Veður

Hlýjast suðaustantil

Jón Þór Stefánsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.

Í dag er búist við suðvestan átta til fimmtán metrum á sekúndu og dálítilli vætu norðan- og vestantil, samkvæmt textaspá Veðurstofunnar.

Þá er talið að það verði nokkuð bjart suðaustanlands. Búist er við því að það dragi úr vindi egar líði á daginn. Hiti verður á bilinu 12 til 24 stig, hlýjast suðaustantil.

Á morgun verður dálítil rigning eða súld á norðanverðu landinu, en það mun stytta upp síðdegis. Lengst af verður þurrt sunnantil, en líkur eru á stöku skúrum þar síðdegis. Hiti 9 til 15 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Hæg suðvestlæg átt og skýjað með köflum, en sums staðar lítilsháttar væta. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast noraustantil.

Á miðvikudag:

Norðvestan 5-10 m/s með austurströndinni, en annars hægviðri. Yfirleitt léttskýjað, en sums staðar þokubakkar við sjávarsíðuna. Hita 12 til 18 stig.

Á fimmtudag:

Hægviðri og bjart með köflum, en sums staða smá skúrir. Áfram hlýtt í veðri.

Á föstudag og laugardag:

Útlit fyrir stífa austanátt með dálítilli vætu syðst, en annars mun hægara, bjart að mestu og milt veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×