Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2025 15:31 Ríkjandi Íslandsmeistarar verða báðir á meðal keppenda í ár en hér má sjá þau Huldu Clöru Gestsdóttur og Aron Snæ Júlíusson með bikarana eftir Íslandsmótið í fyrra. Golfsamband Íslands Rástímar hafa nú verið birtir fyrir Íslandsmótið í golfi en öll augu kylfinga verða á Hafnarfirðinum næstu daga. Íslandsmótið í golfi 2025 fer fram á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili og hefst á morgun. Mikil spenna er fyrir mótinu, en þangað mæta bestu kylfingar landsins og leika um Íslandsmeistaratitilinn. Rástímar fyrstu tveggja keppnisdaganna hafa verið birtir, en eftir það verður raðað eftir skori. Fyrsti ráshópur mótsins hefur leik klukkan sjö í fyrramálið. Þar eru Henning Darri Þórðarson úr GK, Sverrir Haraldsson úr GM, og Björn Viktor Viktorsson úr GR. Ræst er með ellefu mínútna millibili og hefur síðasta holl leik kl. 15:37. Það er boðið upp á svakalega ráshópa hjá báðum kynjum á fyrsta degi. Forgjafarlægsta holl karlaflokksins hefur leik klukkan 09:23 á morgun. Þar eru Aron Snær Júlíusson, ríkjandi Íslandsmeistari, Tómas Eiríksson Hjaltested, efsti maður stigalistans, og Axel Bóasson, þrefaldur Íslandsmeistari. Forgjafarlægsta holl kvennaflokksins er ræst út næst á eftir karlahollinu. Í því leika Guðrún Brá Björgvinsdóttir, þrefaldur Íslandsmeistari, Heiðrún Anna Hlynsdóttir, sem er efst á stigalistanum, og Hulda Clara Gestsdóttir, ríkjandi Íslandsmeistari. Það má finna alla rástímana með því að smella hér. Hér fyrir neðan má sjá kynningu á helstu keppendum frá heimasíðu Golfsambands Íslands. Í kvennaflokki er meðalforgjöfin 0.84, sem er lægsta meðalforgjöfin í ár. Lægsta forgjöf flokksins er +5.4, sem er forgjöf Ragnhildar Kristinsdóttur. Hún hefur enn ekki leikið á GSÍ mótaröðinni í sumar, en hefur náð frábærum árangri á LET Access mótaröðinni. Hún varð í júlí fyrsti íslenski kylfingurinn til að vinna á mótaröðinni, og situr í fimmta sæti stigalistans. Ragnhildur varð Íslandsmeistari í fyrsta skiptið árið 2023, en hún hefur þrisvar hafnað í öðru sæti mótsins. Ríkjandi Íslandsmeistari kvenna, Hulda Clara Gestsdóttir, er einnig á meðal keppenda. Þetta er fyrsta mót Huldu á GSÍ mótaröðinni í sumar, en hún leikur í háskólagolfinu í Bandaríkjunum með University of Denver. Hulda hefur unnið mótið tvisvar, á Hólmsvelli árið 2024 og á Jaðarsvelli árið 2021. Guðrún Brá Björgvinsdóttir tekur einnig þátt í mótinu. Guðrún hefur leikið á LET og LET Access mótaröðunum í sumar, en LET mótaröðin er stærsta svið atvinnukylfinga í Evrópu. Guðrún vann Íslandsmótið þrjú ár í röð á tímabilinu 2018-2020, og hefur náð þeim ótrúlega árangri að vera átta sinnum í efstu þremur sætum mótsins. Heiðrún Anna Hlynsdóttir kemur inn í mótið sem efsti kylfingur stigalistans. Hún hefur unnið öll þau fjögur mót sem hún hefur tekið þátt í í sumar, og stefnir að sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli á Hvaleyrarvelli í ár. Heiðrún hefur leikið frábært golf í allt sumar og hefur tryggt sér stigameistaratitil kvenna áður en Íslandsmótið fer fram. Á vellinum má einnig finna fleiri frábæra kylfinga, þ.á.m. fyrrverandi Íslandsmeistarana Perlu Sól Sigurbrandsdóttur, Þórdísi Geirsdóttur og Ragnhildi Sigurðardóttur. Í karlaflokki er meðalforgjöfin +2.03, sem er sú lægsta á tímabilinu. 