Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. júlí 2025 20:17 Ingibjörg Elva Sigurðardóttir (til vinstri) og Auður Friðgerður Thorlacius Halldórsdóttir, konurnar í Hjónabandinu en með þeim er Jens Sigurðsson. Jón Ólafsson var með þeim en hann er látinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hljómsveitin Hjónabandið í Fljótshlíð er vinsæl hljómsveit, sem hefur gert það gott síðustu ár, ekki síst á Kaffi Langbrók þar sem nokkrir meðlimir bandsins reka tjald- og hjólhýsasvæði. Alltaf haldin ein útimessa á staðnum á sumrin, en þriggja ára strákur stal senunni í messu á sunnudaginn. Á Kaffi Langbrók er rekið flott tjald, fellihýsa, hjólhýsa og húsbílasvæði, sem margir nýta sér og einhverjir eru með fast stæði þar yfir sumartímann. Á kvöldin er oft verið að spila á hljóðfæri og syngja en það eru þá undir forystu Hjónabandsins, hljómsveitar staðarins. Á hverju sumri eru líka haldnar útimessur, en um síðustu helgi var ein slík messa haldin þar sem prestur var séra Sigríður Kristín Helgadóttir. Hjónabandið sá að sjálfsögðu um tónlistina og eftir messuna var boðið upp á glæsilegt messukaffi. „Við notum bara eigin lög og svo einstaka lög, sem við elskum,“ segir Ingibjörg Elva Sigurðardóttir, sem er í Hjónabandinu. Og Auður Friðgerður, sem er einnig í bandinu bætir við. „Við byrjuðum einu sinni þrenn hjón og svo urðum við tvenn hjón og síðan eftir að Jón dó þá héldum við bara áfram þrjú. Við köllum okkur Hjónabandið en köllum til svona oft gestaspilara með okkur. Bæði eru það börnin okkar og vinir.“ Auður og Ingibjörg að syngja í messunni, Jens er á gítarnum fyrir aftan þær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvers konar lög eru þið aðallega að spila? „Þetta er aðallega frumsamið og svo eru við með gamla slagara, sem allir kunna og geta sungið með. Á kvöldin tökum við svo fjöldasöngslög en okkar föstu gestir kunna lögin okkar og syngja með,“ segja þær stöllur. Fjölmargir gestir af tjaldsvæðinu mættu í messuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hvað haldið þið, það var þriggja ára strákur, sem kom í hljóðnemann í lok messunnar og stal senunni þegar hann söng, „Sól, sól skín á mig“. Strákurinn heitir Kristþór Rúnar Thorlacius Þórhallsson, en Auður Friðgerður er amma hans. Kristþór Rúnar Thorlacius Þórhallsson, þriggja ára fór í hljóðnemann strax eftir messuna og söng fyrir gesti við mikla kátínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðeins um Hjónabandið og sögu þess Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Krakkar Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Fleiri fréttir Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjá meira
Á Kaffi Langbrók er rekið flott tjald, fellihýsa, hjólhýsa og húsbílasvæði, sem margir nýta sér og einhverjir eru með fast stæði þar yfir sumartímann. Á kvöldin er oft verið að spila á hljóðfæri og syngja en það eru þá undir forystu Hjónabandsins, hljómsveitar staðarins. Á hverju sumri eru líka haldnar útimessur, en um síðustu helgi var ein slík messa haldin þar sem prestur var séra Sigríður Kristín Helgadóttir. Hjónabandið sá að sjálfsögðu um tónlistina og eftir messuna var boðið upp á glæsilegt messukaffi. „Við notum bara eigin lög og svo einstaka lög, sem við elskum,“ segir Ingibjörg Elva Sigurðardóttir, sem er í Hjónabandinu. Og Auður Friðgerður, sem er einnig í bandinu bætir við. „Við byrjuðum einu sinni þrenn hjón og svo urðum við tvenn hjón og síðan eftir að Jón dó þá héldum við bara áfram þrjú. Við köllum okkur Hjónabandið en köllum til svona oft gestaspilara með okkur. Bæði eru það börnin okkar og vinir.“ Auður og Ingibjörg að syngja í messunni, Jens er á gítarnum fyrir aftan þær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvers konar lög eru þið aðallega að spila? „Þetta er aðallega frumsamið og svo eru við með gamla slagara, sem allir kunna og geta sungið með. Á kvöldin tökum við svo fjöldasöngslög en okkar föstu gestir kunna lögin okkar og syngja með,“ segja þær stöllur. Fjölmargir gestir af tjaldsvæðinu mættu í messuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hvað haldið þið, það var þriggja ára strákur, sem kom í hljóðnemann í lok messunnar og stal senunni þegar hann söng, „Sól, sól skín á mig“. Strákurinn heitir Kristþór Rúnar Thorlacius Þórhallsson, en Auður Friðgerður er amma hans. Kristþór Rúnar Thorlacius Þórhallsson, þriggja ára fór í hljóðnemann strax eftir messuna og söng fyrir gesti við mikla kátínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðeins um Hjónabandið og sögu þess
Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Krakkar Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Fleiri fréttir Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjá meira