Ísland frumstætt samanborið við Noreg Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 19. ágúst 2025 22:00 Skilyrðin til laxaleitar voru ansi góð. Vísir/Anton Brink Norskir kafarar hafa verið við störf í Haukadalsá í Dalasýslu í dag, og leitað að eldislöxum. Þeir hófu störf um hálfþrjúleytið í dag, og skömmu síðar skutluðu þeir í fyrsta laxinn sem þeim þótti grunsamlegur. Þeir náðu að minnsta kosti fjórum löxum sem þeir telja mögulega eldislaxa í dag. Øyvind Kanstad Hanssen, norskur laxakafari.Vísir/Sigurjón „Í Noregi höfum við vel mótaðar verklagsreglur þegar atvik eiga sér stað í sjónum, þegar eldisfiskur veiðist, þá er það tilkynnt. Við höfum kerfi. Við hefjum eftirlit og aðgerðir til að fjarlægja fiskinn. Ísland er á mjög frumstæðu stigi samanborið við Noreg,“ segir Øyvind Kanstad Hanssen, norskur laxakafari sem fór í Haukadalsá í dag. „Það er langt í land áður en viðbrögð Íslendinga við ógninni af eldisfiski verða á sama stigi og í Noregi.“ Þannig við þurfum að hlaupa hratt? „Þið þurfið að hlaupa hraðar, held ég.“ Kafararnir fundu nokkra fiska sem þeir telja eldislax.Vísir/Anton Brink Kafari við Haukadalsá.Vísir/Anton Brink Landeigendur þurfi að girða fyrir Ingimundur Bergsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur, segir gott að leit dagsins hafi farið fram í frábærum skilyrðum en leiðinlegt að eldislaxar hafi fundist í ánni. Þá segir hann einnig jákvætt að þeir laxar sem fundust geti farið í greiningu. Ingimundur Bergsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur.Vísir/Sigurjón Í fyrstu fréttum var talað um að þetta væru hundrað eldislaxar, þeir eru fjórir núna. Þetta hlýtur samt að vera léttir eða hvað? „Við erum í raun og veru bara í fyrstu skrefunum af þessu. Við sáum til dæmis í gær að það veiddist eldislax í Vatnsdalsá í Húnaþingi. Þannig að fiskurinn er í hafinu og er að byrja að ganga inn þannig að við erum bara að taka fyrstu skrefin í þessu. Við þurfum að fylgjast vel með og veiðimenn líka að bera kennsl á eldislax,“ segir Ingimundur. „Á meðan það er svona óstjórn í þessu þá þurfa landeigendur hreinlega bara að girða fyrir þær ár sem hægt er að girða fyrir og aðgangsstýra fiski.“ Hér er grunaður eldislax.Vísir/Sigurjón Sólmundur Gísli Bergsveinsson, veiðieftirlitsmaður hjá Fiskistofu, segir að fiskurinn sem var fangaður í dag muni fara í DNA-greiningu og að vonandi muni niðurstöður þaðan berast sem fyrst. Lax Dalabyggð Sjókvíaeldi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Sjá meira
Øyvind Kanstad Hanssen, norskur laxakafari.Vísir/Sigurjón „Í Noregi höfum við vel mótaðar verklagsreglur þegar atvik eiga sér stað í sjónum, þegar eldisfiskur veiðist, þá er það tilkynnt. Við höfum kerfi. Við hefjum eftirlit og aðgerðir til að fjarlægja fiskinn. Ísland er á mjög frumstæðu stigi samanborið við Noreg,“ segir Øyvind Kanstad Hanssen, norskur laxakafari sem fór í Haukadalsá í dag. „Það er langt í land áður en viðbrögð Íslendinga við ógninni af eldisfiski verða á sama stigi og í Noregi.“ Þannig við þurfum að hlaupa hratt? „Þið þurfið að hlaupa hraðar, held ég.“ Kafararnir fundu nokkra fiska sem þeir telja eldislax.Vísir/Anton Brink Kafari við Haukadalsá.Vísir/Anton Brink Landeigendur þurfi að girða fyrir Ingimundur Bergsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur, segir gott að leit dagsins hafi farið fram í frábærum skilyrðum en leiðinlegt að eldislaxar hafi fundist í ánni. Þá segir hann einnig jákvætt að þeir laxar sem fundust geti farið í greiningu. Ingimundur Bergsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur.Vísir/Sigurjón Í fyrstu fréttum var talað um að þetta væru hundrað eldislaxar, þeir eru fjórir núna. Þetta hlýtur samt að vera léttir eða hvað? „Við erum í raun og veru bara í fyrstu skrefunum af þessu. Við sáum til dæmis í gær að það veiddist eldislax í Vatnsdalsá í Húnaþingi. Þannig að fiskurinn er í hafinu og er að byrja að ganga inn þannig að við erum bara að taka fyrstu skrefin í þessu. Við þurfum að fylgjast vel með og veiðimenn líka að bera kennsl á eldislax,“ segir Ingimundur. „Á meðan það er svona óstjórn í þessu þá þurfa landeigendur hreinlega bara að girða fyrir þær ár sem hægt er að girða fyrir og aðgangsstýra fiski.“ Hér er grunaður eldislax.Vísir/Sigurjón Sólmundur Gísli Bergsveinsson, veiðieftirlitsmaður hjá Fiskistofu, segir að fiskurinn sem var fangaður í dag muni fara í DNA-greiningu og að vonandi muni niðurstöður þaðan berast sem fyrst.
Lax Dalabyggð Sjókvíaeldi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Sjá meira