Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Aron Guðmundsson skrifar 11. ágúst 2025 10:01 Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karlaliðs Írlands í fótbolta, fylgist vel með gangi mála hjá íslenska landsliðinu sem og íslenska boltanum. Vísir/Samsett mynd Heimir Hallgrímsson er efins um að Ísland eigi möguleika á að komast á HM í Norður-Ameríku á næsta ári en fylgist spenntur með. Hann hefur átt samtöl við landsliðsþjálfarann Arnar Gunnlaugsson um starfið og hvetur hann til góðra verka. Fáir þekkja betur áskoranirnar, sem fylgja því að þjálfa íslenska karlalandsliðið í fótbolta, heldur en Heimir Hallgrímsson sem er, að öðrum ólöstuðum, sá þjálfari sem hefur náð bestum árangri í því starfi. Heimir er í dag þjálfari Írlands en fylgist vel með málum hér heima. Arnar Gunnlaugsson tók við þjálfun íslenska landsliðsins fyrr á þessu ári og ætlar sér að umbylta leikstíl liðsins. Slæm töp fyrir Kósovó í fyrstu tveimur leikjum Arnars sýndu hins vegar fram á að á brattann er að sækja. „Ég þekki Arnar ágætlega og hann er bara einhvern veginn þannig týpa að það halda allir með honum og vilja að honum gangi vel og auðvitað landsliðinu,“ segir Heimir í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann Sýnar. „Ég sagði það við hann að mér hafi fundist þetta aðeins of bratt í byrjun en hann er bara með mjög skýrt plan og vonandi gengur það upp. Það er bara hver þjálfari sem verður að ákveða sýna leið og vera staðfastur á henni. Ég held að Arnar sé toppmaður í þetta verkefni.“ Hefurðu trú á því að hann sé á réttri leið og að þetta plan hans geti gengið upp? „Ég veit ekki hvort að það dugi til að komast á HM en ef við gefum honum smá tíma, því þetta er mjög stuttur tími og stuttir gluggar sem hann hefur og lítill tími á milli þeirra. Vonandi heppnast það að komast á HM, það verður ekki auðvelt en vonandi heppnast það. Sjáum til. Það er alltaf best fyrir landsliðsþjálfara að komast í lokakeppni, þá ertu með leikmenn með þér í mánuð eða einn og hálfan mánuð og getur þá gert svo margt.“ Innslagið úr Sportpakka Sýnar, þar sem að Heimir Hallgrímsson ræðir íslenska karlalandsliðið og Arnar Gunnlaugsson við Val Pál Eiríksson, má sjá hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Sjá meira
Fáir þekkja betur áskoranirnar, sem fylgja því að þjálfa íslenska karlalandsliðið í fótbolta, heldur en Heimir Hallgrímsson sem er, að öðrum ólöstuðum, sá þjálfari sem hefur náð bestum árangri í því starfi. Heimir er í dag þjálfari Írlands en fylgist vel með málum hér heima. Arnar Gunnlaugsson tók við þjálfun íslenska landsliðsins fyrr á þessu ári og ætlar sér að umbylta leikstíl liðsins. Slæm töp fyrir Kósovó í fyrstu tveimur leikjum Arnars sýndu hins vegar fram á að á brattann er að sækja. „Ég þekki Arnar ágætlega og hann er bara einhvern veginn þannig týpa að það halda allir með honum og vilja að honum gangi vel og auðvitað landsliðinu,“ segir Heimir í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann Sýnar. „Ég sagði það við hann að mér hafi fundist þetta aðeins of bratt í byrjun en hann er bara með mjög skýrt plan og vonandi gengur það upp. Það er bara hver þjálfari sem verður að ákveða sýna leið og vera staðfastur á henni. Ég held að Arnar sé toppmaður í þetta verkefni.“ Hefurðu trú á því að hann sé á réttri leið og að þetta plan hans geti gengið upp? „Ég veit ekki hvort að það dugi til að komast á HM en ef við gefum honum smá tíma, því þetta er mjög stuttur tími og stuttir gluggar sem hann hefur og lítill tími á milli þeirra. Vonandi heppnast það að komast á HM, það verður ekki auðvelt en vonandi heppnast það. Sjáum til. Það er alltaf best fyrir landsliðsþjálfara að komast í lokakeppni, þá ertu með leikmenn með þér í mánuð eða einn og hálfan mánuð og getur þá gert svo margt.“ Innslagið úr Sportpakka Sýnar, þar sem að Heimir Hallgrímsson ræðir íslenska karlalandsliðið og Arnar Gunnlaugsson við Val Pál Eiríksson, má sjá hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Sjá meira