72 kylfingar eru með forgjöf undir 0, en þar á meðal eru margir fyrrverandi Íslandsmeistarar. Tómas Eiríksson Hjaltested er með lægstu forgjöf mótsins, +5.7. Tómas er efsti kylfingur stigalistans og hefur leikið frábærlega á GSÍ mótaröðinni í sumar. Hann hefur verið í efstu fimm sætunum í öllum mótum sumarsins, og þrisvar endað í öðru sæti. Hann hefur þó enn ekki unnið á tímabilinu og stefnir að sigri í því elsta og virtasta. Tómas sigraði í Hvaleyrarbikarnum á síðasta ári, og hefur því góða reynslu af vellinum. Dagbjartur Sigurbrandsson kemur þar á eftir, með forgjöfina +5.6. Dagbjartur lauk háskólanámi sínu í Bandaríkjunum fyrr í sumar og hefur einungis keppt á einu móti hérlendis. Þar lék hann í Korpubikarnum, þar sem hann hafnaði í 3. sæti eftir frábæra spilamennsku. Atvinnukylfingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús eru báðir á meðal keppenda í mótinu. Báðir leika þeir á HotelPlanner Tour mótaröðinni í Evrópu, sem er sú næststerkasta á eftir Evrópumótaröðinni. Guðmundur og Haraldur hafa báðir orðið Íslandsmeistarar, Haraldur árið 2012 á Strandarvelli og Guðmundur árið 2019 á Grafarholtsvelli. Heimamenn í Golfklúbbnum Keili hafa reynst sigursælir í karlaflokki. Axel Bóasson hefur unnið mótið þrisvar, meðal annars þegar mótið var haldið á vellinum síðast árið 2017. Hann stefnir að sínum fjórða sigri í ár. Margir fyrrverandi Íslandsmeistarar verða á svæðinu, þ.á.m. Aron Snær Júlíusson, ríkjandi Íslandsmeistari, og Logi Sigurðsson, meistari 2023. Keppendur mótsins koma úr 17 golfklúbbum víðs vegar af landinu. Golfklúbbur Reykjavíkur á flesta keppendur, alls 32, en heimamenn í Golfklúbbnum Keili eiga 21 kylfing í mótinu. Golf Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjá meira
Íslandsmótið í golfi 2025 fer fram á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili og hefst á morgun. Mikil spenna er fyrir mótinu, en þangað mæta bestu kylfingar landsins og leika um Íslandsmeistaratitilinn. Rástímar fyrstu tveggja keppnisdaganna hafa verið birtir, en eftir það verður raðað eftir skori. Fyrsti ráshópur mótsins hefur leik klukkan sjö í fyrramálið. Þar eru Henning Darri Þórðarson úr GK, Sverrir Haraldsson úr GM, og Björn Viktor Viktorsson úr GR. Ræst er með ellefu mínútna millibili og hefur síðasta holl leik kl. 15:37. Það er boðið upp á svakalega ráshópa hjá báðum kynjum á fyrsta degi. Forgjafarlægsta holl karlaflokksins hefur leik klukkan 09:23 á morgun. Þar eru Aron Snær Júlíusson, ríkjandi Íslandsmeistari, Tómas Eiríksson Hjaltested, efsti maður stigalistans, og Axel Bóasson, þrefaldur Íslandsmeistari. Forgjafarlægsta holl kvennaflokksins er ræst út næst á eftir karlahollinu. Í því leika Guðrún Brá Björgvinsdóttir, þrefaldur Íslandsmeistari, Heiðrún Anna Hlynsdóttir, sem er efst á stigalistanum, og Hulda Clara Gestsdóttir, ríkjandi Íslandsmeistari. Það má finna alla rástímana með því að smella hér. Hér fyrir neðan má sjá kynningu á helstu keppendum frá heimasíðu Golfsambands Íslands. Í kvennaflokki er meðalforgjöfin 0.84, sem er lægsta meðalforgjöfin í ár. Lægsta forgjöf flokksins er +5.4, sem er forgjöf Ragnhildar Kristinsdóttur. Hún hefur enn ekki leikið á GSÍ mótaröðinni í sumar, en hefur náð frábærum árangri á LET Access mótaröðinni. Hún varð í júlí fyrsti íslenski kylfingurinn til að vinna á mótaröðinni, og situr í fimmta sæti stigalistans. Ragnhildur varð Íslandsmeistari í fyrsta skiptið árið 2023, en hún hefur þrisvar hafnað í öðru sæti mótsins. Ríkjandi Íslandsmeistari kvenna, Hulda Clara Gestsdóttir, er einnig á meðal keppenda. Þetta er fyrsta mót Huldu á GSÍ mótaröðinni í sumar, en hún leikur í háskólagolfinu í Bandaríkjunum með University of Denver. Hulda hefur unnið mótið tvisvar, á Hólmsvelli árið 2024 og á Jaðarsvelli árið 2021. Guðrún Brá Björgvinsdóttir tekur einnig þátt í mótinu. Guðrún hefur leikið á LET og LET Access mótaröðunum í sumar, en LET mótaröðin er stærsta svið atvinnukylfinga í Evrópu. Guðrún vann Íslandsmótið þrjú ár í röð á tímabilinu 2018-2020, og hefur náð þeim ótrúlega árangri að vera átta sinnum í efstu þremur sætum mótsins. Heiðrún Anna Hlynsdóttir kemur inn í mótið sem efsti kylfingur stigalistans. Hún hefur unnið öll þau fjögur mót sem hún hefur tekið þátt í í sumar, og stefnir að sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli á Hvaleyrarvelli í ár. Heiðrún hefur leikið frábært golf í allt sumar og hefur tryggt sér stigameistaratitil kvenna áður en Íslandsmótið fer fram. Á vellinum má einnig finna fleiri frábæra kylfinga, þ.á.m. fyrrverandi Íslandsmeistarana Perlu Sól Sigurbrandsdóttur, Þórdísi Geirsdóttur og Ragnhildi Sigurðardóttur. Í karlaflokki er meðalforgjöfin +2.03, sem er sú lægsta á tímabilinu. 72 kylfingar eru með forgjöf undir 0, en þar á meðal eru margir fyrrverandi Íslandsmeistarar. Tómas Eiríksson Hjaltested er með lægstu forgjöf mótsins, +5.7. Tómas er efsti kylfingur stigalistans og hefur leikið frábærlega á GSÍ mótaröðinni í sumar. Hann hefur verið í efstu fimm sætunum í öllum mótum sumarsins, og þrisvar endað í öðru sæti. Hann hefur þó enn ekki unnið á tímabilinu og stefnir að sigri í því elsta og virtasta. Tómas sigraði í Hvaleyrarbikarnum á síðasta ári, og hefur því góða reynslu af vellinum. Dagbjartur Sigurbrandsson kemur þar á eftir, með forgjöfina +5.6. Dagbjartur lauk háskólanámi sínu í Bandaríkjunum fyrr í sumar og hefur einungis keppt á einu móti hérlendis. Þar lék hann í Korpubikarnum, þar sem hann hafnaði í 3. sæti eftir frábæra spilamennsku. Atvinnukylfingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús eru báðir á meðal keppenda í mótinu. Báðir leika þeir á HotelPlanner Tour mótaröðinni í Evrópu, sem er sú næststerkasta á eftir Evrópumótaröðinni. Guðmundur og Haraldur hafa báðir orðið Íslandsmeistarar, Haraldur árið 2012 á Strandarvelli og Guðmundur árið 2019 á Grafarholtsvelli. Heimamenn í Golfklúbbnum Keili hafa reynst sigursælir í karlaflokki. Axel Bóasson hefur unnið mótið þrisvar, meðal annars þegar mótið var haldið á vellinum síðast árið 2017. Hann stefnir að sínum fjórða sigri í ár. Margir fyrrverandi Íslandsmeistarar verða á svæðinu, þ.á.m. Aron Snær Júlíusson, ríkjandi Íslandsmeistari, og Logi Sigurðsson, meistari 2023. Keppendur mótsins koma úr 17 golfklúbbum víðs vegar af landinu. Golfklúbbur Reykjavíkur á flesta keppendur, alls 32, en heimamenn í Golfklúbbnum Keili eiga 21 kylfing í mótinu.
Golf Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjá meira