Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 12:32 Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Einar Samtök atvinnulífsins fagna áformum stjórnvalda um mótun atvinnustefnu fyrir Ísland. Ríkisstjórnin hefur efnt til samráðs um stefnuna og kalla eftir hugmyndum um útflutningsgreinar sem geta vaxið hvað mest á næstu tíu árum og náð árlegum útflutningi sem nemur tugum milljarða króna. Áform um atvinnustefnu Íslands til ársins 2035 var birt í samráðsgátt í gær. Markmiðið er að móta stefnu, ásamt markmiðum og mælikvörðum, sem lýsi því hvernig stjórnvöld vilji vinna með atvinnulífinu og er ætlað að svara því hvaðan hagvöxtur næstu ára skuli koma. Skilgreindar verði aðgerðir sem ríkistjórnin telur að ráðast þurfi í til að vinna að markmiðum stefnunnar. Ákall um fyrirsjáanleika og langtímastefnu Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fagnar áformunum. „Samtök atvinnulífsins munu að sjálfsögðu taka þátt í því verkefni með stjórnvöldum. Við vorum í hringferð um allt landið í júnímánuði og eitt af því sem við spurðum fyrirtæki í hringborðsumræðum sem átti sér stað í hringferðinni okkar var einmitt hvað stjórnvöld geta gert til að fjölga tækifærum. Og þá sérstaklega vorum við að hugsa um öflugan útflutning sem er jú undirstaða lífskjara á Íslandi, og þar var sá þáttur sem langflestir settu sitt atkvæði á það að móta framtíðarsýn um hvernig á að skapa verðmæti á Íslandi,“ segir Sigríður Margrét. Hún skynji ákall um það hjá fyrirtækjum um landið að það sé fyrirsjáanleiki og langtímastefna til staðar fyrir atvinnulífið. Vinnan sé núna að fara af stað og samtökin fagna því að fá að taka þátt. Sigríður bendir á að þegar liggi fyrir öflug útflutningsstefna fyrir Ísland sem Íslandsstofa í samvinnu við meðal annars utanríkisráðuneytið hefur unnið. Því sé heilmikið þegar til af gögnum sem hægt sé að byggja á í þessari vinnu sem framundan er nú. Auðlindir, hugverk og loftslagsmál í öndvegi Áform stjórnvalda voru boðuð í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna í desember en í tilkynningu forsætisráðuneytisins og gögnum um atvinnustefnuna sem nú er til samráðs er meðal annars lögð áhersla á vaxtarplan til næstu tíu ára. „Markmið stefnunnar er að fj0lga vel launuðum störfum um land allt og styðja við hagvöxt í jafnvægi við samfélag, umhverfi og innviði,“ segir meðal annars í drögunum. Vöxtur og verðmætasköpun verði drifin áfram af auknum útflutningi og stefnan byggi á styrkleikum Íslands þar sem auðlindagreinar og hugverkaiðnaður verði áfram í lykilhlutverki. Einnig verði lögð áhersla á árangur í loftslagsmálum svo fátt eitt sé nefnt. „Framtíðarsýn SA er samfélag hagsældar og tækifæra. Og við skulum muna það að við búum við einhver bestu lífskjör í heiminum mælt á fjölmarga mælikvarða. En undirstaða þessarar velferðar er auðvitað verðmætasköpun og okkar hlutverk er fyrst og fremst að styðja íslenskt atvinnulíf til aukinnar verðmætasköpunar og jákvæðra áhrifa á samfélagið allt og við gerum það með fjölbreyttum hætti,“ segir Sigríður. „Þannig að við munum náttúrlega taka þátt í þessari vinnu núna í samvinnu við auðvitað önnur hagsmunasamtök og okkar félagsmenn af því að það er ákall eftir því að það sé fyrirsjáanleiki og það sé langtímastefna sem hægt sé að horfa til.“ Atvinnurekendur Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Áform um atvinnustefnu Íslands til ársins 2035 var birt í samráðsgátt í gær. Markmiðið er að móta stefnu, ásamt markmiðum og mælikvörðum, sem lýsi því hvernig stjórnvöld vilji vinna með atvinnulífinu og er ætlað að svara því hvaðan hagvöxtur næstu ára skuli koma. Skilgreindar verði aðgerðir sem ríkistjórnin telur að ráðast þurfi í til að vinna að markmiðum stefnunnar. Ákall um fyrirsjáanleika og langtímastefnu Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fagnar áformunum. „Samtök atvinnulífsins munu að sjálfsögðu taka þátt í því verkefni með stjórnvöldum. Við vorum í hringferð um allt landið í júnímánuði og eitt af því sem við spurðum fyrirtæki í hringborðsumræðum sem átti sér stað í hringferðinni okkar var einmitt hvað stjórnvöld geta gert til að fjölga tækifærum. Og þá sérstaklega vorum við að hugsa um öflugan útflutning sem er jú undirstaða lífskjara á Íslandi, og þar var sá þáttur sem langflestir settu sitt atkvæði á það að móta framtíðarsýn um hvernig á að skapa verðmæti á Íslandi,“ segir Sigríður Margrét. Hún skynji ákall um það hjá fyrirtækjum um landið að það sé fyrirsjáanleiki og langtímastefna til staðar fyrir atvinnulífið. Vinnan sé núna að fara af stað og samtökin fagna því að fá að taka þátt. Sigríður bendir á að þegar liggi fyrir öflug útflutningsstefna fyrir Ísland sem Íslandsstofa í samvinnu við meðal annars utanríkisráðuneytið hefur unnið. Því sé heilmikið þegar til af gögnum sem hægt sé að byggja á í þessari vinnu sem framundan er nú. Auðlindir, hugverk og loftslagsmál í öndvegi Áform stjórnvalda voru boðuð í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna í desember en í tilkynningu forsætisráðuneytisins og gögnum um atvinnustefnuna sem nú er til samráðs er meðal annars lögð áhersla á vaxtarplan til næstu tíu ára. „Markmið stefnunnar er að fj0lga vel launuðum störfum um land allt og styðja við hagvöxt í jafnvægi við samfélag, umhverfi og innviði,“ segir meðal annars í drögunum. Vöxtur og verðmætasköpun verði drifin áfram af auknum útflutningi og stefnan byggi á styrkleikum Íslands þar sem auðlindagreinar og hugverkaiðnaður verði áfram í lykilhlutverki. Einnig verði lögð áhersla á árangur í loftslagsmálum svo fátt eitt sé nefnt. „Framtíðarsýn SA er samfélag hagsældar og tækifæra. Og við skulum muna það að við búum við einhver bestu lífskjör í heiminum mælt á fjölmarga mælikvarða. En undirstaða þessarar velferðar er auðvitað verðmætasköpun og okkar hlutverk er fyrst og fremst að styðja íslenskt atvinnulíf til aukinnar verðmætasköpunar og jákvæðra áhrifa á samfélagið allt og við gerum það með fjölbreyttum hætti,“ segir Sigríður. „Þannig að við munum náttúrlega taka þátt í þessari vinnu núna í samvinnu við auðvitað önnur hagsmunasamtök og okkar félagsmenn af því að það er ákall eftir því að það sé fyrirsjáanleiki og það sé langtímastefna sem hægt sé að horfa til.“
Atvinnurekendur Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira