Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júlí 2025 17:36 Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinar. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson segir að upp sé komin skrítin staða í Evrópumálum meðal annars vegna fyrirhugaðra verndartolla á kísiljárni og misvísandi upplýsinga varðandi stöðu aðildarumsóknar Íslands. Dagbjört Hákonardóttir segir að samtal við Evrópusambandið sé í gangi varðandi tollana sem hún ítrekar að endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir um þá. Guðlaugur Þór og Dagbjört rökræddu Evrópumálin á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun í ljósi fregna af fyrirhuguðum tollum Evrópusambandsins meðal annars á EES-ríki eins og Ísland og Noreg. Meðal þess sem kom fram í máli Guðlaugs Þórs var að orðræða ríkisstjórnarinnar um kosti þess að ganga í Evrópusambandið vegna öryggis- og varnarmála stæðist engan veginn. „Ég lagði gríðarlega áherslu á það og tókst mjög vel til að auka öryggis- og varnarmálin í minni tíð sem utanríkisráðherra. Hér voru stærstu heræfingar, og stærstu herframkvæmdir sem hafa verið hér nokkurn tímann, en það var mjög lítill áhugi á því. Núna skilur fólk af hverju við gerðum þetta og hversu mikilvægt þetta er.“ „Allt þetta sem við gerðum hefur ekkert með Evrópusambandið að gera. Grunnurinn að okkar vörnum er tvíhliða varnarsamningur við Bandaríkin og aðild að Nato,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá væri það einnig ótækt að þingmenn og þjóðin hefðu borist fregnir af fyrirhuguðum tollum í gegnum norska fjölmiðla, og þeir hafi ekkert verið ræddir á fundi utanríkismálanefndar á mánudaginn. Evrópusambandið brjóti gegn EES-samningnum Þá sagði Guðlaugur það áhyggjuefni að Evrópusambandið væri með það til skoðunar að brjóta gegn EES-samningnum með fyrirhuguðum tollum, og einnig væri það áhyggjuefni að ESB stigi fram og segi umsókn Íslands gilda. „Evrópusambandið kemur og segir: Við plötuðum ykkur í tíu ár, og þið eruð með aðildarumsókn í gildi. Við höfum ekki sagt einum ráðherra frá þessu í tíu ár, fyrr en það kemur ráðherra sem er okkur þóknanlegur.“ „Þetta er það sem ég hef áhyggjur af.“ Þá sagði Guðlaugur að þegar menn væru of uppteknir af því að ganga í Evrópusambandið væri hætta á því að fólk missi sjónar á aðalatriðunum varðandi hagsmunagæslu Íslands gagnvart ESB. Þétt samtal í gangi við fulltrúa ESB Dagbjört Hákonardóttir segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem hún hefur hafi verið þétt samtal í gangi við fullrúa Evrópusambandsins síðan í desember, þegar málið kom á borð ráðuneytisins. „Hér er um að ræða mjög mikilvægt hráefni fyrir sambandið, og það eru auðvitað ekki okkar vörur sem eru að þrýsta niður verði á þessum markaði, þetta er mikilvægur varningur fyrir evrópska virðiskeðju.“ „Það hefur aldrei reynt meira á diplómasíuna en núna. Oft hefur verið mikilvægt að halda samtalinu virku og gangandi, en þegar svona kemur upp þá auðvitað verður maður að bregðast hratt við.“ Stjórnvöld eru þá að reyna vinda ofan af þessu? „Við getum auðvitað sett það þannig upp að hérna sé í raun að hefjast ákveðinn andmælaréttur af hálfu Íslands og Noregs.“ „Hér er auðvitað gjörbreytt staða í tollamálum á heimsvísu. Það er auðvitað slæmt þegar innri markaðurinn er ekki að fúnkera eins og hann á að fúnkera, að mati íslenskra stjórnvalda að hér beri að virða fjórfrelsið meðal annars varðandi þetta, þessar hrávörur,“ segir Dagbjört. „Það er bara hreinlega verið að reyna á íslensk stjórnvöld og norsk, að sýna fram á það hvers vegna tollar eiga að haldast óbreyttir í þeirri gjörbreyttu stöðu sem ríkir núna.“ Hægt er að hlusta á samtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Sprengidagur Bylgjan Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið EES-samningurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03 „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. 26. júlí 2025 19:14 „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sérfræðingur í Evrópurétti minnir á að Ísland tilheyri ekki tollabandalagi Evrópusambandsins þrátt fyrir EES-samninginn í ljósi mögulegra tolla á kísiljárn frá Íslandi. Óljóst sé hvort hægt sé að grípa til einhvers konar ráðstafana enda umfang og eðli tollanna óþekkt. 26. júlí 2025 12:46 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Guðlaugur Þór og Dagbjört rökræddu Evrópumálin á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun í ljósi fregna af fyrirhuguðum tollum Evrópusambandsins meðal annars á EES-ríki eins og Ísland og Noreg. Meðal þess sem kom fram í máli Guðlaugs Þórs var að orðræða ríkisstjórnarinnar um kosti þess að ganga í Evrópusambandið vegna öryggis- og varnarmála stæðist engan veginn. „Ég lagði gríðarlega áherslu á það og tókst mjög vel til að auka öryggis- og varnarmálin í minni tíð sem utanríkisráðherra. Hér voru stærstu heræfingar, og stærstu herframkvæmdir sem hafa verið hér nokkurn tímann, en það var mjög lítill áhugi á því. Núna skilur fólk af hverju við gerðum þetta og hversu mikilvægt þetta er.“ „Allt þetta sem við gerðum hefur ekkert með Evrópusambandið að gera. Grunnurinn að okkar vörnum er tvíhliða varnarsamningur við Bandaríkin og aðild að Nato,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá væri það einnig ótækt að þingmenn og þjóðin hefðu borist fregnir af fyrirhuguðum tollum í gegnum norska fjölmiðla, og þeir hafi ekkert verið ræddir á fundi utanríkismálanefndar á mánudaginn. Evrópusambandið brjóti gegn EES-samningnum Þá sagði Guðlaugur það áhyggjuefni að Evrópusambandið væri með það til skoðunar að brjóta gegn EES-samningnum með fyrirhuguðum tollum, og einnig væri það áhyggjuefni að ESB stigi fram og segi umsókn Íslands gilda. „Evrópusambandið kemur og segir: Við plötuðum ykkur í tíu ár, og þið eruð með aðildarumsókn í gildi. Við höfum ekki sagt einum ráðherra frá þessu í tíu ár, fyrr en það kemur ráðherra sem er okkur þóknanlegur.“ „Þetta er það sem ég hef áhyggjur af.“ Þá sagði Guðlaugur að þegar menn væru of uppteknir af því að ganga í Evrópusambandið væri hætta á því að fólk missi sjónar á aðalatriðunum varðandi hagsmunagæslu Íslands gagnvart ESB. Þétt samtal í gangi við fulltrúa ESB Dagbjört Hákonardóttir segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem hún hefur hafi verið þétt samtal í gangi við fullrúa Evrópusambandsins síðan í desember, þegar málið kom á borð ráðuneytisins. „Hér er um að ræða mjög mikilvægt hráefni fyrir sambandið, og það eru auðvitað ekki okkar vörur sem eru að þrýsta niður verði á þessum markaði, þetta er mikilvægur varningur fyrir evrópska virðiskeðju.“ „Það hefur aldrei reynt meira á diplómasíuna en núna. Oft hefur verið mikilvægt að halda samtalinu virku og gangandi, en þegar svona kemur upp þá auðvitað verður maður að bregðast hratt við.“ Stjórnvöld eru þá að reyna vinda ofan af þessu? „Við getum auðvitað sett það þannig upp að hérna sé í raun að hefjast ákveðinn andmælaréttur af hálfu Íslands og Noregs.“ „Hér er auðvitað gjörbreytt staða í tollamálum á heimsvísu. Það er auðvitað slæmt þegar innri markaðurinn er ekki að fúnkera eins og hann á að fúnkera, að mati íslenskra stjórnvalda að hér beri að virða fjórfrelsið meðal annars varðandi þetta, þessar hrávörur,“ segir Dagbjört. „Það er bara hreinlega verið að reyna á íslensk stjórnvöld og norsk, að sýna fram á það hvers vegna tollar eiga að haldast óbreyttir í þeirri gjörbreyttu stöðu sem ríkir núna.“ Hægt er að hlusta á samtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Sprengidagur Bylgjan Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið EES-samningurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03 „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. 26. júlí 2025 19:14 „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sérfræðingur í Evrópurétti minnir á að Ísland tilheyri ekki tollabandalagi Evrópusambandsins þrátt fyrir EES-samninginn í ljósi mögulegra tolla á kísiljárn frá Íslandi. Óljóst sé hvort hægt sé að grípa til einhvers konar ráðstafana enda umfang og eðli tollanna óþekkt. 26. júlí 2025 12:46 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03
„Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. 26. júlí 2025 19:14
„Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sérfræðingur í Evrópurétti minnir á að Ísland tilheyri ekki tollabandalagi Evrópusambandsins þrátt fyrir EES-samninginn í ljósi mögulegra tolla á kísiljárn frá Íslandi. Óljóst sé hvort hægt sé að grípa til einhvers konar ráðstafana enda umfang og eðli tollanna óþekkt. 26. júlí 2025 12:46