Sport

Anton Sveinn og Lauf­ey Rún stálu senunni í Naut­hóls­vík

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Anton Sveinn og Laufey Rún kampakát með verðlaunin sín.
Anton Sveinn og Laufey Rún kampakát með verðlaunin sín. mynd/aðsend

Í vikunni fór fram Opna Íslandsmótið í víðavatnssundið í Nauthólsvík. Þangað mætti einn fremsti sundkappi þjóðarinnar frá upphafi.

Keppt var í þremur vegalengdum. Byrjendur syntu eins kílómetra sund en lengra komnir fóru þrjá eða fimm kílómetra.

Keppendur gátu valið á milli neoprene-galla og hefðbundinna sundfata, í samræmi við reglur World Aquatics (WA). Lágmarksaldur til þátttöku var 16 ár og aldursflokkarnir voru: 16–34 ára, 35–49 ára, 50–64 ára og 65 ára og eldri.

Veitt voru sérstök heiðursverðlaun fyrir sundkóng og sunddrottningu mótsins.

Sundkóngurinn var enginn annar en Anton Sveinn McKee sem var besti sundmaður þjóðarinnar í mörg ár. Hann synti þrjá kílómetra á tímanum 41:36.13 mínútum.

Sunddrottningin var Laufey Rún Þorsteinsdóttir, sem einnig synti þrjá kílómetra á tímanum 50:11.13 mínútur. Þess má geta að Laufey lauk einnig við Viðeyjarsund fyrr í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×