Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2025 06:31 Scottie Scheffler með bikarinn eftir sigurinn á Opna meistaramótinu þar sem hann fór á kostum. Getty/Richard Heathcote Bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler komst ekki aðeins í fréttirnar fyrir frábæra frammistöðu sína á Opna meistaramótinu á dögunum því atvik tengt einu höggi hans fór einnig á mikið flug á netinu. Scheffler spilaði frábærlega á síðasta risamóti ársins og vann með nokkrum yfirburðum. Hann sá til þess að það var aldrei mikil spenna á lokadeginum. Þetta er annað risamótið sem Scottie Scheffler vinnur á árinu og það fjórða á ferlinum. Hann er langefstur á bæði tekjulistanum og á heimslistanum. Ein vinsælasta klippan með honum frá opna mótinu fór á mikið flug á netinu og þá mátti alls ekki slökkva á hljóðinu. Scheffler var að slá í beinni útsendingu og sló ágætis högg sem fór næstum því í holu. Eftir að hann sló þá heyrðist eitt langt og hátt prump sem hljóðnemarnir náðu vel. Lýsendurnir fóru báðu að skellihlæja og sögðu meðal annars: „Það er svo mikið hægt að segja um þetta högg.“ Var þetta áhorfandi, lýsendurnir sjálfir eða hvaða kom þetta prump? View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Scheffler sjálfur var hins vegar ekkert að fela sig eða sín búkhljóð. „Já þetta var ég. Ó já þetta var ég. Ég meina, þú ert út á golfvellinum í sex klukkutíma og þú ert líka að borða öðruvísi mat þarna. Þá geta svona hlutir gerst,“ sagði Scottie Scheffler í viðtali í Pardon My Take þættinum. Scheffler er ekki aðeins að ná Tiger Woods hæðum í golfinu heldur hefur hann einnig húmor fyrir sjálfum sér. Það sést sem dæmi í nýju Happy Gilmore myndinni þar sem hann er leiddur í burtu í handjárnum. „Ekki aftur,“ heyrist í Scheffler í myndbrotinu sem hefur verið notað til að auglýsa myndina. Mikla athygli vakti þegar hann var handtekinn fyrir utan golfvöllinn í miðju PGA meistaramótinu árið 2024 eftir að hafa lent upp á kant við lögreglumann. Scheffler var líka á mannlegum nótunum á blaðamannafundi fyrir Opna meistaramótið þar sem hann talaði um lífsfyllinguna og að hver sigur hans á golfvellinum skilaði ekki miklu á þeim vettvangi. Mikil gleði í nokkrar mínútur og svo væri það búið. Það er þessi mannlegi þáttur í beinum tengslum við stórkostlega spilamennsku Scheffler sem mun aðeins gera hann enn stærri og enn vinsælli í golfheiminum. Hvað er þá eitt hátt prump í miðri útsendingu á milli manna. View this post on Instagram A post shared by BroBible.com (@brobible) Golf Opna breska Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Scheffler spilaði frábærlega á síðasta risamóti ársins og vann með nokkrum yfirburðum. Hann sá til þess að það var aldrei mikil spenna á lokadeginum. Þetta er annað risamótið sem Scottie Scheffler vinnur á árinu og það fjórða á ferlinum. Hann er langefstur á bæði tekjulistanum og á heimslistanum. Ein vinsælasta klippan með honum frá opna mótinu fór á mikið flug á netinu og þá mátti alls ekki slökkva á hljóðinu. Scheffler var að slá í beinni útsendingu og sló ágætis högg sem fór næstum því í holu. Eftir að hann sló þá heyrðist eitt langt og hátt prump sem hljóðnemarnir náðu vel. Lýsendurnir fóru báðu að skellihlæja og sögðu meðal annars: „Það er svo mikið hægt að segja um þetta högg.“ Var þetta áhorfandi, lýsendurnir sjálfir eða hvaða kom þetta prump? View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Scheffler sjálfur var hins vegar ekkert að fela sig eða sín búkhljóð. „Já þetta var ég. Ó já þetta var ég. Ég meina, þú ert út á golfvellinum í sex klukkutíma og þú ert líka að borða öðruvísi mat þarna. Þá geta svona hlutir gerst,“ sagði Scottie Scheffler í viðtali í Pardon My Take þættinum. Scheffler er ekki aðeins að ná Tiger Woods hæðum í golfinu heldur hefur hann einnig húmor fyrir sjálfum sér. Það sést sem dæmi í nýju Happy Gilmore myndinni þar sem hann er leiddur í burtu í handjárnum. „Ekki aftur,“ heyrist í Scheffler í myndbrotinu sem hefur verið notað til að auglýsa myndina. Mikla athygli vakti þegar hann var handtekinn fyrir utan golfvöllinn í miðju PGA meistaramótinu árið 2024 eftir að hafa lent upp á kant við lögreglumann. Scheffler var líka á mannlegum nótunum á blaðamannafundi fyrir Opna meistaramótið þar sem hann talaði um lífsfyllinguna og að hver sigur hans á golfvellinum skilaði ekki miklu á þeim vettvangi. Mikil gleði í nokkrar mínútur og svo væri það búið. Það er þessi mannlegi þáttur í beinum tengslum við stórkostlega spilamennsku Scheffler sem mun aðeins gera hann enn stærri og enn vinsælli í golfheiminum. Hvað er þá eitt hátt prump í miðri útsendingu á milli manna. View this post on Instagram A post shared by BroBible.com (@brobible)
Golf Opna breska Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira