Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2025 08:00 Scottie Scheffler fagnaði sigrinum með son sinn í fanginu. Getty/Kevin C. Cox Scottie Scheffler átti stórkostlega vippu á næstsíðustu holunni á BMW meistaramótinu í golfi í gær og tryggði sér í kjölfarið fimmta sigurinn á PGA-mótaröðinni á þessu tímabili. Skotinn Robert MacIntyre var hins vegar vægast sagt fúll eftir að hafa endað í 2. sæti. MacIntyre virtist í góðri stöðu fyrir lokahringinn í gær en fékk þrjá skolla á fyrstu fimm holunum og aðeins einn fugl á öllum hringnum. Scheffler náði forystunni á sjöundu holu og endaði mótið samtals á -15 höggum, tveimur á undan MacIntyre, ekki síst vegna vippuhöggsins magnaða á 17. braut þar sem boltinn var um tólf sekúndur að rúlla beint ofan í holuna. SCOTTIE SCHEFFLER IS HIM! 😱 pic.twitter.com/hA7UJmFlAw— GOLF.com (@GOLF_com) August 17, 2025 Stjörnur á borð við LeBron James og Patrick Mahomes kepptust við að dásama Scheffler eftir höggið og aðdáendur sögðu engan hafa sýnt svona yfirburði síðan Tiger Woods var upp á sitt besta. „Þetta leit út vel þegar boltinn lenti, leit vel út þegar hann rúllaði og það var gott að sjá hann fara ofan í,“ sagði Scheffler eftir mótið. Á meðan var MacIntyre brjálaður yfir því hvernig fór hjá honum á lokahringnum. “Right now, I want to go smash up my golf clubs to be honest with you.”Robert MacIntyre was right in the mix until the end despite not having his best game. He expressed some frustration with the round during his post round press conference. pic.twitter.com/B2NeXgjelI— GOLF.com (@GOLF_com) August 18, 2025 „Ég átti alveg hryllilega byrjun,“ sagði MacIntyre sem endaði á að leika hringinn á þremur höggum yfir pari. „Mér leið svo vel fyrir daginn. Ég bjóst aldrei við því að ég yrði yfir pari. Ég hélt að ég kæmi út á völlinn og myndi standa mig eins og ég hef gert síðustu daga,“ sagði Skotinn sem var einnig spurður hvað hann gæti bætt til að standa sig enn betur: „Ég hef ekki hugmynd. Núna langar mig bara að fara og mölbrjóta kylfurnar mínar,“ sagði MacIntyre. Golf Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Sjá meira
MacIntyre virtist í góðri stöðu fyrir lokahringinn í gær en fékk þrjá skolla á fyrstu fimm holunum og aðeins einn fugl á öllum hringnum. Scheffler náði forystunni á sjöundu holu og endaði mótið samtals á -15 höggum, tveimur á undan MacIntyre, ekki síst vegna vippuhöggsins magnaða á 17. braut þar sem boltinn var um tólf sekúndur að rúlla beint ofan í holuna. SCOTTIE SCHEFFLER IS HIM! 😱 pic.twitter.com/hA7UJmFlAw— GOLF.com (@GOLF_com) August 17, 2025 Stjörnur á borð við LeBron James og Patrick Mahomes kepptust við að dásama Scheffler eftir höggið og aðdáendur sögðu engan hafa sýnt svona yfirburði síðan Tiger Woods var upp á sitt besta. „Þetta leit út vel þegar boltinn lenti, leit vel út þegar hann rúllaði og það var gott að sjá hann fara ofan í,“ sagði Scheffler eftir mótið. Á meðan var MacIntyre brjálaður yfir því hvernig fór hjá honum á lokahringnum. “Right now, I want to go smash up my golf clubs to be honest with you.”Robert MacIntyre was right in the mix until the end despite not having his best game. He expressed some frustration with the round during his post round press conference. pic.twitter.com/B2NeXgjelI— GOLF.com (@GOLF_com) August 18, 2025 „Ég átti alveg hryllilega byrjun,“ sagði MacIntyre sem endaði á að leika hringinn á þremur höggum yfir pari. „Mér leið svo vel fyrir daginn. Ég bjóst aldrei við því að ég yrði yfir pari. Ég hélt að ég kæmi út á völlinn og myndi standa mig eins og ég hef gert síðustu daga,“ sagði Skotinn sem var einnig spurður hvað hann gæti bætt til að standa sig enn betur: „Ég hef ekki hugmynd. Núna langar mig bara að fara og mölbrjóta kylfurnar mínar,“ sagði MacIntyre.
Golf Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti