Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar 21. júlí 2025 18:31 Í nýlegum pistli spyr nýr þingmaður: “Hver ertu?” Þetta er mjög grundvallarspurning fyrir okkur öll og margir listamenn og hugsuðir hafa reynt að svara þessari spurningu. Descartes á líklega eitt frægasta svarið en Jackie Chan á líklega innilegustu spurninguna, úr samnefndri bíómynd “Who am I?” Ef ég ætti að svara spurningunni, þá myndi ég segja. Ég er Björn Leví Gunnarsson og ég er nörd. Ég er ýmislegt annað en þetta er stutta útgáfan. Hún er alveg jafn nákvæm og gagnleg og hvaða lengri útgáfa sem er. En þingmaðurinn nýi spurði fleiri spurninga, sem virtust vera eins konar sjálfshjálparspurningaflæðirit til þess að komast að því hvort viðkomandi væri bitur einstaklingur í vandræðum með sjálfsmynd sína. Ég ákvað að taka prófið til þess að komast að því hvort það ætti við mig. TL;DR: Þetta er dálítið löng grein, en það er aðallega af því að spurningarnar eru margar. Ef þú hefur lítinn tíma finndu þá bara spurningarnar sem þú hefur áhuga á að vita svarið við. Í heildina er þetta frekar lélegt sjálfshjálparpróf sem virðist snúa biturðinni á hvolf og sýna frekar biturð spurningahöfundar en þeirra sem eiga að svara spurningunum. Fyrsta spurningin var: Finnst þér erfitt þegar öðrum gengur vel, hvers vegna ekki ég? Nei. En ég get skilið það að ef einhver segir já, þá gæti það gefið vísbendingu um að viðkomandi sé bitur. Það er alveg hjálplegt að svara þessari spurningu af einlægni. Að líta inn á við er mjög holl æfing. Og áfram heldur spurningaflæðiritið: Borgar þú minna til samfélagsins en þú þiggur? Nei. Ég veit ekki alveg hvernig þetta á að hjálpa mér að skilja hvort ég sé bitur eða ekki. Er verið að segja að fólk með lægri laun eða á framfærslu geti ekki annað en verið biturt? Til þess að athuga hvort einhver veit svarið við þessari spurningu leita ég að “Effect of wages on resentment” á google scholar. Helstu niðurstöðurnar þar fjalla um The politics of resentment (https://www.jstor.org/stable/20866722) og Resentment as politics (https://link.springer.com/chapter/10.1007/978-1-349-23547-6_2) þar sem meðal annars kemur fram að: „Nýlegir kosningasigrar hægri manna má meðal annars skýra með því að ánægja með stjórnmálakerfið hefur minnkað undanfarið. Afleiðingin er sú að víðtækur grundvöllur fyrir mótmælahegðun hefur myndast meðal ákveðinna hópa í samfélaginu“ (Neu og Zelle, 1992, bls. 5; sjá einnig Gullner, 1993). Hér á eftir kynnum við greiningu á helstu þáttum stjórnmálalegrar疎unar og tengslum hennar við tilkomu róttækrar hægri popúlískar stefnu í Vestur-Evrópu." Þetta er frá árinu 1994. En allt í lagi, kannski á þessi spurning við þetta. Hvernig róttækar popúlískar stefnur hafa í raun gert biturð að ákveðinni pólitík á undanförnum áratugum. Ég er nokkuð viss um að spurningin sé hins vegar ekki nægilega nákvæm til þess að ná fram þessum blæbrigðum í popúlistapólitíkinni. Ath. að ég læt liggja á milli hluta hvort um hægri eða vinstri sé að ræða. Vinstri popúlisminn notar alveg þessa aðferðafræði líka. Næsta spurning: Þeir sem eru vel stæðir hafa skarað eld að eigin köku með óeðlilegum hætti. Þetta er ekki spurning, en bæði og. Það er ekkert hægt að segja að bókstaflega allir sem eru vel stæðir falli undir þennan hatt. En það er heldur ekki hægt að láta eins og þetta gerist ekki. Salan á Íslandsbanka á síðasta kjörtímabili er ágætt dæmi. Hrunið, eins og það leggur sig er afleiðing þess að vel stæðir einstaklingar voru að skara eld að eigin köku með óeðlilegum hætti. Þannig að það má alveg svara þessari spurningu með já. Það þýðir ekki að það sé verið að alhæfa um bókstaflega alla sem eru vel stæðir. Það er alveg eðlilegt að vera bitur út í þá aðila. Þeir skemma fyrir öllum hinum. Ég veit því ekki hvernig þessi spurning á að hjálpa til, nema ef þú svarar “nei” við þessari spurningu. Þá ertu annað hvort að nota bókstaflega alhæfingu, sem gerir spurninguna algerlega gagnslausa eða þá að þér finnst bara í fína lagi að fólk skari eld að eigin köku með óeðlilegum hætti … og ef svo er, þá skil ég að þessi spurning gæti verið hjálpleg. Hún er bara í röngu sjálfshjálparprófi. Þeir sem þurfa tímabundna hjálp til sjálfshjálpar eiga að fá að rotna í helvíti enda aumingjar. Ha? Aftur ekki spurning - en nei. Ég velti fyrir mér hverjir það væru sem myndu svara þessari spurningu með já. Fræðilega séð eru einhverjir sem gera það, og ef svo þá er þetta alveg nauðsynleg spurning. Endilega leitið ykkur hjálpar strax. Ertu stjórnlyndur? Nei. Mig grunar, svona af gefinni reynslu, að fólk hafi ekki endilega sama skilning á því hvað þetta hugtak þýðir. Eitt augljóst dæmi eru heimildir lögreglu til þess að njósna um fólk án dómsúrskurðar - sem er mál sem flokkur viðkomandi þingmanns hefur ítrekað lagt fram. Í öllum skilningi hugtaksins stjórnlyndi þá ætti það mál að smellpassa þar inn. Sumum finnst það hins vegar vera allt að því þjóðaröryggismál - sem einhverra hluta vegna er ekki stjórnlyndi? Ég veit ekki hversu gagnleg þessi spurning er til þess að skilja hvort fólk sé biturt eða ekki. Ef einhver svarar “já” er þá verið að meina að viðkomandi vilji nota stjórnlyndi sitt til þess að ná sér niður á því sem biturðin beinist gegn? Eins og friðhelgi einkalífs á internetinu? Jú, allt í lagi. Kannski er þetta mjög hjálpleg spurning. Ertu til í að tala meira um óréttlæti en að gera raunverulega eitthvað í því. Aftur, ekki spurning en nei. Í lýðræðisríki mætir fólk á mótmæli, býður sig fram til sveitarstjórna og þings, kýs í almennum kosningum, tekur þátt í félagsstarfi, hjálparstarfi, styrkir Amnesty eða Rauða krossinn - og það talar kannski um það líka. Þrátt fyrir að það sé hægt að gera mjög margt til þess að vinna bug á óréttlæti þá er það einfaldlega óaðgengilegt eða ofviða sumum. Þau mega þá vonandi tala um óréttlætið þó þau geti ekki, treysti sér ekki, eða af hvaða ástæðu sem er gert eitthvað í því? Ekki satt?Þetta er því vita vonlaus spurning fyrir þetta sjálfshjálparpróf. Afsakið mig. En það sleppur kannski af því að þetta var ekki einu sinni spurning. Skiptir þig meira máli að fólk haldi að þú sért góður og fáir mörg ,,like” á það en að þú gerir raunverulega eitthvað í því. Ekki spurning, en nei. Aftur, það er þetta með að gera “raunverulega eitthvað í því” sem er mjög matskennt. Ég ætla að vona að fólk megi leyfa öðrum að halda góða hluti um sig. Það er í sjálfu sér raunverulegt, nema auðvitað ef fólk er að ljúga. Þá er það ömurlegt. Þetta mætti þá í fyrsta lagi vera spurning og í öðru lagi orðað nákvæmar till þess að skilja hvort fólk sé að ljúga að sjálfu sér og öðrum. Þá gæti þetta verið ágæt spurning í sjálfshjálparprófi. Ertu til í stundarvinsældir þó að það kosti almannahag á endanum? Nei. Ég held að það ætti að vera frekar augljóst. Þetta er í raun endurtekin spurning um popúlisma. Betri spurning en fyrri spurningin. Þeir sem standa sig vel eiga að vinna töluverða nauðungarvinnu fyrir þà sem leggja sig minna fram. Ha? Hvað ertu að tala um? Nei … en eini staðurinn sem ég veit að þetta á sér stað á Íslandi er á Litla-Hrauni þar sem fangar vinna fyrir minna en vasapening við að flokka endurvinnanlegt rusl fyrir einkafyrirtæki. Ekki alveg nauðungarvinna að vísu, en kemst ansi nálægt því. Kannski er spurningarhöfundur að reyna að spyrja að einhverju öðru með þessari spurningu, en eitthvað misfórst með orðalagið held