Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Aron Guðmundsson skrifar 11. ágúst 2025 10:01 Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karlaliðs Írlands í fótbolta, fylgist vel með gangi mála hjá íslenska landsliðinu sem og íslenska boltanum. Vísir/Samsett mynd Heimir Hallgrímsson er efins um að Ísland eigi möguleika á að komast á HM í Norður-Ameríku á næsta ári en fylgist spenntur með. Hann hefur átt samtöl við landsliðsþjálfarann Arnar Gunnlaugsson um starfið og hvetur hann til góðra verka. Fáir þekkja betur áskoranirnar, sem fylgja því að þjálfa íslenska karlalandsliðið í fótbolta, heldur en Heimir Hallgrímsson sem er, að öðrum ólöstuðum, sá þjálfari sem hefur náð bestum árangri í því starfi. Heimir er í dag þjálfari Írlands en fylgist vel með málum hér heima. Arnar Gunnlaugsson tók við þjálfun íslenska landsliðsins fyrr á þessu ári og ætlar sér að umbylta leikstíl liðsins. Slæm töp fyrir Kósovó í fyrstu tveimur leikjum Arnars sýndu hins vegar fram á að á brattann er að sækja. „Ég þekki Arnar ágætlega og hann er bara einhvern veginn þannig týpa að það halda allir með honum og vilja að honum gangi vel og auðvitað landsliðinu,“ segir Heimir í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann Sýnar. „Ég sagði það við hann að mér hafi fundist þetta aðeins of bratt í byrjun en hann er bara með mjög skýrt plan og vonandi gengur það upp. Það er bara hver þjálfari sem verður að ákveða sýna leið og vera staðfastur á henni. Ég held að Arnar sé toppmaður í þetta verkefni.“ Hefurðu trú á því að hann sé á réttri leið og að þetta plan hans geti gengið upp? „Ég veit ekki hvort að það dugi til að komast á HM en ef við gefum honum smá tíma, því þetta er mjög stuttur tími og stuttir gluggar sem hann hefur og lítill tími á milli þeirra. Vonandi heppnast það að komast á HM, það verður ekki auðvelt en vonandi heppnast það. Sjáum til. Það er alltaf best fyrir landsliðsþjálfara að komast í lokakeppni, þá ertu með leikmenn með þér í mánuð eða einn og hálfan mánuð og getur þá gert svo margt.“ Innslagið úr Sportpakka Sýnar, þar sem að Heimir Hallgrímsson ræðir íslenska karlalandsliðið og Arnar Gunnlaugsson við Val Pál Eiríksson, má sjá hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira
Fáir þekkja betur áskoranirnar, sem fylgja því að þjálfa íslenska karlalandsliðið í fótbolta, heldur en Heimir Hallgrímsson sem er, að öðrum ólöstuðum, sá þjálfari sem hefur náð bestum árangri í því starfi. Heimir er í dag þjálfari Írlands en fylgist vel með málum hér heima. Arnar Gunnlaugsson tók við þjálfun íslenska landsliðsins fyrr á þessu ári og ætlar sér að umbylta leikstíl liðsins. Slæm töp fyrir Kósovó í fyrstu tveimur leikjum Arnars sýndu hins vegar fram á að á brattann er að sækja. „Ég þekki Arnar ágætlega og hann er bara einhvern veginn þannig týpa að það halda allir með honum og vilja að honum gangi vel og auðvitað landsliðinu,“ segir Heimir í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann Sýnar. „Ég sagði það við hann að mér hafi fundist þetta aðeins of bratt í byrjun en hann er bara með mjög skýrt plan og vonandi gengur það upp. Það er bara hver þjálfari sem verður að ákveða sýna leið og vera staðfastur á henni. Ég held að Arnar sé toppmaður í þetta verkefni.“ Hefurðu trú á því að hann sé á réttri leið og að þetta plan hans geti gengið upp? „Ég veit ekki hvort að það dugi til að komast á HM en ef við gefum honum smá tíma, því þetta er mjög stuttur tími og stuttir gluggar sem hann hefur og lítill tími á milli þeirra. Vonandi heppnast það að komast á HM, það verður ekki auðvelt en vonandi heppnast það. Sjáum til. Það er alltaf best fyrir landsliðsþjálfara að komast í lokakeppni, þá ertu með leikmenn með þér í mánuð eða einn og hálfan mánuð og getur þá gert svo margt.“ Innslagið úr Sportpakka Sýnar, þar sem að Heimir Hallgrímsson ræðir íslenska karlalandsliðið og Arnar Gunnlaugsson við Val Pál Eiríksson, má sjá hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira