Enski boltinn

Sögunni enda­lausu um Gyökeres loksins að ljúka

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Viktor Gyökeres í leik með Sporting.
Viktor Gyökeres í leik með Sporting. vísir/getty

Eftir mikið japl, jaml og fuður þá virðist sænski framherjinn Viktor Gyökeres loksins á leið til Arsenal frá Sporting.

Svíinn hefur ekki farið leynt með að hann vilji aðeins fara til Arsenal. Man. Utd hefur reynt að kroppa í hann en leikmaðurinn var aldrei áhugasamur um að fara þangað.

Það hefur reynst þrautin þyngri fyrir Arsenal og Sporting að ná samkomulagi um kaupverð en eftir því sem ofurskúbbarinn Fabrizio Romano segir í dag þá hefur loksins náðst munnlegt samkomulag.

Arsenal mun greiða tæplega 75 milljónir evra fyrir leikmanninn með öllu.

Gyökeres mun skrifa undir fimm ára samning við Lundúnaliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×