ég. Langar þig að sýnast vera góð manneskja á netinu og eltir því það sem er vinsælt hverju sinni því það er auðvelt að hneykslast á hinu. Voru ekki nógu mörg spurningarmerki á lyklaborðinu þínu? Ok, ég féll í þessa gryfju. Ég er að hneykslast á málsfarsvandamálum sem er ekkert svakalega hjálplegt. Ég á líka oft í erfiðleikum með að koma hugsunum mínum skiljanlega á framfæri. Þegar ég les gamlan texta eftir sjálfan mig þá hef ég ekki hugmynd um hvað ég var að reyna að segja. En svarið er samt nei. Ertu yfirborðskenndur og frasatamur? Finnst gott að elta það sem hljómar vel en nennir ekki alveg að kynna þér það? En myndir ALDREI viðurkenna það? Ok, margar spurningar í einu. Allt í einu komu bara öll spurningarmerkin! Svörum þessu í röð: Yfirborðskenndur? Nei. Samt þarf í raun bara eitt orð til þess að lýsa mér; nörd. Ég afsaka mig með því að það sé mjög umfangsmikið hugtak sem ber með sér ákveðna dýpt, þó ég segi sjálfur frá. Íslensk nútímamálsorðabók er mér að hluta til sammála: “sérvitur einstaklingur með litla félagsfærni”. Ég er nokkuð öruggur með að segja að “yfirborðskenndur” passi við þetta. Frasatamur? Nei. Fátt er leiðinlegra. Elta það sem hljómar vel? Eitthvað sem er of gott til að vera satt … nei. Nenni ekki að kynna mér? Nei, sbr. fjöldi fyrirspurna og kannski þessi grein. Aldrei viðurkenna það? Tja, ég er nú búinn að viðurkenna ýmislegt gagnvart sjálfum mér í þessari grein. Þannig að … sjá svar hérna fyrir neðan. Ertu x( S,C,F) maður? Nei. Þeir sem svara nei eru líklegir til að sökkva sér í málin, taka afstöðu út frá staðreyndum en ekki tilfinningum. Vilja ÖLLUM gott og lyfta öllum. Nei. Það eru fleiri möguleikar hérna. Fólk getur sökkt sér í alls konar mál og fengið ranga niðurstöðu. Pólitíkin og meira að segja vísindin eru troðfull af slíkum málum, þar sem fólk hefur annað hvort haft rangt fyrir sér eða viljandi snúið út úr. Ég bendi á opinbera viðurkenningu fyrrum forsætisráðherra: „Ég gerði öll mál tortryggileg og fylgdi þeirri reglu veiðimannsins að maður má ekki einungis kasta flugu sem manni finnst falleg því að maður veit aldrei hvaða flugu laxinn tekur. Ég tók því upp öll mál, jafnvel þó að ég væri í hjarta mínu samþykkur þeim, og hjólaði í þau því að ég leit á stjórnarandstöðu sem stjórnarandstöðu.“ Ég veit að þessari aðferðafræði er enn beitt í pólitíkinni. Ég hef séð hana í verki oftar en einu sinni og þessi aðferðafræði er að mínu mati stærsta vandamál sem við stöndum frammi fyrir í mannlegu samfélagi. Þetta er uppspretta óheiðarleikans. Ég veit að fullt af fólki sem svarar “nei” beitir samt þessari aðferðafræði - og því er það ekki satt að þeir aðilar séu endilega líklegir til þess að vilja öllum gott. Þeir sem svara Já eru líklega bitrir. Líka þeir sem svara já við “aldrei viðurkenna” spurningunni? Það er annars mjög áhugaverð spurning. Skoðum hana aðeins: “En myndir ALDREI viðurkenna það?” Ef ég svara “já” er ég þá ekki að segja “já, ég myndi aldrei viðurkenna það”? Ef ég myndi svara “nei”, er ég þá ekki að segja “nei, ég myndi aldrei viðurkenna það”? Þannig eina leiðin til þess að svara þessari spurningu er með því að útskýra svarið. “Já, ég myndi viðurkenna”, “já, ég myndi aldrei viðurkenna”, “nei, ég myndi viðurkenna” eða “nei, ég myndi aldrei viðurkenna”. Einhver hefur komið illa fram við þà og þeir eru í vandræðum með sjálfsmynd sína. Það er ekkert óeðlilegt við það. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvort sé verra, fólkið sem kemur illa fram við aðra eða fólkið sem þarf að þola það með tilheyrandi afleiðingum. Ef ég ætti að velja, þá mundi ég velja fólk sem á í vandræðum með sjálfsmynd sína en fólk sem kemur illa fram við aðra. Meira að segja umfram þau sem eru í hvorugum þessara hópa. Vegna þess að þau sem hafa bestan skilning á áskorunum er fólkið sem hefur lent í mótlæti. Það þarf samt ekki að þýða að það eigi í erfiðleikum með sjálfsmynd sína. Oftar en ekki er það styrkjandi að yfirstíga mótlæti. Þeim finnst þeir ekki metnir að verðleikum og að heimurinn sé ÓSANNGJARN. Heimurinn er ósanngjarn. Fólk er það yfirleitt ekki samt. Áhugavert hvernig það getur gerst, er það ekki? Auðvitað er fullt af fólki sem finnur ekki fyrir ósanngirninni og heldur að hún sé ekki til eða sé miklu minni fyrir vikið. Þess vegna talar fólk um ósanngirnina, jafnvel þó það geti ekki gert neitt meira í því en það. Þessar ósanngjörnu aðstæður geta svo popúlísk pólitísk öfl hagnýtt sér til skammtíma vinsælda. Það er ákveðin mótsögn í spurningunum í þessu sjálfshjálparprófi - samkvæmt prófinu er verið að segja að biturð sé eitthvað sem einstaklingurinn skapar sjálfur, með því að kenna öðrum um. En prófið gerir í raun nákvæmlega það sama. Það virðist kenna „bitra fólkinu“ um allt sem úrskeiðis fer, frekar en að horfa gagnrýnið á spurningarnar eða á samfélagslegar aðstæður sem gætu valdið biturð. Það er að segja - aðstæðurnar sem fólk á “raunverulega að gera eitthvað í”. Gervigreindin tekur þetta saman svona: „Sjálfshjálparprófið virðist gert af einhverjum sem hefur þegar ákveðið að fólk sé biturt – og notar síðan spurningar til að sanna það. Það gengur út frá því að vandamálið liggi alltaf hjá einstaklingnum – og ef þú átt í erfiðleikum, sérð óréttlæti eða gagnrýnir kerfið, þá hlýtur það að vera þér að kenna. Biturð þín er þá ekki eðlileg viðbrögð við óréttlátu eða brotnu kerfi – heldur galli á þér sem manneskju. En í því felst sú mótsögn sem mest lýsir þessum spurningum: Þær vilja greina hvort fólk kenni öðrum um – en gera það sjálfar með því að kenna þeim sem gagnrýna um. Þær útiloka þann möguleika að biturð geti átt rétt á sér – og snúa í raun upp á samfélagslega reiði með því að stimpla hana sem persónulegan brest. Það er ekki bara vond greining, það er líka varasöm leið til að afmá gagnrýna hugsun og bæla réttmæta vanlíðan.“ Að allt sé einhverjum ÖÐRUM að kenna og því nærtækt að kenna þeim um sem hafa það betur. Það eru örugglega einhverjir í þessum hópi. En þeir eru ekkert rosalega margir. Það er svo annar hópur, heldur ekkert svakalega stór, sem kennir þeim sem hafa minna á milli handanna um allar sínar ófarir. Báðir hóparnir kenna “afætunum” um vandann, hvort sem það er elítan, öryrkjar, útlendingar neo kapítalismi, kommúnismi eða eitthvað slíkt. Báðir þessir hópar hafa rangt fyrir sér. Nema kannski um -ismana. Flestir kenna þó réttum aðilum um vandann. En þó yfirleitt ekki öllum. Bara sumum. Það er auðvelt að benda á eitthvað eitt; ESB, auðvaldið, kvótakóngana, meðvirkni, verðbólga, okurvextir, krónan, … þegar það er allt hluti af vandamálinu, en er mögulega líka hluti af lausninni. Það sem mér finnst vanta í þetta próf - og kannski í umræðuna almennt - er þessi meðvitund um flækjustigið. Að við náum fram hjá yfirborðskenndu umræðunni. Um að fólk getur verið ósammála án þess að vera biturt. Að það er hægt að gagnrýna kerfið án þess að kenna öðrum um, eða vera fastur í sjálfsvorkunn. Að vantraust gagnvart yfirvöldum, efnahagskerfinu eða pólitískum öflum er ekki endilega merki um brotna sjálfsmynd, heldur stundum bara rökrétt viðbragð við reynslu eða staðreyndum. Biturð er til. Hún getur verið eitruð og hún getur hindrað bæði samkennd og lausnir. En að troða allri óánægju, gagnrýni eða reiði í einhvern “biturðarkassa” er ekki hjálp. Það er þöggun. Það er skrum. Það er einföldun á því sem er, í eðli sínu, flókið. Höfundur er nörd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegum pistli spyr nýr þingmaður: “Hver ertu?” Þetta er mjög grundvallarspurning fyrir okkur öll og margir listamenn og hugsuðir hafa reynt að svara þessari spurningu. Descartes á líklega eitt frægasta svarið en Jackie Chan á líklega innilegustu spurninguna, úr samnefndri bíómynd “Who am I?” Ef ég ætti að svara spurningunni, þá myndi ég segja. Ég er Björn Leví Gunnarsson og ég er nörd. Ég er ýmislegt annað en þetta er stutta útgáfan. Hún er alveg jafn nákvæm og gagnleg og hvaða lengri útgáfa sem er. En þingmaðurinn nýi spurði fleiri spurninga, sem virtust vera eins konar sjálfshjálparspurningaflæðirit til þess að komast að því hvort viðkomandi væri bitur einstaklingur í vandræðum með sjálfsmynd sína. Ég ákvað að taka prófið til þess að komast að því hvort það ætti við mig. TL;DR: Þetta er dálítið löng grein, en það er aðallega af því að spurningarnar eru margar. Ef þú hefur lítinn tíma finndu þá bara spurningarnar sem þú hefur áhuga á að vita svarið við. Í heildina er þetta frekar lélegt sjálfshjálparpróf sem virðist snúa biturðinni á hvolf og sýna frekar biturð spurningahöfundar en þeirra sem eiga að svara spurningunum. Fyrsta spurningin var: Finnst þér erfitt þegar öðrum gengur vel, hvers vegna ekki ég? Nei. En ég get skilið það að ef einhver segir já, þá gæti það gefið vísbendingu um að viðkomandi sé bitur. Það er alveg hjálplegt að svara þessari spurningu af einlægni. Að líta inn á við er mjög holl æfing. Og áfram heldur spurningaflæðiritið: Borgar þú minna til samfélagsins en þú þiggur? Nei. Ég veit ekki alveg hvernig þetta á að hjálpa mér að skilja hvort ég sé bitur eða ekki. Er verið að segja að fólk með lægri laun eða á framfærslu geti ekki annað en verið biturt? Til þess að athuga hvort einhver veit svarið við þessari spurningu leita ég að “Effect of wages on resentment” á google scholar. Helstu niðurstöðurnar þar fjalla um The politics of resentment (https://www.jstor.org/stable/20866722) og Resentment as politics (https://link.springer.com/chapter/10.1007/978-1-349-23547-6_2) þar sem meðal annars kemur fram að: „Nýlegir kosningasigrar hægri manna má meðal annars skýra með því að ánægja með stjórnmálakerfið hefur minnkað undanfarið. Afleiðingin er sú að víðtækur grundvöllur fyrir mótmælahegðun hefur myndast meðal ákveðinna hópa í samfélaginu“ (Neu og Zelle, 1992, bls. 5; sjá einnig Gullner, 1993). Hér á eftir kynnum við greiningu á helstu þáttum stjórnmálalegrar疎unar og tengslum hennar við tilkomu róttækrar hægri popúlískar stefnu í Vestur-Evrópu." Þetta er frá árinu 1994. En allt í lagi, kannski á þessi spurning við þetta. Hvernig róttækar popúlískar stefnur hafa í raun gert biturð að ákveðinni pólitík á undanförnum áratugum. Ég er nokkuð viss um að spurningin sé hins vegar ekki nægilega nákvæm til þess að ná fram þessum blæbrigðum í popúlistapólitíkinni. Ath. að ég læt liggja á milli hluta hvort um hægri eða vinstri sé að ræða. Vinstri popúlisminn notar alveg þessa aðferðafræði líka. Næsta spurning: Þeir sem eru vel stæðir hafa skarað eld að eigin köku með óeðlilegum hætti. Þetta er ekki spurning, en bæði og. Það er ekkert hægt að segja að bókstaflega allir sem eru vel stæðir falli undir þennan hatt. En það er heldur ekki hægt að láta eins og þetta gerist ekki. Salan á Íslandsbanka á síðasta kjörtímabili er ágætt dæmi. Hrunið, eins og það leggur sig er afleiðing þess að vel stæðir einstaklingar voru að skara eld að eigin köku með óeðlilegum hætti. Þannig að það má alveg svara þessari spurningu með já. Það þýðir ekki að það sé verið að alhæfa um bókstaflega alla sem eru vel stæðir. Það er alveg eðlilegt að vera bitur út í þá aðila. Þeir skemma