Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2025 09:33 Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason eru ekki sammála um væntingar til Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili. Sýn Sport Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason verða í stórum hlutverkum í umfjöllun Sýnar Sport um enska boltann. Þeir eru ekki alltaf sammála og það kom vel í ljóst í upphitunarþættinum fyrir ensku úrvalsdeildina. Guðmundur og Hjörvar voru alls ekki sammála um Manchester United og möguleika liðsins á komandi tímabili. Það gekk svo langt að þeir fóru að rífast þar sem hvorugur þeirra gaf sig. Það verður örugglega gaman að rifja upp þessa umræðu seinna á leiktíðinni. „Af hverju segir þú að United verði ekki í topp fimm,“ spurði Hjörvar hneykslaður. Þeir eiga ekki möguleika í það „Af því að þeir eiga ekki möguleika í það. Leikmannahópurin er þannig saman settur að þetta lið er hvorki með miðju né vörn til að fara í topp fimm,“ sagði Guðmundur. Klippa: Guðmundur, Hjörvar og Kristjana spá hverjir verða meistarar „Liverpool, Chelsea, Manchester City verða betri heldur en á síðustu leiktíð. Arsenal, þau verða öll þarna og ég giska á í fjórum efstu. Ég lýg því ekki að Brighton er betra fótboltalið heldur en Manchester United,“ sagði Guðmundur. „Manchester United er mögulega að taka besta leikmanninn af Brighton,“ sagði Hjörvar. „En þeir eru betra fótboltalið,“ svaraði Guðmundur. „Manchester United er ekki að fara díla við Evrópukeppni í ár þannig að þetta er einn leikur í viku,“ sagði Hjörvar áfram sannfærður um að hans menn verði meðal fimm efstu. Sýn Sport Ástæða fyrir því „Það er ástæða fyrir því, Þeir gátu ekkert á síðustu leiktíð. Þeir eru ekkert orðnir frábærir eða miklu betri þrátt fyrir að vera komnir með þrjá nýja leikmenn sem munu hjálpa þeim klárlega,“ svaraði Guðmundur. Hann var ekki hrifinn af leik United á móti Fiorentina í síðasta æfingarleik liðsins fyrir tímabilið. „Ég ætla að vona að þeir spili mun betur á móti Arsenal heldur en í þeim leik. United hefur ekki gefið mér neinar ástæður til að fara að hugsa að þeir séu að fara að keppa um Meistaradeildarsæti núna,“ sagði Guðmundur. „Ég geri ráð fyrir Manchester United í topp fimm,“ sagði Hjörvar. „Hefur þú alltaf gert það,“ spurði Guðmundur. „Já oftast,“ svaraði Hjörvar hlæjandi. Hjörvar er nokkuð ánægður með hópinn hjá United en segist ekki þola þetta þriggja hafsenta kerfi sem liðið spilar. „Ég held að United þurfi fleiri en einn nýjan leikmann og ef þeir ætla að spila þetta kerfi þá þurfa þeir svona sjö,“ sagði Guðmundur. Sýn Sport Hjörvar tók fyrir andlitið yfir vali Gumma Þetta var bara smá upphitun fyrir umræðu félaganna seinna í þættinum. Þá var komið að því spá um Englandsmeistara 2026 og Hjörvar hristi bara hausinn og tók fyrir andlitið yfir vali Guðmundar. Guðmundur kom þá með góða sögu af Hjörvari um að hann hafði spáð fimm mismunandi liðum titlinum og mætti svo með réttu klippuna þegar ein af þessum spám hans gekk upp. Guðmundur spáir Chelsea titlinum. „Ég ætla að halda mig við þetta því þetta er svo auðvelt,“ sagði Guðmundur og benti á spá Hjörvars og Kristjönu Arnarsdóttur sem spáðu bæði Liverpool titlinum. „Ég held í hausnum á mér að þeir endi í þriðja sæti,“ sagði Guðmundur og Hjörvar skildi ekki neitt í neinu. Ég þekki þig alveg „Heldurðu að þeir lendi í þriðja sæti en setur þá samt á toppinn,“ sagði Hjörvar hlæjandi. „Þú heldur að United lenti í fyrsta sæti en setur samt Liverpool“ skaut Guðmundur á Hjörvar. Hjörvar neitaði því en Guðmundur gaf sig ekki. „Ég þekki þig alveg,“ sagði Guðmundur. „Eigum við ekki að reyna að vera faglegir,“ sagði Hjörvar „Þetta er ekki faglegt,“ sagði Guðmundur og benti á spá Hjörvars. Þetta eru draumórar Umræðan fór aftur yfir á Manchester United. „Ekki vera að horfa í síðasta tímabil. Súmaðu aðeins út,“ sagði Hjörvar. „Hvað eigum við að horfa í,“ spurði Guðmundur. „Horfðu á hópinn,“ svaraði Hjörvar. „Þetta eru draumórar. Að United verði í Meistaradeildarsæti eru draumórar,“ sagði Guðmundur. „Ég skal lofa þér því að þeir verða í Meistaradeilarsæti,“ sagði Hjörvar. Hér fyrir neðan má sjá þegar hitnaði aðeins á milli þeirra og þeir fóru að rífast um Manchester United. Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira
Guðmundur og Hjörvar voru alls ekki sammála um Manchester United og möguleika liðsins á komandi tímabili. Það gekk svo langt að þeir fóru að rífast þar sem hvorugur þeirra gaf sig. Það verður örugglega gaman að rifja upp þessa umræðu seinna á leiktíðinni. „Af hverju segir þú að United verði ekki í topp fimm,“ spurði Hjörvar hneykslaður. Þeir eiga ekki möguleika í það „Af því að þeir eiga ekki möguleika í það. Leikmannahópurin er þannig saman settur að þetta lið er hvorki með miðju né vörn til að fara í topp fimm,“ sagði Guðmundur. Klippa: Guðmundur, Hjörvar og Kristjana spá hverjir verða meistarar „Liverpool, Chelsea, Manchester City verða betri heldur en á síðustu leiktíð. Arsenal, þau verða öll þarna og ég giska á í fjórum efstu. Ég lýg því ekki að Brighton er betra fótboltalið heldur en Manchester United,“ sagði Guðmundur. „Manchester United er mögulega að taka besta leikmanninn af Brighton,“ sagði Hjörvar. „En þeir eru betra fótboltalið,“ svaraði Guðmundur. „Manchester United er ekki að fara díla við Evrópukeppni í ár þannig að þetta er einn leikur í viku,“ sagði Hjörvar áfram sannfærður um að hans menn verði meðal fimm efstu. Sýn Sport Ástæða fyrir því „Það er ástæða fyrir því, Þeir gátu ekkert á síðustu leiktíð. Þeir eru ekkert orðnir frábærir eða miklu betri þrátt fyrir að vera komnir með þrjá nýja leikmenn sem munu hjálpa þeim klárlega,“ svaraði Guðmundur. Hann var ekki hrifinn af leik United á móti Fiorentina í síðasta æfingarleik liðsins fyrir tímabilið. „Ég ætla að vona að þeir spili mun betur á móti Arsenal heldur en í þeim leik. United hefur ekki gefið mér neinar ástæður til að fara að hugsa að þeir séu að fara að keppa um Meistaradeildarsæti núna,“ sagði Guðmundur. „Ég geri ráð fyrir Manchester United í topp fimm,“ sagði Hjörvar. „Hefur þú alltaf gert það,“ spurði Guðmundur. „Já oftast,“ svaraði Hjörvar hlæjandi. Hjörvar er nokkuð ánægður með hópinn hjá United en segist ekki þola þetta þriggja hafsenta kerfi sem liðið spilar. „Ég held að United þurfi fleiri en einn nýjan leikmann og ef þeir ætla að spila þetta kerfi þá þurfa þeir svona sjö,“ sagði Guðmundur. Sýn Sport Hjörvar tók fyrir andlitið yfir vali Gumma Þetta var bara smá upphitun fyrir umræðu félaganna seinna í þættinum. Þá var komið að því spá um Englandsmeistara 2026 og Hjörvar hristi bara hausinn og tók fyrir andlitið yfir vali Guðmundar. Guðmundur kom þá með góða sögu af Hjörvari um að hann hafði spáð fimm mismunandi liðum titlinum og mætti svo með réttu klippuna þegar ein af þessum spám hans gekk upp. Guðmundur spáir Chelsea titlinum. „Ég ætla að halda mig við þetta því þetta er svo auðvelt,“ sagði Guðmundur og benti á spá Hjörvars og Kristjönu Arnarsdóttur sem spáðu bæði Liverpool titlinum. „Ég held í hausnum á mér að þeir endi í þriðja sæti,“ sagði Guðmundur og Hjörvar skildi ekki neitt í neinu. Ég þekki þig alveg „Heldurðu að þeir lendi í þriðja sæti en setur þá samt á toppinn,“ sagði Hjörvar hlæjandi. „Þú heldur að United lenti í fyrsta sæti en setur samt Liverpool“ skaut Guðmundur á Hjörvar. Hjörvar neitaði því en Guðmundur gaf sig ekki. „Ég þekki þig alveg,“ sagði Guðmundur. „Eigum við ekki að reyna að vera faglegir,“ sagði Hjörvar „Þetta er ekki faglegt,“ sagði Guðmundur og benti á spá Hjörvars. Þetta eru draumórar Umræðan fór aftur yfir á Manchester United. „Ekki vera að horfa í síðasta tímabil. Súmaðu aðeins út,“ sagði Hjörvar. „Hvað eigum við að horfa í,“ spurði Guðmundur. „Horfðu á hópinn,“ svaraði Hjörvar. „Þetta eru draumórar. Að United verði í Meistaradeildarsæti eru draumórar,“ sagði Guðmundur. „Ég skal lofa þér því að þeir verða í Meistaradeilarsæti,“ sagði Hjörvar. Hér fyrir neðan má sjá þegar hitnaði aðeins á milli þeirra og þeir fóru að rífast um Manchester United.
Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira