Fótbolti

Barcelona hættir við æfinga­leik í Japan

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn Barcelona í Japan fá ekki að sjá Lamine Yamal spila.
Stuðningsmenn Barcelona í Japan fá ekki að sjá Lamine Yamal spila. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images

Það blæs ekki byrlega fyrir Asíureisu Barcelona enda búið að blása af einn leik og mögulega verður annar leikur felldur niður.

Forráðamenn Barcelona tilkynntu í morgun að leikur liðsins við Vissel Kobe í Japan færi ekki fram vegna alvarlegra samningsbrota hjá skipuleggjendum leiksins.

Eftir þann leik ætlar liðið til Suður-Kóreu en sá leikur er einnig í hættu af sömu ástæðu.

„Barcelona harmar þá stöðu sem er komin upp enda snertir hún fjölda stuðningsmanna félagsins í Japan,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Barca.

Fjöldi manns er nú í yfirvinnu til þess að reyna að bjarga þeirri stöðu sem komin er upp enda miklar fjármunir í húfi og búið að selja tugþúsunda miða á leikina.

Leikir Barca í Suður-Kóreu eiga að fara fram 31. júlí og 4. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×