fyrir öllum hinum. Ég veit því ekki hvernig þessi spurning á að hjálpa til, nema ef þú svarar “nei” við þessari spurningu. Þá ertu annað hvort að nota bókstaflega alhæfingu, sem gerir spurninguna algerlega gagnslausa eða þá að þér finnst bara í fína lagi að fólk skari eld að eigin köku með óeðlilegum hætti … og ef svo er, þá skil ég að þessi spurning gæti verið hjálpleg. Hún er bara í röngu sjálfshjálparprófi. Þeir sem þurfa tímabundna hjálp til sjálfshjálpar eiga að fá að rotna í helvíti enda aumingjar. Ha? Aftur ekki spurning - en nei. Ég velti fyrir mér hverjir það væru sem myndu svara þessari spurningu með já. Fræðilega séð eru einhverjir sem gera það, og ef svo þá er þetta alveg nauðsynleg spurning. Endilega leitið ykkur hjálpar strax. Ertu stjórnlyndur? Nei. Mig grunar, svona af gefinni reynslu, að fólk hafi ekki endilega sama skilning á því hvað þetta hugtak þýðir. Eitt augljóst dæmi eru heimildir lögreglu til þess að njósna um fólk án dómsúrskurðar - sem er mál sem flokkur viðkomandi þingmanns hefur ítrekað lagt fram. Í öllum skilningi hugtaksins stjórnlyndi þá ætti það mál að smellpassa þar inn. Sumum finnst það hins vegar vera allt að því þjóðaröryggismál - sem einhverra hluta vegna er ekki stjórnlyndi? Ég veit ekki hversu gagnleg þessi spurning er til þess að skilja hvort fólk sé biturt eða ekki. Ef einhver svarar “já” er þá verið að meina að viðkomandi vilji nota stjórnlyndi sitt til þess að ná sér niður á því sem biturðin beinist gegn? Eins og friðhelgi einkalífs á internetinu? Jú, allt í lagi. Kannski er þetta mjög hjálpleg spurning. Ertu til í að tala meira um óréttlæti en að gera raunverulega eitthvað í því. Aftur, ekki spurning en nei. Í lýðræðisríki mætir fólk á mótmæli, býður sig fram til sveitarstjórna og þings, kýs í almennum kosningum, tekur þátt í félagsstarfi, hjálparstarfi, styrkir Amnesty eða Rauða krossinn - og það talar kannski um það líka. Þrátt fyrir að það sé hægt að gera mjög margt til þess að vinna bug á óréttlæti þá er það einfaldlega óaðgengilegt eða ofviða sumum. Þau mega þá vonandi tala um óréttlætið þó þau geti ekki, treysti sér ekki, eða af hvaða ástæðu sem er gert eitthvað í því? Ekki satt?Þetta er því vita vonlaus spurning fyrir þetta sjálfshjálparpróf. Afsakið mig. En það sleppur kannski af því að þetta var ekki einu sinni spurning. Skiptir þig meira máli að fólk haldi að þú sért góður og fáir mörg ,,like” á það en að þú gerir raunverulega eitthvað í því. Ekki spurning, en nei. Aftur, það er þetta með að gera “raunverulega eitthvað í því” sem er mjög matskennt. Ég ætla að vona að fólk megi leyfa öðrum að halda góða hluti um sig. Það er í sjálfu sér raunverulegt, nema auðvitað ef fólk er að ljúga. Þá er það ömurlegt. Þetta mætti þá í fyrsta lagi vera spurning og í öðru lagi orðað nákvæmar till þess að skilja hvort fólk sé að ljúga að sjálfu sér og öðrum. Þá gæti þetta verið ágæt spurning í sjálfshjálparprófi. Ertu til í stundarvinsældir þó að það kosti almannahag á endanum? Nei. Ég held að það ætti að vera frekar augljóst. Þetta er í raun endurtekin spurning um popúlisma. Betri spurning en fyrri spurningin. Þeir sem standa sig vel eiga að vinna töluverða nauðungarvinnu fyrir þà sem leggja sig minna fram. Ha? Hvað ertu að tala um? Nei … en eini staðurinn sem ég veit að þetta á sér stað á Íslandi er á Litla-Hrauni þar sem fangar vinna fyrir minna en vasapening við að flokka endurvinnanlegt rusl fyrir einkafyrirtæki. Ekki alveg nauðungarvinna að vísu, en kemst ansi nálægt því. Kannski er spurningarhöfundur að reyna að spyrja að einhverju öðru með þessari spurningu, en eitthvað misfórst með orðalagið held ég. Langar þig að sýnast vera góð manneskja á netinu og eltir því það sem er vinsælt hverju sinni því það er auðvelt að hneykslast á hinu. Voru ekki nógu mörg spurningarmerki á lyklaborðinu þínu? Ok, ég féll í þessa gryfju. Ég er að hneykslast á málsfarsvandamálum sem er ekkert svakalega hjálplegt. Ég á líka oft í erfiðleikum með að koma hugsunum mínum skiljanlega á framfæri. Þegar ég les gamlan texta eftir sjálfan mig þá hef ég ekki hugmynd um hvað ég var að reyna að segja. En svarið er samt nei. Ertu yfirborðskenndur og frasatamur? Finnst gott að elta það sem hljómar vel en nennir ekki alveg að kynna þér það? En myndir ALDREI viðurkenna það? Ok, margar spurningar í einu. Allt í einu komu bara öll spurningarmerkin! Svörum þessu í röð: Yfirborðskenndur? Nei. Samt þarf í raun bara eitt orð til þess að lýsa mér; nörd. Ég afsaka mig með því að það sé mjög umfangsmikið hugtak sem ber með sér ákveðna dýpt, þó ég segi sjálfur frá. Íslensk nútímamálsorðabók er mér að hluta til sammála: “sérvitur einstaklingur með litla félagsfærni”. Ég er nokkuð öruggur með að segja að “yfirborðskenndur” passi við þetta. Frasatamur? Nei. Fátt er leiðinlegra. Elta það sem hljómar vel? Eitthvað sem er of gott til að vera satt … nei. Nenni ekki að kynna mér? Nei, sbr. fjöldi fyrirspurna og kannski þessi grein. Aldrei viðurkenna það? Tja, ég er nú búinn að viðurkenna ýmislegt gagnvart sjálfum mér í þessari grein. Þannig að … sjá svar hérna fyrir neðan. Ertu x( S,C,F) maður? Nei. Þeir sem svara nei eru líklegir til að sökkva sér í málin, taka afstöðu út frá staðreyndum en ekki tilfinningum. Vilja ÖLLUM gott og lyfta öllum. Nei. Það eru fleiri möguleikar hérna. Fólk getur sökkt sér í alls konar mál og fengið ranga niðurstöðu. Pólitíkin og meira að segja vísindin eru troðfull af slíkum málum, þar sem fólk hefur annað hvort haft rangt fyrir sér eða viljandi snúið út úr. Ég bendi á opinbera viðurkenningu fyrrum forsætisráðherra: „Ég gerði öll mál tortryggileg og fylgdi þeirri reglu veiðimannsins að maður má ekki einungis kasta flugu sem manni finnst falleg því að maður veit aldrei hvaða flugu laxinn tekur. Ég tók því upp öll mál, jafnvel þó að ég væri í hjarta mínu samþykkur þeim, og hjólaði í þau því að ég leit á stjórnarandstöðu sem stjórnarandstöðu.“ Ég veit að þessari aðferðafræði er enn beitt í pólitíkinni. Ég hef séð hana í verki oftar en einu sinni og þessi aðferðafræði er að mínu mati stærsta vandamál sem við stöndum frammi fyrir í mannlegu samfélagi. Þetta er uppspretta óheiðarleikans. Ég veit að fullt af fólki sem svarar “nei” beitir samt þessari aðferðafræði - og því er það ekki satt að þeir aðilar séu endilega líklegir til þess að vilja öllum gott. Þeir sem svara Já eru líklega bitrir. Líka þeir sem svara já við “aldrei viðurkenna” spurningunni? Það er annars mjög áhugaverð spurning. Skoðum hana aðeins: “En myndir ALDREI viðurkenna það?” Ef ég svara “já” er ég þá ekki að segja “já, ég myndi aldrei viðurkenna það”? Ef ég myndi svara “nei”, er ég þá ekki að segja “nei, ég myndi aldrei viðurkenna það”? Þannig eina leiðin til þess að svara þessari spurningu er með því að útskýra svarið. “Já, ég myndi viðurkenna”, “já, ég myndi aldrei viðurkenna”, “nei, ég myndi viðurkenna” eða “nei, ég myndi aldrei viðurkenna”. Einhver hefur komið illa fram við þà og þeir eru í vandræðum með sjálfsmynd sína. Það er ekkert óeðlilegt við það. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvort sé verra, fólkið sem kemur illa fram við aðra eða fólkið sem þarf að þola það með tilheyrandi afleiðingum. Ef ég ætti að velja, þá mundi ég velja fólk sem á í vandræðum með sjálfsmynd sína en fólk sem kemur illa fram við aðra. Meira að segja umfram þau sem eru í hvorugum þessara hópa. Vegna þess að þau sem hafa bestan skilning á áskorunum er fólkið sem hefur lent í mótlæti. Það þarf samt ekki að þýða að það eigi í erfiðleikum með sjálfsmynd sína. Oftar en ekki er það styrkjandi að yfirstíga mótlæti. Þeim finnst þeir ekki metnir að verðleikum og að heimurinn sé ÓSANNGJARN. Heimurinn er ósanngjarn. Fólk er það yfirleitt ekki samt. Áhugavert hvernig það getur gerst, er það ekki? Auðvitað er fullt af fólki sem finnur ekki fyrir ósanngirninni og heldur að hún sé ekki til eða sé miklu minni fyrir vikið. Þess vegna talar fólk um ósanngirnina, jafnvel þó það geti ekki gert neitt meira í því en það. Þessar ósanngjörnu aðstæður geta svo popúlísk pólitísk öfl hagnýtt sér til skammtíma vinsælda. Það er ákveðin mótsögn í spurningunum í þessu sjálfshjálparprófi - samkvæmt prófinu er verið að segja að biturð sé eitthvað sem einstaklingurinn skapar sjálfur, með því að kenna öðrum um. En prófið gerir í raun nákvæmlega það sama. Það virðist kenna „bitra fólkinu“ um allt sem úrskeiðis fer, frekar en að horfa gagnrýnið á spurningarnar eða á samfélagslegar aðstæður sem gætu valdið biturð. Það er að segja - aðstæðurnar sem fólk á “raunverulega að gera eitthvað í”. Gervigreindin tekur þetta saman svona: „Sjálfshjálparprófið virðist gert af einhverjum sem hefur þegar ákveðið að fólk sé biturt – og notar síðan spurningar til að sanna það. Það gengur út frá því að vandamálið liggi alltaf hjá einstaklingnum – og ef þú átt í erfiðleikum, sérð óréttlæti eða gagnrýnir kerfið, þá hlýtur það að vera þér að kenna. Biturð þín er þá ekki eðlileg viðbrögð við óréttlátu eða brotnu kerfi – heldur galli á þér sem manneskju. En í því felst sú mótsögn sem mest lýsir þessum spurningum: Þær vilja greina hvort fólk kenni öðrum um – en gera það sjálfar með því að kenna þeim sem gagnrýna um. Þær útiloka þann möguleika að biturð geti átt rétt á sér – og snúa í raun upp á samfélagslega reiði með því að stimpla hana sem persónulegan brest. Það er ekki bara vond greining, það er líka varasöm leið til að afmá gagnrýna hugsun og bæla réttmæta vanlíðan.“ Að allt sé einhverjum ÖÐRUM að kenna og því nærtækt að kenna þeim um sem hafa það betur. Það eru örugglega einhverjir í þessum hópi. En þeir eru ekkert rosalega margir. Það er svo annar hópur, heldur ekkert svakalega stór, sem kennir þeim sem hafa minna á milli handanna um allar sínar ófarir. Báðir hóparnir kenna “afætunum” um vandann, hvort sem það er elítan, öryrkjar, útlendingar neo kapítalismi, kommúnismi eða eitthvað slíkt. Báðir þessir hópar hafa rangt fyrir sér. Nema kannski um -ismana. Flestir kenna þó réttum aðilum um vandann. En þó yfirleitt ekki öllum. Bara sumum. Það er auðvelt að benda á eitthvað eitt; ESB, auðvaldið, kvótakóngana, meðvirkni, verðbólga, okurvextir, krónan, … þegar það er allt hluti af vandamálinu, en er mögulega líka hluti af lausninni. Það sem mér finnst vanta í þetta próf - og kannski í umræðuna almennt - er þessi meðvitund um flækjustigið. Að við náum fram hjá yfirborðskenndu umræðunni. Um að fólk getur verið ósammála án þess að vera biturt. Að það er hægt að gagnrýna kerfið án þess að kenna öðrum um, eða vera fastur í sjálfsvorkunn. Að vantraust gagnvart yfirvöldum, efnahagskerfinu eða pólitískum öflum er ekki endilega merki um brotna sjálfsmynd, heldur stundum bara rökrétt viðbragð við reynslu eða staðreyndum. Biturð er til. Hún getur verið eitruð og hún getur hindrað bæði samkennd og lausnir. En að troða allri óánægju, gagnrýni eða reiði í einhvern “biturðarkassa” er ekki hjálp. Það er þöggun. Það er skrum. Það er einföldun á því sem er, í eðli sínu, flókið. Höfundur er nörd
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun