Veður

Úr­koma í öllum lands­hlutum

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu níu til sextán stig.
Hiti verður á bilinu níu til sextán stig. Vísir/Anton Brink

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægum eða breytilegum áttum í dag með úrkomu í öllum landshlutum, ýmist skúrum eða rigningu, enda sé lægð vestan við landið á leið austur yfir landið.

Á vef Veðurstofunnar segir að lægðin verði komin norðaustur af landinu á morgun og vindátt því norðlæg.

Það verður skýjað og svalt fyrir norðan með smávætu, en syðra verður bjart og fremur hlýtt.

Hiti verður á bilinu níu til sextán stig, hlýjast norðaustantil.

„Suðvestlægar átt verða síðan ríkjandi út vikuna með vætusömu veðri einkum vestantil á landinu og einnig útlit fyrir að mjög hlýtt berist til okkar um helgina,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað fyrir norðan og skúrir, einkum norðaustantil fyrripartinn, bjart syðra en stöku síðdegisskúrir suðaustantil. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast sunnanlands.

Á fimmtudag: Snýst í suðvestan 3-10 með rigningu, en úrkomulítið sunnan- og suðaustanlands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast austanlands.

Á föstudag: Gengur í suðvestan 8-15 m/s með rigningu, jafnvel talsverð vestanlands seinnipartinn, en lengst af þurrt fyrir austan. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast austanlands.

Á laugardag og sunnudag: Ákveðin suðvestanátt með rigningu eða súld og milt, en hlýtt og lengst af þurrt að mestu fyrir austan.

Á mánudag: Útlit fyrir minnkandi vind og úrkomu og milt veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×