Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Aron Guðmundsson skrifar 13. ágúst 2025 16:30 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Vísir/Sigurjón Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir það skipta öllu máli fyrir sitt lið að búa að góðum stuðningi í komandi undankeppni HM eigi liðið að ná markmiðum sínum. Stuðningsmenn Ísland geti hjálpað liðinu gríðarlega. Í dag fór KSÍ af stað með mótsmiðasölu á heimaleiki Íslands í komandi undankeppni en innan við mánuður er í fyrsta leik liðsins í þeirri keppni, heimaleik gegn landsliði Azerbaíjan þann 5. september næstkomandi en auk Azerbaíjan er Ísland í riðli með Frakklandi og Úkraínu. Efsta lið hvers riðils tryggir sér sæti á HM í Bandaríkjunum á næsta ári. Liðið í öðru sæti fer í umspil. Miðasalan fer vel af stað og fram undan er fyrsti heimaleikur Íslands undir stjórn Arnars sem tók við stjórnartaumunum hjá íslenska landsliðinu í janúar fyrr á þessu ári. Hann spilaði sjálfur með íslenska landsliðinu á sínum tíma, þekkir sögu liðsins vel og veit hversu miklu máli góður stuðningur getur skipt. Klippa: „Skiptir öllu máli“ „Skiptir bara öllu máli,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. „Völlurinn er, eins og þið sjáið núna, orðinn glæsilegur. Grasið nýtt og fallegt, búið að búa til smá gryfju stemningu. Í minningunni, og það gæti vel verið að ég hafi rangt fyrir mér, en í minningunni er langt síðan að við höfum haft alvöru heimavöll. Það hefur dofnað síðustu ár og maður finnur það svo vel, við höfum spilað þrjá erfiða útileiki í Kósóvó, Skotlandi og Norður Írlandi, hvað þetta gefur liðum aukinn kraft.“ Ef Ísland eigi að takast að komast á HM þurfi liðið áhorfendur í lið með sér. „Mér skilst að mótsmiðasalan hafi farið af stað í hádeginu og byrjað nokkuð vel þannig greinilega er áhuginn til staðar. En betur má ef duga skal. Við þurfum bara að fylla völlinn, í hvert einasta skipti, til að eiga góða möguleika á að komast á HM í Bandaríkjunum. Það jafnast ekkert á við upplifunina að koma á troðfullan Laugardalsvöll. Tilfinningin er sú að stuðningsmenn geti hreinlega öskra inn mark fyrir okkur sem og öskrað til að koma í veg fyrir að við fáum á okkur mörk, gert aðkomulið skelkað. Þetta er ákveðin gryfja, lítill og þéttur völlur sem tekur ekki 60-70 þúsund manns en Laugardalsvöllurinn, þegar að hann skartar sínu fegursta bæði inn á vellinum sem og í stúkunni, er sterkt vígi sem hefur hjálpað okkur. Við hefðum ekkert komist inn á þessi stórmót án þess að hafa þennan skemmtilega og þétta völl.“ Landslið karla í fótbolta KSÍ HM 2026 í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Í dag fór KSÍ af stað með mótsmiðasölu á heimaleiki Íslands í komandi undankeppni en innan við mánuður er í fyrsta leik liðsins í þeirri keppni, heimaleik gegn landsliði Azerbaíjan þann 5. september næstkomandi en auk Azerbaíjan er Ísland í riðli með Frakklandi og Úkraínu. Efsta lið hvers riðils tryggir sér sæti á HM í Bandaríkjunum á næsta ári. Liðið í öðru sæti fer í umspil. Miðasalan fer vel af stað og fram undan er fyrsti heimaleikur Íslands undir stjórn Arnars sem tók við stjórnartaumunum hjá íslenska landsliðinu í janúar fyrr á þessu ári. Hann spilaði sjálfur með íslenska landsliðinu á sínum tíma, þekkir sögu liðsins vel og veit hversu miklu máli góður stuðningur getur skipt. Klippa: „Skiptir öllu máli“ „Skiptir bara öllu máli,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. „Völlurinn er, eins og þið sjáið núna, orðinn glæsilegur. Grasið nýtt og fallegt, búið að búa til smá gryfju stemningu. Í minningunni, og það gæti vel verið að ég hafi rangt fyrir mér, en í minningunni er langt síðan að við höfum haft alvöru heimavöll. Það hefur dofnað síðustu ár og maður finnur það svo vel, við höfum spilað þrjá erfiða útileiki í Kósóvó, Skotlandi og Norður Írlandi, hvað þetta gefur liðum aukinn kraft.“ Ef Ísland eigi að takast að komast á HM þurfi liðið áhorfendur í lið með sér. „Mér skilst að mótsmiðasalan hafi farið af stað í hádeginu og byrjað nokkuð vel þannig greinilega er áhuginn til staðar. En betur má ef duga skal. Við þurfum bara að fylla völlinn, í hvert einasta skipti, til að eiga góða möguleika á að komast á HM í Bandaríkjunum. Það jafnast ekkert á við upplifunina að koma á troðfullan Laugardalsvöll. Tilfinningin er sú að stuðningsmenn geti hreinlega öskra inn mark fyrir okkur sem og öskrað til að koma í veg fyrir að við fáum á okkur mörk, gert aðkomulið skelkað. Þetta er ákveðin gryfja, lítill og þéttur völlur sem tekur ekki 60-70 þúsund manns en Laugardalsvöllurinn, þegar að hann skartar sínu fegursta bæði inn á vellinum sem og í stúkunni, er sterkt vígi sem hefur hjálpað okkur. Við hefðum ekkert komist inn á þessi stórmót án þess að hafa þennan skemmtilega og þétta völl.“
Landslið karla í fótbolta KSÍ HM 2026 í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira