Enski boltinn

Nýtt út­lit hjá Guardiola

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola rakaði sig eftir HM félagsliða en tók þó ekki allt skeggið í burtu.
Pep Guardiola rakaði sig eftir HM félagsliða en tók þó ekki allt skeggið í burtu. Getty/Hector Vivas

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ætlar greinilega að bjóða upp á nýtt útlit á komandi tímabili. Hann og fleiri líta á þetta tímabil sem nýja byrjun eftir vandræðin á síðustu leiktíð.

Síðasta tímabil voru vissulega mikil vonbrigði fyrir Guardiola og hans menn unnu engan stóran titil eftir mikla sigurgöngu þar á undan.

Guardiola vildi þó ekki tala um titlalaust tímabil sjálfur enda vann City Samfélagsskjöldinn í upphafi leiktíðar.

Þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni þýddi hins vegar að fjögurra ára sigurgöngu liðsins lauk og liðið komst ekki í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið náði heldur ekki að bæta við titli á heimsmeistaramóti félagsliða þar sem liðið datt óvænt út á móti Al-Hilal í sextán liða úrslitum.

Hinn 54 ára gamli Spánverji er engu að síður búinn að skila sex Englandsmeistaratitlum í hús hjá City og liðið vann fjögur tímabil í röð eftir að hafa misst síðast af titlinum.

Það má búast við svari frá City í vetur og Guardiola hefur líka gefið tóninn með nýju útliti sínu. Það er eitthvað nýtt og spennandi að fara af stað á Ethiad.

Guardiola mætti með efnilegt yfirvaraskegg eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×