Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2025 19:31 Alexander Isak og Dan Burn fagna saman marki þess fyrrnefnda á móti West Ham á síðustu leiktíð. Getty/Bradley Collyer Hetja Newcastle í deildabikarúrslitaleiknum á síðasta tímabili segir það yrði slæmt fyrir leikmannahópinn fari svo að sænski framherjinn Alexander Isak yfirgefi félagið. Varnartröllið Dan Burn hefur tjáð sig um alla sögusagnirnar í kringum framtíð Isak sem er sjálfur sagður vilja fara frá félaginu til Liverpool. Fór ekki til Asíu Isak flaug ekki með Newcastle liðinu til Asíu og ástæðan voru smávægileg meiðsli. Enskir fjölmiðlar hafa þó aðra sögu að segja því staðreyndin sé sú að leikmaðurinn vill fara. Liverpool hefur mikinn áhuga á sænska framherjanum og er sagt vera tilbúið að bjóða 150 milljónir punda í leikmanninn. „Ef við missum einhvern leikmann þá væri það svekkjandi fyrir okkar samheldna leikmannahóp. Við höfum myndan sterkan hóp undanfarin tvö til þrjú ár. Við verðum svekktir ef Alexander Isak fer,“ sagði Dan Burn. „Það myndi ekki hjálpa okkur að missa slíkan mann en við getum samt bara stjórnað því sem við getum stjórnað. Okkur hlakkar til að fá Alex til baka inn í liðið þegar hann er búinn að ná sér af meiðslunum,“ sagði Burn. Burn vonast til þess að Alexander Isak verði áfram hjá Newcastle en það sé hans ákvörðun. Spurning sem Alex þarf að svara sjálfur „Þetta er spurning sem Alex þarf að svara sjálfur. Hann er augljóslega mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur en við erum líka með mikil gæði annars staðar í leikmannahópnum. Við erum líka að fá Anthony [Elanga] inn sem eru frábær kaup,“ sagði Burn. Miðjumaðurinn Bruno Guimarães sagðist ekki vita um það hvort Isak vildi fara frá félaginu en ítrekaði að þeir vilji halda sínum bestu leikmönnum. „Hann er auðvitað toppleikmaður og við vitum allt um það sem er í gangi hjá honum. Hann er heima í meðhöndlun,“ sagði Guimaraes. Viljum halda okkar bestu mönnum „Við viljum halda okkar bestu mönnum og ég veit ekkert meira en bara það að hann sé meiddur. Það er ekki mitt að tala um hann og félagið verður bara að taka á þessu,“ sagði Guimaraes. Isak skoraði 27 mörk í 42 leikjum í öllum keppnum á síðasta tímabili og hjálpaði Newcastle að vinna enska deildabikarinn og komast í Meistaradeildina. Fyrsti leikur Newcastle í Asíuferðinni er á móti Arsenal á sunnudaginn. Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Sjá meira
Varnartröllið Dan Burn hefur tjáð sig um alla sögusagnirnar í kringum framtíð Isak sem er sjálfur sagður vilja fara frá félaginu til Liverpool. Fór ekki til Asíu Isak flaug ekki með Newcastle liðinu til Asíu og ástæðan voru smávægileg meiðsli. Enskir fjölmiðlar hafa þó aðra sögu að segja því staðreyndin sé sú að leikmaðurinn vill fara. Liverpool hefur mikinn áhuga á sænska framherjanum og er sagt vera tilbúið að bjóða 150 milljónir punda í leikmanninn. „Ef við missum einhvern leikmann þá væri það svekkjandi fyrir okkar samheldna leikmannahóp. Við höfum myndan sterkan hóp undanfarin tvö til þrjú ár. Við verðum svekktir ef Alexander Isak fer,“ sagði Dan Burn. „Það myndi ekki hjálpa okkur að missa slíkan mann en við getum samt bara stjórnað því sem við getum stjórnað. Okkur hlakkar til að fá Alex til baka inn í liðið þegar hann er búinn að ná sér af meiðslunum,“ sagði Burn. Burn vonast til þess að Alexander Isak verði áfram hjá Newcastle en það sé hans ákvörðun. Spurning sem Alex þarf að svara sjálfur „Þetta er spurning sem Alex þarf að svara sjálfur. Hann er augljóslega mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur en við erum líka með mikil gæði annars staðar í leikmannahópnum. Við erum líka að fá Anthony [Elanga] inn sem eru frábær kaup,“ sagði Burn. Miðjumaðurinn Bruno Guimarães sagðist ekki vita um það hvort Isak vildi fara frá félaginu en ítrekaði að þeir vilji halda sínum bestu leikmönnum. „Hann er auðvitað toppleikmaður og við vitum allt um það sem er í gangi hjá honum. Hann er heima í meðhöndlun,“ sagði Guimaraes. Viljum halda okkar bestu mönnum „Við viljum halda okkar bestu mönnum og ég veit ekkert meira en bara það að hann sé meiddur. Það er ekki mitt að tala um hann og félagið verður bara að taka á þessu,“ sagði Guimaraes. Isak skoraði 27 mörk í 42 leikjum í öllum keppnum á síðasta tímabili og hjálpaði Newcastle að vinna enska deildabikarinn og komast í Meistaradeildina. Fyrsti leikur Newcastle í Asíuferðinni er á móti Arsenal á sunnudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Sjá meira