Innlent

Hægt nokkuð á virkninni frá því í gær­morgun

Hólmfríður Gísladóttir skrifar

Virni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröð hefur hægt nokkuð á sér frá því í gærmorgun. Áfram gýs úr einum gíg og hraun rennur til austurs og suðausturs. Lítil eða hæg hreyfing er á ystu hraunjöðrum.

Þetta segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

„Í dag mun gasmengun (SO2) berast til norðursvesturs og vesturs. Þá gæti mengunar orðið vart á norðvestan- og vestanverðu Reykjanesi. Snýst í norðlæga átt í kvöld og þá gæti mengunar orðið vart í Grindavík.“

Lítil sem engin gosmóða hefur mælst á landinu í nótt.

Fylgjast má með þróun mála á loftgæði.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×