáfána fyrir áhugafólk en það er aftur á móti óskráð regla í golfheiminum að aðeins Mastersmeistarinn megi árita fánann innan útlína Bandaríkjanna á þessu frægasta merki golfíþróttarinnar. Rory McIlroy took home 1,100 flags from Augusta National after he won The Masters. 🤯"I'll never get sick of signing them." pic.twitter.com/WB9uwxkhFC— Golf Digest (@GolfDigest) August 19, 2025 Golf Masters-mótið Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
McIlroy er aðeins einn af sex kylfingum sem hefur tekist að vinna öll fjögur risamótin í golfinu. Hann tók ekki aðeins bikarinn, græna jakkann og verðlaunaféð með sér heim. McIlroy sagði frá því að hann hafði keypt ellefu hundruð Mastersmóts smáfána í verslun mótsins og tekið þau með sér heim frá Augusta National. If you want a 2025 Masters pin flag, go ask Rory McIlroy 😂 pic.twitter.com/fnBHld8wze— GolfMagic (@GolfMagic) August 20, 2025 „Við tókum með okkur alla ellefu hundruð smáfánana sem voru eftir,“ sagði Rory McIlroy sem tryggði sér sigurinn á Mastersmótinu 11. apríl síðastliðinn. McIlroy hefur haft nóg að gera í að árita alla þessa litlu Mastersfána. „Það hefur verið nóg að gera í því en ég verð aldrei leiður á því að árita þá. Ég beið í sautján ár eftir því að skrifa í miðjuna á svona fána og ég ætla því aldrei að kvarta þegar ég er beðin um slíkt,“ sagði McIlroy. Smáfánarnir eru notaðir á stangirnar á flötunum en á þeim er merki Mastersmótsins. Kylfingar eru alltaf að árita þessa smáfána fyrir áhugafólk en það er aftur á móti óskráð regla í golfheiminum að aðeins Mastersmeistarinn megi árita fánann innan útlína Bandaríkjanna á þessu frægasta merki golfíþróttarinnar. Rory McIlroy took home 1,100 flags from Augusta National after he won The Masters. 🤯"I'll never get sick of signing them." pic.twitter.com/WB9uwxkhFC— Golf Digest (@GolfDigest) August 19, 2025
Golf Masters-mótið Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira