Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2025 13:15 Laura Dahlmeier með Ólympíugullið sem hún vann á vetrarleiknunum í Pyeongchang-gun í Suður Kóreu árið 2018. Getty/Michel Cottin Þýska skíðaskotfimidrottningin og Ólympíumeistarinn Laura Dahlmeier fannst látin í dag eftir að hafa orðið fyrir grjóthruni í fjallgöngu í Pakistan. Dahlmeier var að klifra erfiða og tæknilega klifurleið upp Laila Peak í 5.700 metra hæð í Karakoram fjöllunum í Pakistan þegar skriða hrundi yfir hana. Dahlmeier var að fara niður, líklega til að sækja farangur eftir erfitt klifur, þegar slysið varð. Eva var klifurfélagi hennar í þessari ferð. Hún sagði að grjótið hefði hrifsað Dahlmeier með sér og hún hefði misst sjónar á henni. Það var strax kölluð út björgunarsveit með reynda heimamenn með í för en það gekk mjög illa að komast til hennar. Fresta þurfti tilraunum vegna myrkurs en þá hafði þyrla fundið hana og séð að hún var augljóslega mikið slösuð. Mikill vindur, lítið skyggni og mjög erfiðar aðstæður í mikilli hæð gerðu þetta að mjög erfiðri björgunaraðgerð. Slysið varð á mánudaginn en leitarmenn hafa ekki enn komist til hennar. Hún hafði sjálf skrifað undir það í erfðaskrá sinni að enginn ætti að hætta lífi sínu til að bjarga henni. ZDF segir frá. Það er komið endanlega í ljós að Dahlmeier er látin. Á meðan aðstæður eru svona slæmar á fjallinu verður lík hennar látið vera þar sem það er niðurkomið. Vonandi tekst að ná því síðar. Það er líka mjög erfitt að ná í líkið vegna áframhaldandi berghruns sem myndi setja björgunarfólk í hættu. Dahlmeier var vanur fjallamaður og með réttindi sem leiðsögumaður í fjallgöngum. Hún er frá Garmisch-Partenkirchen í þýsku Ölpunum og þekkti því vel til að klífa fjöll. Dahlmeier vann tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum og sjö gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún vann alls fimmtán verðlaun á HM á ferlinum. Árið 2019 setti hún skíðin upp á hillu. Ólympíugullin sín vann hún á Vetrarleikunum í Pyeongchang í Suður Kóreu árið 2018, í 7,5 kílómetra sprettgöngu og í 10 kílómetra eltigöngu. Laura Dahlmeier ist beim Bergsteigen im pakistanischen Karakorum-Gebirge tödlich verunglückt. 🕊️Das teilte ihr Management der Deutschen Presse-Agentur mit.#SkySport #Dahlmeier #RIP pic.twitter.com/u68hwFkbms— Sky Sport (@SkySportDE) July 30, 2025 Ólympíuleikar Skíðaíþróttir Andlát Þýskaland Pakistan Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Sjá meira
Dahlmeier var að klifra erfiða og tæknilega klifurleið upp Laila Peak í 5.700 metra hæð í Karakoram fjöllunum í Pakistan þegar skriða hrundi yfir hana. Dahlmeier var að fara niður, líklega til að sækja farangur eftir erfitt klifur, þegar slysið varð. Eva var klifurfélagi hennar í þessari ferð. Hún sagði að grjótið hefði hrifsað Dahlmeier með sér og hún hefði misst sjónar á henni. Það var strax kölluð út björgunarsveit með reynda heimamenn með í för en það gekk mjög illa að komast til hennar. Fresta þurfti tilraunum vegna myrkurs en þá hafði þyrla fundið hana og séð að hún var augljóslega mikið slösuð. Mikill vindur, lítið skyggni og mjög erfiðar aðstæður í mikilli hæð gerðu þetta að mjög erfiðri björgunaraðgerð. Slysið varð á mánudaginn en leitarmenn hafa ekki enn komist til hennar. Hún hafði sjálf skrifað undir það í erfðaskrá sinni að enginn ætti að hætta lífi sínu til að bjarga henni. ZDF segir frá. Það er komið endanlega í ljós að Dahlmeier er látin. Á meðan aðstæður eru svona slæmar á fjallinu verður lík hennar látið vera þar sem það er niðurkomið. Vonandi tekst að ná því síðar. Það er líka mjög erfitt að ná í líkið vegna áframhaldandi berghruns sem myndi setja björgunarfólk í hættu. Dahlmeier var vanur fjallamaður og með réttindi sem leiðsögumaður í fjallgöngum. Hún er frá Garmisch-Partenkirchen í þýsku Ölpunum og þekkti því vel til að klífa fjöll. Dahlmeier vann tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum og sjö gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún vann alls fimmtán verðlaun á HM á ferlinum. Árið 2019 setti hún skíðin upp á hillu. Ólympíugullin sín vann hún á Vetrarleikunum í Pyeongchang í Suður Kóreu árið 2018, í 7,5 kílómetra sprettgöngu og í 10 kílómetra eltigöngu. Laura Dahlmeier ist beim Bergsteigen im pakistanischen Karakorum-Gebirge tödlich verunglückt. 🕊️Das teilte ihr Management der Deutschen Presse-Agentur mit.#SkySport #Dahlmeier #RIP pic.twitter.com/u68hwFkbms— Sky Sport (@SkySportDE) July 30, 2025
Ólympíuleikar Skíðaíþróttir Andlát Þýskaland Pakistan Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Sjá meira